Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 22. júni 1975. TÍMINN 13 MjólkurstöðináBlönduósi.Þarfórfyrstfram framleiðsla á þurrmjólkurdufti f mjólkurbiii á islandi. Grein og myndir Jónas Guðmundsson eins og hjá öðrum félögum. Þó varð vörumagnsaukning á árinu, t.d. i byggingavörum, þvi mikið var byggt á félagssvæðinu á árinu. Framkvæmdir voru fremur litlar á árinu hjá félaginu á siðasta ári, en þó var byrjað á nýju verzlunarhúsi á Hólanesi. Félagsmenn eru 679 og starfa i 10 félagsdeildum. 46 fulltrúar hafa rétt til setu á aðalfundi. Fjölbreytt vöru- úrval hjá kaupfélögum Félagssvæði okkar er Austur- Húnavatnssýsla og rekur félagið verzlanir á Blönduósi, þar sem aðalverzlunarhús félagsins er. Þar er alhliða kaupfélagsverzlun með sérdeildum fyrir matvöru, vefnaðarvöru og byggingavörur. Auk þess er matvöruverzlun, eða útibii fyrir innan Blöndu, sem þjónar byggðakjarnanum þar, og svo tvö útibú á Skagaströnd, en þar hagar likt til og á Blönduósi að byggðakjarnanum er skipt i tvennt. Auk þess erum við með Esso- skálann, sem er ferðamanna- verzlun, með benzinsölu og ýmsa þjónustu aðra. — Þú talaðir um alhliða kaup- félagsverzlun? — Já, kaupfélagsverzlun á Is- landi hefur þróazt á nokkuð sér- stæðan hátt. Félögin verða að hafa fjölbreytt vöruúrval, sem er ótrUlega fjölþætt, þvi að oftast eru þau eini verzlunaraðilinn á svæðinu. Segja má að þetta sé smækkuð mynd af stórverzlunum ytra og vöruúrvalið eykst með ári hverju. Nýjar tegundir koma á markað, nýr munaður og nýjar nauðsynjar, sem telja verður einkenni á neyzluþjóðfélaginu margumtalaða. Þetta verzlunar- hús, sem reist var fyrir fáeinum árum er þannig þegar að verða of Htið, þar sem vörumagnið eykst stöðugt. Þetta kallar á aukið fjármagn og aukið húsrými og ég tel að kaupfélögum landsins hafi tekizt það mjög vel að tryggja viðskiptamönnum vöruúrval miðað við þéttbýlisverzlunina, þar sem meiri verkaskiptingu verður komið við i verzlun. Starfslið og starfsemi — Hvað starfa margir hjá Kaup- félagi Húnvetninga? — Hjá félaginu starfa 47 manns, fastir starfsmenn þar af 30 við afgreiðslustörf, 13 á skrifstofu. Bifreiðarstjórar eru 3 og einn við önnur störf. Heildarlauna- greiðslur voru um 29 milljónir króna á árinu. Þetta fólk starfar að rekstri kaupfélagsins, en auk áðurgreindrar verzlunar þá erum við með umboð fyrir Samvinnu- tryggingar, Oliufélagið hf. og Eimskipafélag Islands hf. Þá má og geta þess að kaup- félagið á eignaraðild og eignar- hluta I nokkrum þýðingarmiklum þjónustufélögum, eins og vélsmiðju, bifreiðaverkstæði. Vélsmiðjuna eigum við i félagi við biínaðarsambandið og þar er veitt verkstæðisþjónusta fyrir félagssvæðið. Sölufélagið — En vikjum svo að Sölufélagi Austur-Húnvetninga. Hver eru verkefni þess? — Það rekur mjólkursamlag og sláturhús, og annast afurðasölu bænda og annarra framleiðenda. Það munu vera 180 framleiðendur á félagssvæðinu, en skilyrði fyrir inngöngu i félagið er að vera framleiðandi búvöru. Fram- Gamla verzlunarhúsiðá Blönduósi, þar sem aðalverzlun Kaupfélagsins var til húsa til ársins 1963. &M3& Verzlunarhús Kaupfélags Skagstrendinga á Skagaströnd. Þarna var um sameinaðist sfðan aftur Kaupféiagi Húnvetninga. tfma sérstakt kaupfélag, en ESSO skálinn á Blönduósi er við þjóðveginn og á tniklum vinsœldum að fagna hjá vegfarendum. Þar er hægt að kaupa auk bensfns og olfu, allar mögulegar „feröamannavörur", ávexti, brauð og hvað eina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.