Tíminn - 22.06.1975, Side 12

Tíminn - 22.06.1975, Side 12
TÍMINN Sunnudagur 22. júni 1975. Aöalverzlun Kaupfélags Húnvetninga. Þar er rekin daemigerö stórverzlun Ikaupfélagsstii, þar fæst ótrúlega mikift vöruúrval. Skrifstofur félagsins eru á efri hæöinni. Kaupfélag Húnvetninga - Sölufélag A-Húnvetninga Með bréfi dagsettu 28. október árið 1895 boöuðu þeir Jón Guðmundsson bóndi á Guðiaugs- stöðum og Þorleifur Jónsson, alþingis maður á Syðri- Löngumýri til fundar á Blönduósi til þess að ræða stofnun kaup- félags fyrir Húnavatnssýslu. Þann 16. desember það ár mættu siðan fulltrúar úr sjö hreppum sýsiunnar tii hins boðaða fundar og verður þetta að teijast upphaf að stofnun samvinnufélaganna á Biönduósi þ.e.a.s. Kaupfélags Húnvetninga og siðar Sölufélags Austur-Húnvetninga. Fyrsta vörusendingin til félagsins barst með „Mount Park” sem koin til Blönduóss 4. júli árið 1896. Samvinnufélögin á Blönduósi verða að teljast með elztu og merkustu félögum hér á landi. Til er ágæt ritgerð um starf sa m vinnumanna i bókinni HGNAÞING I. þar sem Pétur B. Óiason fjaiiar um sögu þessara merku félaga. Greinir þar m.a. frá ótrúlegum erfiðleikum þess- ara bændasamtaka við að halda uppi samvinnuverziun á erfiðum timum. Rætt við Árna S. Jóhannsson kaup- félagsstjóra Það, sem telja má til sér- einkenna fyrir samvinnufélögin i Arni S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri á Blönduósi. Arni hefur gegnt kaupféiagsstjórastarfinu þarna siöan áriö 1968. Hann er framkvæmda- stjóri beggja samvinnufélaganna I Austur-Húnavatnssýslu, þ.e.a.s. Kaupféiags Húnvetninga og Sölufélags Austur-Húnvetninga. Austur-Húnavatnssýslu er það, að félögin eru tvö, það er sérstakt samvinnufélag fyrir neytendur og annað fyrir framleiðendur. Neytendafélagið er Kaupfélag Húnvetninga, en framleiðenda- félagið er Sölufélag Austur-Hún- vetninga. Það fyrrnefnda annast alla venjulega kaupfélags- verzlun, en það siðarnefnda verzlar með afurðir bænda, rekur sláturhús og mjólkursamlag. Sameiginlegur framkvæmda- stjóri fyrir bæði þessi félög er Arni S. Jóhannsson kaupfélags- stjóri, en að öðru leyti hafa félögin sérstaka stjórn og aðskilinn fjárhag. Við hittum að máli Arna S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóra i skrifstofu hans á Blönduósi, og báðum við hann að greina frá reksti félaganna, og þá einkum á seinasta ári, áformum og starfi. Sagðist honum frá sem hér greinir: Heildarveltan 441 milljón Starfsemi félaganna var með liku sniði og á fyrri árum. Heildarvörusala Kaupfélags Húnvetninga var á árinu 441 milljónir króna. Hafði heildar- velta félagsins aukizt um 0 prósent. Ef reynt er að gera sér grein fyrir raunverulegri aukningu, þá er verðbólgan stærsti liðurinn i aukningunni, Fyrsta verzlunarhús Kaupfélags Húnvetninga. Jón Guömundsson, bóndi á Guölaugsstööum sá um byggingu hússins og lánaöi veö fyrir iáni til byggingarinnar. Timbur og annaö byggingarefni var keypt frá Sauðárkróki. Var húsið 12x10 álnir og smiöi þess var lokiö 15. júni 1898. Kom húsiö þegar i góöar þarfir, en það var eign deildarinnar i Svinavatnshreppi. A aðalfundi kaupfélagsins 1899 var samþykkt aö kaupa húsiö fyrir kostnaöarverö. Rætt við Árna S. Jóhannsson kaupfélagsstjóra um þróttmikið starf samvinnufélaganna í A-Hún.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.