Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 20
20
HMINN
Sunnudagur 22. jiínf 1975.
lV* ;.::í>'íí..*..<--". ¦¦>•- '.-aZ-u.'ii ¦ii~,:.^J.,-tf<:-i.yr :,-..--
Undir
beru
lofti
NOKKUR ORÐ UM
ÞAÐ, SEAA NÆST
EKKIÁMYND
Páll Jónsson. (Tfmamynd Róbert).
PALL JÓVSSON, bókavörður f
Reykjavik, er einn þeirra mörgu
tslendinga, sem sótt hafa sér
gleði og lifsfyllingu f skaut is-
lenzkrar náttúru, f byggð og ó-
byggð, um fjöll, dali og strendur.
En hann hefur ekki látið vib þaö
sitja að gleðja sjálfan sig meö
þessum hætti, heldur hefur hann
veriö óþreytandi að taka myndir,
og hefur meft því veitt okkur, sem
heima sátum,hlutdeild i þvi sem
hann hefur séð á sfnum mörgu og
löngu ferðum um landið. Hann er
alveg tvimælalaust i hópi snjöll-
ustu áhugaljósmyndara hér á
landi, enda hafa myndir hans
birzt víðsvegar, i bókum, ferða-
pésum, og sfðast.en ekki sizt i
dagblöðum. Að minnsta kosti ætti
lesendum þessa blaðs ekki að
koma það ókunnuglega fyrir sjón-
ir, þegar þeir heyra minnzt á Pál
Jónsson Ijósmyndara.
Sóttist eftir stöðum,
sem lágu vel við
Ijósmyndavelinni
PállJónsson á mjög langan fer-
il að baki sem ferðamaður, og
þess vegna ætla ég ekki að biðja
hann að telja i mánuðum eða ár-
um, heldur jafnvel i áratugum,
þegar ég spyr:
— Hvað heidur þú að það sé
langt síðan þú fórst að leggja
verulega stund á ferðalög, Páll?
— Ég ætla að byrja að segja þau
deili á mér, að ég er sveitamaður
að uppruna, fæddist og ólst upp i
Mýrasýslu. Ég fluttist til Reykja-
vikur árið 1927 og byrjaði fljót-
lega eftir það að ferðast. Fyrst i
stað voru ferðirnar stuttar, oftast
i nágrenni bæjarins, en siðar lágu
leiðirnar viðar, og þá hylltist ég
til þess að koma á staði, sem mér
sýndust liggja vel við ljósmynda-
vélinni, þvi að ég byrjaði mjög
snemma að taka myndir.
— Manstu hvaða staðir það
voru, sem þú sóttist mest eftir?
— Það voru fyrst og fremst
stórii staðirnir, Þingvöllur, Þórs-
mörk, Fljótshlið og Eyjaf jöll, þar
sem segja má, að viðfangsefni
handa ljósmyndara séu óþrjót-
andi. Siðan lá leiðin norður á
Kjalveg. Ég var svo hamingju-
samur að vera þar tvisvar á ferð
um vor, nálægt Jónsméssu. 1
fyrra skiptið vorum við þar fimm
saman með sautján hesta, marga
þeirra gæðinga.
Við hófum förina úr Þingvalla-
sveit, riðum Gjábakkahraun,
Laugarvatnsvelli og Laugardal,
og siðan á hinn forna Kjalveg upp
frá Gullfossi. Þar tókum við á
okkur náðir, og væri þó nær lagi
að tala um áningarstað en nátt-
stað, þvi eiginlega var engin nótt,
aðeins stutt stund, sem sólin
hvarf á bak við Langjökul. And-
artaksþögn hjá mófuglum, dögg á
grasi. Svo rann upp sólheitur dag-
ur.
Þannig var veðrið i fimm sólar-
hringa samfleytt, en þegar komið
var norður i Þjófadali, skall á
okkur suð-austanrok og rigning.
Það lá við, að bæði menn og hest-
ar yrðu fegnir umskiptunum i
fyrstu, en stormur og rigning á
Kili eru ekki neitt barnagaman,
og sizt þegar verið er með hesta.
Þó geymast þessir dagar lengi i
þakklátu minni, til dæmis dagur-
inn sem við vorum i Fróðárdölum
og Karlsdrætti. Þá fannst mér,
sem það hlyti að vera fegursti
staðurinn á Islandi, og enn er ég
þess ekki umkominn að neita þvi.
Þá óskum við þess
eins/ að tíminn
standi kyrr
— Þetta hefur veriö með þfnum
fyrstu öræfaferðum, en hvenær
fórst þú að ferðast um byggðir
landsins, sem vissulega eru fagr-
ar, ekki sfður en óbyggðirnar?
— Já við skulum yfirgefa Kjöl
um sinn og bregða okkur norður i
Skagafjörð.. Ég var svo heppinn
að vera þar einu sinni á ferðalagi
i nokkra daga með góðkunningja
minum, Hallgrimi Jónassyni
kennara. Ast hans á landi og þjóð-
arsögu orka á samferðarmenn
hans svo að allt fær nýjan svip, og
sögur hans og frásagnargíeði
þekkja allir, og ekki má heldur
gleyma lausavisunum, sem hann
hefur jafnan á hraðbergi.
— Ferðuðust þið Hallgrfmur
mikið um Skagaf jörðinn að þessu
sinni?
— Já, við fórum inn i Skaga-
fjarðardali, bæði Vesturdal og
Austurdal. Einn daginn brugðum
við okkur út i Fljót, en þar hef ég
nú undanfarin sumur átt nokkra
góða daga. Þar þykir mér sumar-
fagurt með afbrigðum, og þar
hefur mér lika reynzt veðursælt.
Við höfum þá verið nokkur saman
og átt okkur tjaldstað niður við
sjóinn, hjá svokallaðri Hrauna-
möl, örskammt frá Hraunum. Við
höfum reynt að komast þangað
um það leyti sem dagur er lengst-
ur, og stundum höfum við getað
veitt þar fallegan silung i matinn.
Ekki treysti ég mér til að lýsa
þvi, hvilikir morgnarnir eru þar,
Karlsdriítt
:
i
h
1;
ti
t<
á
s
u
n
a
li
u
e
r
e
h
n
Landslagsmyndirnar hefur Páll tekið a
Hraun f Fljótum.
Tjaldstaðurinn hjá Hraunum I Fljótum.