Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 22. júni 1975. TÍMINN 23 O Bændaför til Noregs um kvöldið, og þá kom I ljós, tilgáta min var rétt. Þar var kominn Per Berg spillemann, sá sem spilaði á Haröangursfiðluna og var hrókur alls fagnaðar I fyrrnefndri veizlu. Við Þorsteinn Viglundsson, fyrrverandi skólastjóri I Vest- mannaeyjum, vorum einu Is- lendingarnir i brúðkaups- veizlunni. Við Per Berg höfðum margs að minnast, og sagði ég frá þvl, að ég ætti heima á Islandi ágæta ljós- mynd af veizlugestum Eysteins. Per sagðist líka eiga eina sllka mynd og myndi hann koma með hana seinna um daginn og sýna hverjum þeim, er sjá vildi. Var að því gerður góður rómur, enlakara var það sem á eftir fór. Ég var nefnilega beðinn um að þakka móttökurnar og segja frá brúðkaupinu, veizluhöldunum og siðum öllum, (en þeir voru frá 14. öld að sögn Lars Eskilands skóla- stjóra), og þótt ég reyndi að malda I móinn, slapp ég ekki. Það var engin. miskunn hjá Manga, fararstjóranum. Frásögn min varð eitthvað á þessa leið: Brúðkaupsveizlan stóð í tæpa .viku og boðsgestir voru um 350 manns. Það þótti hæfa að bjóða drykk eftir gönguna frá kirkjunni til skólans, þvl mjög hlýtt var þennan dag. Veizlugestir settust flestir á grasbekki á hlaðinu sunnan við skólann. Mjöðurinn gekk á milli manna I f allegum 10 til 12 marka tréskálum með höldum og voru munnar látnir skipta og rétti hver öðrum eftir að hafa svalað þorsta slnum að vild sinni. Mjög var ölið boðið fram, og var það heimabruggað. Það gerði hUsbóndi minn, og hjálpaði ég honum við starfið. 01 hans þótti afbragð. Starfssvið okkar var úti i skógi við uppsprettulind. Stör pottur var þar á hlóðum, og mitt starf var að hræra i miðinum, en hUsbóndinn tlndi ýmsar jurtir i skóginum, sem hann seyddi og eimaði, allt til að gera gerðina bragðbetri. Þetta voru hans hagrændu vlsindi og leyndarmál, til að gera framleiðsluna betri og eftirsóknarverðari, enda átti hann marga aðdáendur. Þarna við lindina var lagaður mjöður I 8 tunnur og fluttum við hann I kjallara skólans. Þessi ölskammtur skyldi duga I veizlunni, en sú varð raunin, að meira-tjl varð að fá hjá húsbönda mínum, en nógar birgðir átti hann I slnum eigin kjallara. Fölvað er minni mitt, til að skýra frá öllum veizlusiðum, enda ekki timi til, en þess vil ég geta að utan alls þess söngs og dans, sem heyra mátti og sjá, að þegar kallað var til máltiðar að morgni hins fyrsta dags veizlunnar, komust ekki allir til borðs, vegna fataleysis. Var ákaft kallað og hringt, og hlegið dátt. Að sjá marga menn af öllum stéttum, ráðherra, dómara.bænd- ur, frúr og meyjar, koma I mat- salinn skó og sokkalausa. Karlmenn á nærbrókum með handklæði eða svuntur eigin- kenna sinna um mitti sér, og fætur vafða dagblöðum og fleiru eftir atvikum. Það vitnaðist seinna, að af yfir- lögðu ráði, hefðu eins konar ráns- menn farið um herbergi gestanna um nóttina og svipt með sér hluta af klæðum þeirra. Þessar atfarir við gestina kröfðust rannsóknar. Leitað var -að sökudólgnum um allar jarðir og fannst hann að lokum. Var hann bróðir brUðgumans. Skyldi hann hengjast I hárri björk, er höggvin hafði verið um nóttina inni i skógi, og dregin heim og reist upp við húsvegg skólans. Fór um suma er- snöru var brugðið um háls hans. — Og hvernig fór — ? Fyrirmaður einn kom þá fram og bað griða hinum seka, og bauð að bæta mönnum tjón sitt. Stolnu fötin skyldi selja á uppboði, og átti eigandi hvers hlutar forkaupsréttinn. Þetta gekk allt fram, ráns- maðurinn fékk að halda lifi, og fataleysingjarnir fengu föt sln. Og eftir að ég hafði I orðum minum þakkað Vossverjum öll- um ágætar móttökur, margvls- legan vinskap, skemmtan og gleði, sagði ég, að svo hefði jafn- vel getað orðið I dag, 18. júni 1972 aö ég væri hér sem gestgjafi meðal Vossverja, en ekki gestur, þvl árið 1923 var mér boðin jörð og allri áhöfn hér á Voss fyrir 4000 krónur norskar. Þetta tilboð olli mér heilabrot- um nokkra stund. Hefði ég tekið þessu boði, þá væri ég nU gest- gjafi. Ungs manns fran^tíð I öðru landi er oft óviss-, en sveitin, fólkið, skólamál, allt ágætt og aðlaðandi, og eflaust hefði verið hægt að fá norska jentu fyrir ráðskonu eða konu. En, en heimþráin magnaðist með hverjum degi, og funheit ástin til unnustunnar Islenzku kynti undir. Þegar ástin er heilög og sönn, þá er leiðin örugg og sigurviss. Vegna þessa er ég gestur hér á Voss, en ekki gestgjafi. Ferðafélögum mínum þötti nokkuð til um sögu mlna af veizluhöldunum, og vakti tals- verða undrun þeirra, og jafnvel Vossverja sjálfra, sérstaklega vegna þess, að veizlusiðir flestir voru frá 14. öld. • Þetta innskot i ferðaþáttinn, um drauma mina á Voss, skrifa ég hér eftir beiðni nokkurra ferðafélaga minna, sem fyrr er getið. Eftir þessa sögu mina, heyrðust raddir I salnum: „Drekkum Guðmundar öl", það er eftir af ölinu eftir 50 ár. Eitt sinn var okkur ferða- félögunum boðið út i sveitina, að skoða mörg bændabýlí. Við það kynntumst við enn nánar lífi og starfi húsfreyja og bænda. Husakynni ný og gömul, gamlar vinnuvélar og tækni for- tlðar og nútiðar lágu ljóst fyrir. Sérstæð fannst mér kynning okkar Ólafs A. Ólafs á Valda- stöðum, við Sigurð á Palmefossen og frU. Hvar og hvenær, sem við minntumst á Islenzk skáld var bóndinn heima. Þekkti hann verk eldri skálda okkar yel. Hann tók fram bók mikla og las sér til um Hallgrim Pétursson og fleiri. Sigurður var { frelsishreyfingu Norðmanna, og tók vopn þau til handargagns, sem kastað var úr brezkum flugvélum i' hans eigin skóg. Fór ég oft um skóginn, sagði hann, og helzt ekki aftur á sama stað, svo ekki myndaðist slóð. Arið 1923 var kristnitöku Voss- verja minnzt. Ólafur konungur Haraldsson hafði látið reisa steinkross I Voss á sinum tima i minningu kristninnar. Seinna var byggð trékirkja, en árið 1271 þakkaði MagnUs lagabætir I bréfi til sóknarmanna fyrir áhuga þeirra að byggja kirkju úr steini. Sú kirkja var vigð árið 1277 og stendur enn. Þak hennar skemmdist, en turninn litið er sprengjur sprungu I námunda við hana. Þess má og geta, að veggir hennar eru frá 1.60 til 2.25 þykkir. Ég hafði heyrt sögu kirkjunnar árið 1923 sem gestur þar, og ég hafði einnig unnið við að fegra kringum kirkjuna fyrir hátiðina. Ekki þótti okkur öllum fýsilegt að fara með fjallalyftu upp til Hangurstofu, þar sem sýslunefnd Hörðalandssýslu bauð til mikils fagnaðar. Hæð fjallsins er um 1100 metrar, og ógnarhátt að horfa niður. í Hangurstofu var mikið dansað og spilað og hlegið dátt. Þar var spilað á Harðangursfirðlu og Per Berg las kvæði og fleira. Kveðjuhófíð var haldið i Falke högskola I Voss. Þar var fram borinn ósvikinn Vossmatur, haldnar voru ræður og „Hljóm- leikafélag Voss", með Per Berg I fararbroddi, efldi til hljómleika og Leikfélagið I Voss sýndi leikþatt af brúðkaupi, dans brUðhjóna, briíðarsveina og meyja. Allir voru leikendur klæddir hinum fögru þjóðbúningum, eða héraðsbiiningum, réttara sagt. Þetta fannst okkur tilkomu- mikill fagnaður, og minnti mig á Veizluna l Voss, árið 1923 Nokkuð var um almennan dans, og komu þar fram konur er sögð- ust muna eftir islenzkum strák, hjá Per Lydvo, þegar þær voru 11- 12 ára gamlar, og sagðist ég vel kannst við hann. NU sögðust þær vera frUr kennara skólans og annarra merkismanna. 1 lok frændafagnaðarins, skiptust menn á gjöfum, ýmsum þjóðlegum minjagripum. Hlutu margir góða gjöf. Meðal gjafanna var hestur einn, fagurlega útskorinn I tré, er hleypti á skeið alla leið til Skaga- fjarðar, og tók sér stöðu á skrif- borði Ólafs hreppstjóra á Skarði við Sauðárkrók. Asamt fararstjóra okkar, Agnari Guðnasyni, mælti Per Berg slðustu kveðjuorðin, og voru þau þrungin velvild og kærleika til islenzku þjóðarinnar. Var hann kvaddur með virkt- um, af mörgum með handabandi, og ósk um að hann mætti sjá -.' ts- land með gróandi þjóðllf, eins og hann las fyrir okkur. Per Berg, Ásbjörn öye og Harald Hope, eru mér minnis- stæðastir allra þeirra Norðmanna, er ég kynntist á . feröalagi minu um Noreg árið 1972: Tvisvar lá leiðin til Ulvik, ferjustaðar yfir Harðangurs- fjörðinn. Fyrst til að skoða ný- uppbyggt myndarbýli. Nýjung þar var að kúnum var gefið inni, mestallan mjólkur- tlmann og heygjöfin mest vothey. Mér fannst mikið til koma um hjálp rlkis og lánastofnana, til allr> framkvæmda á býlinu, ræktunar, sem byggingar. Minnir mig að 1/5 hluti væri styrkur, sem ekki á að greiðast, og 4/5 hlutar af byggingar- kostnaðinum lán. Þannig vinna og hugsa Norðmenn fyrir byggðamálum þjöðarinnar. Þá var skógræktarstöð sioðuð. En það skemmtilegasta af öllu þar, var að 10 Islenzkar stúlkur tóku á móti okkur. Komu þær glaðar og reifar beint frá starfi. Að mæta slfkum fríðleikshópi á erlendri grund fyllti mig gleði og aödáun, svo sómdu þær sér vel þarna á hlaði skógræktarstöðvar- innar, brosandi Ut að eyrum. Við ferðafélagarnir þyrptumst utan um stúlkurnar, óskuðum þeim alls hins bezta,,en umfram allt að koma heim, og unna þar öllu vel er unna má. Og sjá, þar kemur stór bilferja yfir Brákarnesið, og stefndi hUn til Grimness, hins vegar við Harðangursfjörðinn. Afram var siglt inn til Eiðs- fjaröar, en frá Eiðsfirði skyldi halda yfir Harðangursheiði, til Hallingdals og Óslóar. Einnhrikalegasti vegur.sem til er^ I Noregi, liggur um Mabödalinn. Mörg okkar kipptust við I sætum okkar, þegar við komum Urdimmum jarðgöngum, fram á svimháa klettabrún. 1 Mabödal er hæsti foss Noregs, Vöringfossinn, 182 metrar á hæð. VatnsUðinn rýkur langt inn á bergbrUnirnar við fossinn, sem hefur þvegið, holað og klofið sprungur I bergið. Norðan við Vöringfoss er Harðangursjökull, 1876 metrar á hæð. Austan við fossinn er Harðangursheiði, með veg til austurlandsins, og mætir Björg- vinjarbrautinni við Haugastöl. Síðan hallar niður Hallingdalinn. Eftir 14 stunda ökuferð, birtist höfuðborg Noregs. Þar skiptust leiðir. Ég fór til dóttur minnar i Drammen og undi mér vel hjá henni, en ferðafélagarnir urðu eftir i Osló, og skoðuðu söfn, fornminjar og Vigelandsgarðinn, og heimsóttu landbUnaðar- skólann að Asi. Farið var með næturferju daginn eftir til Danmerkur. Ekki heillaði Danmörk mig svo mjög á móts við Noreg, að mig langi til aðfara þangað aftur. Bændabýlin eru hvert öðru lik. Kirkjur, konungahallir og graf- hvelfingar danskra kónga, eru fögur verk og tilkomumikil. Margir aðrir merkisstaðir, eins og söfn, Sivaliturn, Dýra- garðurinn og Tfvolí. eru allir frábærir. Heimsókn til sendiherra- hjónanna islenzku var ánægjuleg, qg prUð börn hjónanna báru okkur ýmsar veitingar, þar sem við sátum á við og dreíf um hUsa- garðinn. Þá var gist þrjár nætur á Hótel Absalon, og farið þaðan i ýmsar ferðir um höfuðborgina, Sjáland og Fjón. 29. jUní var haldið heim, flug- leiöis. Allir voru I sólskinsskapi, þó sól skini aðeins ofar skýjum, þvl þoka grUfði yfir Islandi. Gott var að koma heim til ís- lands. Allir virtust vera ánægðir eftir velheppnað ferðalag. Kvöddust allir með virktum, og hélt hver til sins heima, glaður vegna góðra kynna. Bifreidaskoðun í Kópavogi Bifreiðaeigendur iKópavogi eru minntir á að bifreiðaskoðun lýkur um næstu mán- aðamót. Byrjað er að stöðva óskoðaðar bifreiðir og eftir 1. júli verða allar óskoð- aðar bifreiðir teknar úr umferð. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða nú þegar eða frá næstu mánaðamótum eftirlitsmann með byggingu steyptra undirstaða. Skilyrði er að viðkomandi kunni að meðhöndla mælitæki. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116 Reykjavik. Vandaðar vélar borga sig HEumnHEL bezt 'llin góðkunna hefur 6 tindahjól.bæði snýr og rakar. • .-'• v- " ¦";,: -¦„- ..-¦-.; .»<..'..v. Við rakstur treður traktorinn ekki i heyinu. Vinnslubreidd 2.8 m. HFHAMAR VÉLADEILD SIMI 2-21-23 TRYGGVAGOTU REYKJAVIK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.