Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 22. júui 1975. Aðalverzlun Kaupfélags Húnvetninga. Þar er rckin dæmigerS storverzlun íkaupfélagsstfl, þar fæst dtrúlega mikið vöruúrval. Skrifstofur félagsins eru á efri hæðinni. Kaupfélag Húnvetninga — Sölufélag A-Húnvetnínga Með bréfi dagsettu 28. október árið 1895 boðuðu þeir Jón Guðmundsson bóndi á Guðlaugs- stöðum og Þorleifur Jónsson, alþingismaður á Syðri- Löngumýri til fundar á Blönduósi til þess að ræða stofnun kaup- félags fyrir Húnavatnssýslu. I'aiiii 16. desember það ár mættu siðan fulltrúar úr sjö hreppum sýslunnar til hins boðaða fundar og verður þetta að teljast upphaf að stofnun samvinnufélaganna á Blönduósi þ.e.a.s. Kaupfélags Húnvetninga og síðar Sölufélags Austur-Húnvetninga. Fyrsta vörusendingin til félagsins barst með „Mount Park" sem kom til Blönduóss 4. júlí árið 1896. Samvinnufélögin ¦ á Blönduósi verða að teljast með elztu og merkustu félögum hér á landi. Til er ágæt ritgerð um starf samvinnumánna i bókinni HÚNAÞING I. þar sem Pétur B. Ólason fjallar um sögu þessara merku félaga. Greinir þar m.a. frá ótrúlegum erfiðleikum þess- ara bændasamtaka við að halda uppi samvinnuverzlun á erfiðum timum. Rætt við Árna S. Jóhannsson kaup- félagsstjóra Það, . sem telja má til sér- einkenna fyrir samvinnufélögin i Austur-Húnavatnssýslu er það, að félögin eru tvö, það er sérstakt samvinnufélag fyrir neytendur og annað fyrir framleiðendur. Neytendafélagið er Kaupfélag Húnvetninga, en framleiðenda- félagið er Sölufélag Austur-Hún- vetninga. Það fyrrnefnda annast alla venjulega kaupfélags- verzlun, en það siðarnefnda verzlar með afurðir bænda, rekur sláturhús og mjólkursamlag. Sameiginlegur framkvæmda- stjóri fyrir bæði þessi félög er Arni S. Jóhannsson kaupfélags- stjóri, en að öðru leyti hafa félögin sérstaka stjórn og aðskilinn fjárhag. Við hittum að máli Arna S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóra i skrifstofu hans á Blönduósi, og báðum við hann að greina frá reksti félaganna, og þá einkum á seinasta ári, áformum og starfi. Sagðist honum frá sem hér greinir: Heildarveltan 441 milljón Starfsemi félaganna var með liku sniði og á fyrri árum. Heildarvörusala Kaupfélags Hunvetninga var á árinu 441 milljónir króna. Hafði heildar- velta félagsins aukizt um © prósent. Ef reynt er að gera sér grein fyrir raunverulegri aukningu, þá er verðbólgan stærsti liðurinn i aukningunni, Fyrsta verzlunarhtis Kaupfélags Húnvetninga. Jón Guðmundsson, bóndi á Guðlaugsstöðum sá um byggingu hússins og lánaði veð fyrir láni til byggingarinnar. Timbur og annað byggingarefni var keypt frá Sauðárkróki. Var húsið 12x10 álnir og smfði þess var lokið 15. júnl 1898. Kom húsið þegar I góðar þarfir, en það var eign deildarinnar i Svinavatnshreppi. A aðalfundi kaupfélagsins 1899 var samþykkt að kaupa húsið fyrir kostnaðarverð. Arni S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri á Blönduósi. Arni hefur gegnt kaupfélagsstjórastarfinu þarna siðan árið 1968. Hann er framkvæmda- stjóri beggja samvinnufélaganna i Austur-Húnavatnssýslu, þ.e.a.s. Kaupfélags Húnvetninga og Sölufélags Austur-Húnvetninga. Rætt við Árna S. Jóhannsson kaupfélagsstjóra um þróttmikið starf samvinnufélaganna í A-Hún

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.