Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 22. júni 1975. TÍMINN Olof Palme (annar frá vinstri) I sænska hernum. skoðanir blaðsins I stjórnmála- legu tilliti." Það var eftirlæti Palme að skrifaum mál hernaðarlegs eðlis. Hann hafði komizt sem kadett i herinn — yngstur i sínum hópi — strax eftir menntaskólapróf. Hann gekk I riddaraliðið, sem á þeim dögum var sú grein her- mennskunnar, sem álitin var bezt við hæfi efri stéttanna. Palme var ekkert sérlega snjall að bursta stigvél. Hann var ennþá haldinn kæruleysi æskuáranna. Hann bar húfuna aftur á hnakka og hirti ekkert um að pússa stig- vélin eða hreinsa byssuna. Rétt eins og i skóla, hysjaði Palme heldur rækilegar upp um sig buxunum, þegar um samkeppni var að ræða eða próf, og hann var alltaf fremstur i flokki. Þannig hefur Palme kadett staðið sig af- burð vel I skriflegum prófum, enda þótt hann hafi naumast staðið sig með prýði á verklegum æf ingum. Olof Palme útskrifaðist með þriðju hæstu einkunn sem riddaraliðsforingi. Einn fyrrver- andi kennara hans hefur látið þá skoðun i ljós, að hann hefði átt að vera efstur sökum yfirgripsmik- illar þekkingar sinnar. Hann var samt álitinn hálfgerður flauta- þyrill, og ekki allskostar ábyggi- legur, hvað æfingarnar snerti. Arið 1948 var hann gerður að foringja i varasveitum riddara- liðsins. Árið 1956 hefði hann sjálf- krafa orðið lautinant. En þar sem hann hafði aldrei tíma-til þess að mæta til æfinga, varð hann af þeirri tign. Það er óhætt að segja, að allt fram til ársins 1947 hafði Olof Palme ekki sýnt neinar tilhneig- íngar i þá átt, að hugur hans hvarflaði út af brautum þeirra stjórnmálaleguhefða, sem félag- ar hans fylgdu. Það voru atburðir næsta árs, sem ollu þvi, að hann tók hið ör- lagarika skref frá hægri til vinstri. Olof Palme talaði þýsku og frönsku mjög vel. Enskan hans var hins vegar eins og gengur og gerist i skólum. Hann sótti um og hlaut styrk frá Sænsk-ameríska félaginu. Svo til strax að loknu herforingjanámi sinu hélt hann til náms I Kenyon College i Ohio. Þar náði hann B.A. á mettima, og að þvi loknu ferðaðist hann á puttanum þvert yfir Bandarikin, alla leið til auðugs ættingja sins i Mexikó. Svo er sagt, að Bandarikin hafi gert Olof Palme að jafnaðar- manni. Sú stéttaskipting, sem hann hafi kynnzt i Bandarikjun- um, hafi fyllt hann þrá til að brjóta niður stéttamismuninn I Sviþjóð og koma á meira jafnrétti þar i landi. Með hugsjónir jafnaðar- mennskunnar nýkviknaðar i brjósti sér, tók Olof Palme að nema lógfræði við Stokkhólmshá- skóla árið 1949. Þetta var upphaf- ið á stjórnmálaferli hans. Þó var hann enn i vafa um, hvort hann ætti að reyna fyrir sér Olof Palme forsætisráðherra. sam atvinnumaður á stjórnmála- sviðinu eða snúa sér að stjðrn- málum, ásamt fullu starfi. Frændi hans einn, Sven Ulric Palme, prófessor I sögu, hefur yndi af þvi að segja nánum vinum eftirfarandi sögu, sem varpar nokkru ljósi á þetta atriði: „Ég Ut svo á, að tvisvar á ævi minni hafi ég komið við sögu Svl- þjóðar. í annað skiptið, snemma á sjötta áratugnum, kom Olof frændi minn til min. Hann bað mig að gefa sér heilræði. — Hvers eðlis er það? spurði ég. — Viltu lesa þessa grein og ráð- leggja mér siðan, hvort ég ætti að snúa mér að þvl að reyna að verða visindamaður eða stjórn- málamaður. Ég las greinina, og þegar Olof kom aftur til min, sagði ég hon- um, að hann ætti að verða stjórn- málamaður..." Palme æddi gegnum lögfræði- námið á mettima og lauk prófi ár- ið 1951. Jafnframt náminu hafði hann gefið sér tima til að hafa af- skipti af stjórnmálastarfsemi stúdenta, og hafði jafnan yndi af að blanda sér I kappræður. Hann tók einnig þátt I alþjóðlegu starfi síúdenta. Þegar árið 1950 hafði hann greinilega látið I ljós, á stúdenta- móti i Prag, að hann væri eldheit- ur andkommunisti. Palme fannst Alþjóðasamband stúdenta vera orðið hjól undir áróðursvagni kommúnista, og mótið i Prag sannaði honum þetta. Ráðstefnu- höllin I Prag endurómaði af fagnaðarlátum vegna Stallns. Olof Palme varð að snúa aftur heim, án þess að hafa fengið tæki- færi til að tala, og að auki verið kallaður fasisti og striðsmangari. Olof Palme kvæntist lfka I Prag, en þessari staðreynd var haldið leyndri þangað til fyrir nokkrum árum. Þetta var stjórn- málalegt hjónaband. Stúlkan var tékknesk og bendluð við stjórn- mál i heimalandi sinu. Eini möguleiki hennar til þess að kom- ast úr landi, var I gegnum hjóna- band. Olof Palme hikaði ekki við að hjálpa stúlkunni. Um leið og þau voru komin til Sviþjóðar, var gengið frá skilnaðinum. Palme stækkaði heimsmynd slna með ferðalögum um Eng- land, Þýzkaland og Holland. Arið 1953 ferðaðist hann um Asiu, en það ferðalag hafði áreiðanlega sln sterku áhrif á afstöðu Palmes siðar gagnvart deilum Vietnama og Bandarikjamanna. Þegarhann kom aftur til Stokk- hólms, tók hann að litast um eftir hentugu starfi. Varnamáladeildin var að svipast um eftir ungum, háskólamenntuðum manni til að annast erlend skjöl, og Palme var rétti maðurinn i starfið, viðförull og hermenntaður. Hann varð lágt settur fulltrúi með það verkefni að skrifa og skipa niður erlendum skjölum, sem oftast lentu hjá yfirmanni hans, en fóru einnig til stjórnarinnar. Þó var það ekki þannig, sem Palme kynntist for- sætisráðherranum, Tage Erland- er, en þau kynni leiddu til þess, að hann gerðist einkaritari og trúnaðarmaður. Það má miklu ¦ iTenwood FÖ5TSXdur «}**? ^ rasöíngar a *>v «^3^0 '•#-. ".:"-iH* ' KénWood Húsmæðraskóli kirkjunnar Löngumýri 5 mánaða námsskeið i hússtjórnar- og handiðagreinum hefst eftir áramót. Umsóknir óskast sendar sem fyrst til skólastjóra. Skólastjóra og kennara vantar við tónlistarskóla sem starfar i Varmahlið og Hofsósi Skagafirði. Umsóknir sendist Páli Dagbjartssyni, skólastjóra, Varmahlið sem gefur allar nánari uppíýsingar. EIGENDUR ATHUGIÐ! Eigum fyrirliggjandi skipti vélar á mjög hagstæðu verði. Tökum gömlu vélina upp TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐID Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU44-6 SÍMI42606

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.