Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 22. júní 1975. TÍMINN 21 Hér er rætt við Pól Jónsson bókavörð í Reykjavík, sem ef til vill enn fleiri þekkja sem Pól Jónsson Ijósmyndara, en ófáar myndir eftir hann hafa m.a. birzt á síðum Tímans undanfarin líttur. eöa þá kvöldin, þegar sól flýtur við hafsbrún og sjórinn er eins og spegill. Fjallahringurinn i heið- birtu, blá hvelfing full af ljósi og < kyrrlátri þögn. — Sagði ég þögn? — Það er tæpast rétta orðið. Ég held, að krian, sem á mikið varp- land þarna, blundi varla á þessari tið. Ég man einu sinni eftir þvi, að tófa kom i heimsókn i varpið, — átti vist bú þarna i hliðinni, skammt upp frá túninu á Hraun- um. Sjálfsagt hefur henni þótt matarlegt að lita niður til strand- arinnar, þvi talsvert æðarvarp er lika þarna i hólunum. En viðtök- urnar, sem lágfóta fékk, báru ekki svip gestrisninnar. Kriurnar réðust að henni, hundruðum ef ekki þúsundum saman og hröktu hana á flótta, allslausa, að þvi er mér sýndist, og fylgdu henni eftir á flóttanum svo lengi sem ég sá. — Þú hefur vist ekki náð mynd af viðureigninni? allar — Nei, þvi er nú verr og miður, að mynd á ég öngva af þessum at- burði. Tófuna bar hratt yfir, og ekki var minni hreyfing á kriun- um. Ég hygg, að hvorki sigurveg- ararnir né hinn sigraði hefðu gert mér það til geðs að hægja á ferð- inni, þótt ég hefði reynt að taka mynd af bardaganum, og þær hefðu vitað að þær voru að stuðla að eigin frægð með þvi að lofa mér að mynda sig! — Fyrst við erum komnir með hugann i Norðurland, megum við til með að nefna sjálfa ferða- mannaparadisina, Mývatnssveit. Þú hefur auðvitað fljótt orðið kunnugur henni? — Um árabil fannst mér sem ekki væri sumar, nema ég hefði þar nokkurra daga dvöl. Þegar ég nú á siðari árum læt það eftir mér að hverfa þangað i huganum, birtast dagarnir mér sem myndir á tjaldi. Þarna sé ég hann Valda á Kálfaströnd á bæjarstéttinni, hýrlegan á svipinn, og bráðum er Ása lika komin inn i myndina. Mér er sem ég heyri Valda spyrja dálitið striðnislega, hvort ég ætli ekki að skreppa fram & Vatn og ná i eina bröndu. Sér hann virki- lega, hvað mér verður tiðlitið til bátkænunnar hans? — Kvöldin úti á Mývatni undir sólsetur eru engu öðru lik i endurminningunni, full af kyrrlátri gleði. Þá er það, sem maður óskar einskis fremur en að timinn standi kyrr. „Fagurt er hér á sumardegi...." — Sizt er ástæða til þess að rengja endurminningar þinar frá Skagafirði og Mývatnssveit. En viltu ekki segja mér og lesendum okkar frá einhverri ferð, sem þér er sérstaklega minnisstæð? — Jú, þvi ekki það. Kannski ég taki þig með mér i huganum norður á Kaldadal. Við leggjum á stað snemma morguns i glaða sólskini. Við Hofmannaflöt getum við áð, þvi að bráðum skiptir landið um svip og óbyggðin tekur við. Þingvallavatn og Hengill heimta hér athygli okkar, og má vera að ekki gleymist um sinn, hve hlýlegt er kjarrið i Bolabás og hliðum Armannsfells. Brátt för- um við inn meö hliðum Lágafells og höfum sjálfa Skjaldbreið fyrir stafni, — en ekki lengi, þvi að brátt sveigjum við aðeins til vest- urs um Ormavelli og Tröllaháls. Fleiri örnefni taka við og láta sum mjúklega i eyrum, en eru auk þess kunn i ljóðum og sögum: Viðiker, Biskupsbrekka, Hall- bjarnarvörður, Brunnar, Björns- fell, Ok og Þórisjökull. Hafir þú oft farið hér um, er ekki óliklegt að þessi nöfn orki á þig likt og helgiþula. Bakvið þau eru sögur, lika hefur gerzt þarna harmleik- ur, sem löngu liðinn meistari hef- ur dregið upp með svo öruggum og fáum dráttum, að leita þarf til frægustu nafna bókmenntasög- t Biskupabrekku. Krossinn er til minningar um Jón Vldalfn, sem lézt þar Iágúst 1720.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.