Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. juni 1975.
TÍMINN
Fólkið mætir
verð-
hækkunum
með hag-
kvæmari
innkaupum
Rætt við Halldór Halldórsson,
kaupfélagsstjóra á Vopnafirði
Ef tekin eru miö af Reykjavfk.
þá er Vopnafjörður ein af-
skekktasta byggö á tslandi og
þangað verður mánuöum saman
aöeins fariö meö skipum, eöa
flugvélum. Þarna bjuggu til forna
rikustu höföingjar Austurlands.
Jón á Yztafelli lýsir Vopnafirði
svo i bók sinni, Land og lýöur:
„Vopnafjörður er.ein sveit, einn
hreppur. Hann er hérao fyrir sig
nærri að segja heimur, og langur
vegur um heiðar og fjöll til
annarra byggða."
Veltan 300 milljónir
Aukning 55%.
Meðal þeirra er sátu aðalfund
SIS i Bifröst á dögunum var
Halldór Halldórson, kaupfélags-
stjóri. Hann hafði þetta að segja
um kaupfélagið og afkomuna i
Vopnafirði.
— Við erum ekki enn búnir að
halda aðalfund I kaupfélaginu en
útkoman liggur þó fyrir með
nokkurri vissu.
Afkoman er viðunandi, en ekki
meira en það. Megineinkenni á
rekstri siðasta árs er mikil veltu-
aukning samfara stórfelldum
hækkunum á tilkostnaði við
rekstur félagsins.
Það, sem einkum varð til
bjargar, var að atvinnuástand
var gott á árinu, og kaupgeta al-
mennings þvl talsverð. Heildar-
veltan á árinu mun vera rúmlega
300 milljónir króna og hafði
hækkað um 55% frá árinu á
undan, en árið 1973 var hún innan
við 200 milljónir króna.
Fólkið vill spara
— Nýmæli voru fá I rekstri
félagsins. Þó opnuðum við mat-
vörumarkað, þar sem mönnum
var gefinn kostur á að kaupa
vörur i stærri einingum og var
þar veittur 10% afsláttur frá
venjulegu búðarverði. Auðvitað
ver-ður að stillatilkostnaði mjög I
hóf við slika vörudreifingu, en
fólk vill gjarnan mæta
verðhækkunum með þessu móti.
Reyna að komast að hagstæðari
kjörum.
Sjósókn og fiskverkun er undir-
staða atvinnullfsins I þorpinu.
Þar er gerður Ut einnskuttogari,
BRETTINGUR og hefur hann
gjörbreytt atvinnuástandinu á
Vopnafirði til hins betra, þvi nú er
afla landað allt árið I stað þess að
vélbátaútgerð er aðeins stunduö"
hluta úr árinu. Arsafli
BRETTINGS mun hafa verið um
2500 tonn. Skipið varð fyrir vélar-
bilun seinast á árinu og missti þvl
nokkuð úr heils árs úthaldi.
Samgöngur —
Skipaútgerð rikisins
— Samgöngur voru með svipuð-
um hætti og undanfarin ár.
Við búum við ágætar flugsam-
göngur, sem Flugfélag Norður-
lands og Flugfélag Austurlands
sjá um, en þau halda uppi flug-
ferðum til Akureyrar og Egils-
staða og þaðan komast menn svo
áleiöis með Flugfélagi íslands, ef
leiðin liggur lengra. Alls er flogið
fimm sinum I viku og verður það
að teljast mjög viðunandi.
— En strandferðaskipin?
— Ég hefi lýst skoðun minni
opinberlega á þeim málum. Það
er bráðnauðsynlegt, að Skipaút-
gerð rlkisins fái eitt skip til
viðbótar og svo þarf að stórbæta
aöstöðu litgerðarinnar f Reykja-
víkurhöfn. Núverandi aðstaða er
vægast sagt fyrir ncðan allar
hellur, og engin von til að árangur
náist við núverandi skilyrði og
samkeppnisaðstöðu.
Mjólkurmagnið
of litið
— Svo vikið sé aö sveitabúskap.
Hvað varð mjólkurmagnið á
árinu I mjólkurbúinu?
— Það var heldur minna en i
fyrra, eða 630.000 kg.
Vinnslan gekk mjög vel og út-
koman var góð, en hinu er ekki að
leyna, að þessi minni mjólkurbú
eiga I vissum örðugleikum þvi að
fjármagnskostnaðurinn er mikill
miðað við mjólkurmagnið sem
berst til þeirra. Mjólkurbúið hjá
okkur var byggt á tiltölulega
hagkvæmum tlma, en samt sem
áður þyrftum við að hafa um eina
milljón kllóa til vinnslu á ári til
þess reksturinn gcti borið sig.
Merkilegt samstarf
i atvinnumálum.
— En atvinnumálin. Tekur kaup-
félagið þátt I atvinnulifinu?
— Viö gerum það. A Vopnafirði
hafa kaupfélagið, hreppurinn og
verkalýðsfélagið unnið saman að
vinnslu sjávarafla, hafa myndað
hlutafélag, sem annast fisk-
vinnsluna. Kaupfélágið á húsnæði
það, sem hraðfrystingin fer fram.
Við munum byggja nýtt
hraðfrystihús og höfum ákveðnar
hugmyndir um útgerö og fisk-
vinnslu i samstarfi við áður-
nefnda aðila. Við teljum, að allt
þurfi að vera á einni og sömu
hendi, þvi það kemur I veg fyrir
að gróði sé af einstökum liðum, en
tap svo af öðrum. Þá vildi ég
vekja athygli á byggðastefnu
kaupfélaganna um allt land. Þau
þyrftu að hafa greiðari aögang að
fjármunum og stofnlánum en
veriðhefur, þvl að öðrum ólöstuð-
um, þá hafa slíkar samstarfs-
heildir reynzt trúverðugri og
öruggari rekstraraðilar en marg-
ir aðrir. Tengslin, sem myndazt
hafa á Vopnafirði, milli verka-
lýðsfélagsins, hreppsins og kaup-
félagsins, sem standa að atvinnu-
rekstri og fiskvinnslu, ásamt
nokkrum einstaklingum, I
byggðalaginu, er án efa hagkvæm
leið fyrir fleiri byggöarlög. A
Vopnafirði hefur þetta skipulag
gjörbreytt atvinnulifinu á staðn-
um. —JG.
Halldór Halldórsson, kaupfélagsstjóri, Vopnafirði.
Góóaferö
til Grænlands
Til Kulusuk fljúgum viö 5 sinnum í viku
meö Fokker Friendship skrúfuþotum okkar.
Feröimar til Kulusuk, sem er á austur-
strönd Grænlands, eru eins dags
skoounarferoir, lagt er af staö frá Fteykja-
víkurflugvelli, aö morgni og komio aftur aö
kvöldi. I tengslum viö feröirnar til Kulusuk
bjóóum viö einnig 4 og 5 daga feröir til
Angmagssalik, þar sem dvalið er á hinu
nýja hóteli Angmagssalik.
Til Narssarssuaq, sem liggur sunnarlega á
vesturströnd Grænlands, er flogiö 4
sinnum í viku frá Keflavikurflugvelli meö
þotum félaganna eöa SAS. Flestir þeir
sem fara til Narssarssuaq dvelja þar
nokkra daga, en kostur gefst á lengri dvöl
ef vill. í Narssarssuaq er gott hótel meö
tilheyrandi þægindum, og óhætt er aö
fullyröa aö enginn veröur svikinn af þeim
skoöunarferöum til nærliggjandi staða,
sem í boði eru.
[ Grænlandi er stórkostleg nátturufegurð,
og sérkennilegt mannlif, þar er að finna
samfélagshætti löngu liðins tíma.
Þeir sem fara til Grænlands i sumar munu
örugglega eiga góða ferð.
flucfélac LOFTLEIÐIR
ISLAJVDS
Félög þeirra sem ferðast