Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 22. júni 1975. TÍMINN 15 „Fólkið hefur gleymzt í uppbygg ingu staðarins" — Rætt vio Kristján Armannsson, kaupfélagsstjóra á Kópaskeri ASK-Akureyri. Hér á Kópaskeri er enginn læknir, ekkert félags- heimili, og barnaskólinn er I hiisi frá 1920-'30, sem talið er allt að þvi ónothæft til kennslu," sagði Kristján Armannsson 1 viðtali við blaðið fyrir skömmu. Frá Kópaskeri eru gerðar út nokkrar trillur, en útgerð stærri báta hefur undanfarin ár verið litil. Þaðan rær nú einn 20 tonna og annar 65 tonna bátur, og er sá minni, enn sem komið er, á hand- færum. Þingey, stærri báturinn, var til skamms tima á rækju, en mun nu vera hættur þeim veiðum. — Hvernig hafa veiðar þeirra báta, er gerðir eru út frá Kópa- skeri, gengið? — Eins og kunnugt er af fréttum, gengu rækjuveiðarnar vel, en hins vegar er engin aðstaða hér á Kópaskeri til vinnslu aflans. 1 at- hugun er að kaupa vélar og tæki til vinnslunnar, en húsnæði sláturhúss KNÞ verður notað til hennar. Þá öfluðu trillur heima- manna þokkalega nú i vor, en þær voru á grásleppuveiðum. Ogæftir hömluðu þvl hins vegar, að veiðitlminn nýttist nægjanlega vel. Við aflanum tekur SÆBLIK h/f, en það fyrirtæki var stofnað af hreppum við Axarfjörð, kaup- félaginu og nokkrum einstakling- um. Það hefur og tekið við bolfiskaflanum, og hann þá farið I salt. Sá veiðiskapur gekk hins vegar með eindæmum illa. — Hverjar eru helztu fram- kvæmdir á vegum kaupfélagsins og hreppsins? — Á Kópaskeri er nú hafin bygging þriggja íbúðarhúsa á vegum hreppsins, og er ætlunin að fá rikissjóð til að standa við gefin fyrirheit um að lán yrðu veitt til Ibúðarhúsabygginga. Það hefur hins vegar komið á daginn, að lán fást sjaldnast fyrr en eftir að framkvæmdir hafa verið hafnar. En til þess að leysa þau húsnæðisvandamál, sem Ibúar Kópaskers eiga mi við að strlða, þyrfti fyrir haustið að vera fulllokið að minnsta kosti átta ibúðarhúsum. Auk þeirra fram- kvæmda, sem hreppurinn stendur i, eru svo þrir einstaklingar með I smlðum eigið húsnæði. Annars er byggingarþörfin mjög mikil, og hefur hreppurinn farið fram á, að rlkissjóður styrki byggingu þriggja húsa á ári næstu fjögur ár. Þá er einnig á vegum hreppsins bygging skóla að Lundi I Axarfirði, en það verk er unnið I samvinnu við aðra hreppa við Axarfjörð. Þá mun og vera I bl- gerð að hefja byggingu héraðs- bókasafns, en óvlst er hvenær af þeirri framkvæmd getur orðið. A vegum kaupfélagsins er meðal annars viðgerð á hluta gólfs undir frystiklefum slátur- hússins, en það lyftist I vetrar- frostunum um allt að 20 senti- metra. Þetta er mikil fram- kvæmd og dýr á okkar mæli- kvarða , svo að óvst er, hvort nokkuð verður af öðrum fram- kvæmdum I sumar. Að vlsu verður skipt um innréttingu I útibúinu á Raufarhöfn, en þar hefur kaupfélagið rekið verzlun I húsnæði sambandsins undanfarin ár. — Hvernig er félagsleg aðstaða Ibúa hreppsins? — A Kópaskeri er ekkert félags- heimili, þar sem fólk getur komið saman, þannig að notazt er við mötuneytisláturhússins. Þar eru haldin spilakvöld en ekki er mikill möguleiki á að setja upp leikrit eða annað þess háttar, sem væri þó ákaflega æskilegt. Og ekki veit ég til þess að ... sllk bygging sé i bigerð, enda mun ærið mikið af fé hreppsins vera notað til fyrrnefndar skóla- byggingar. í sambandi við lækna- mál staðarbua má geta þess, að hugmyndir eru uppi um að reisa hér læknamiðstöð, en sá bústaður sem fyrir er, getur tæpast verið boðlegur lækni. Til Húsavikur verða menn að leita, ef eitthvað alvarlegt kemur upp á, en á staðinn koma vikulega læknar þaðan. Þá verða Ibúar Kópaskers að sækja alla menntun útfyrir staðinn, utan barnaskólanáms. Lundur i Axarfirði veitir unglingapróf, en frekari fram- haldsmenntunar verður að leita utan héraðs. Barnaskólinn er sem fyrr getur I húsnæði frá þvi 1920-'30, og er það að mlnu mati allt að þvl óhæft til kennslu. Það mun þvi óhætt að fullyrða, að fólkið hefur gleymzt I uppbyggingu staðarins. — Nú hefur verið samin byggðaþróunaráætlun á vegum Framkvæmdastofnunar ríkisins. Hvað vilt þú segja um þann hlut, er Kópaskersbúum er þar ætlaður? — Fyrst og fremst er ég ánægður með ritið sem upplýsinga- og uppsláttarbók, en ég állt það mis- tök að setja Þórshöfn upp sem miðstöð héraðsins. Ég tel eöli- legra að láta þróunina haldast eins og verið hefur. Það hefur og vakið nokkra úlfúö, meðal annars hjá Raufarhafnarbuum, hvers konar hugmyndir voru uppi um framtið þeirra bæjarfélags. Þá má geta þess, aö Kópasker hefur þegar náð ýmsum þeim mark- miðum, er staðurinn átti ekki að ná fyrr en 1985. — Að lokum? — Ég vil að lokum segja, að Kópasker á sér mikla framtlö, ef rétt er á málum haldið af yfir- völdum og staðnum veitt sú fyrir- greiðsla, er hann, vegna smæðar getur ekki unniö að einn og óstuddur. Ekkier siður mikilvægt að yfirvöld hafi samráð við Ibúa, þegar veitt eru til dæmis veiðileyfi á rækju, og þess gætt, að vinnsla og veiðileyfi standist á, en hallist ekki eins mikið á aðra hliðina og gerðist fyrr á þessu ári. Auglýsícf íTísnanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.