Tíminn - 22.06.1975, Qupperneq 20

Tíminn - 22.06.1975, Qupperneq 20
20 TÍMINN Sunnudagur 22. júní 1975. Sunnudagur 22. júni 1975. TÍMINN 21 PALL JÓNSSON, bókavöröur i Reykjavik, er einn þeirra mörgu islendinga, sem sótt hafa sér gleöi og lifsfyllingu i skaut is- lenzkrar náttúru, i byggö og ó- byggð, um fjöll, dali og strendur. En hann hefur ekki látið viö þaö sitja aö gleðja sjálfan sig meö þessum hætti, heidur hefur hann veriö óþreytandi aö taka myndir, og hefur með þvi veitt okkur, sem heima sátum,hlutdeild i þvi sem hann hefur séö á sinum mörgu og löngu fcrðum um landiö. Hann er alveg tvimælalaust i hópi snjöll- ustu áhugaljósmyndara hér á landi, enda hafa myndir hans birzt vlðsvegar, i bókum, ferða- pésum, og siöast en ekki sizt i dagblööum. Aö minnsta kosti ætti lesendum þessa blaös ekki aö koma þaö ókunnuglega fyrirsjón- ir, þegar þeir heyra minnzt á Pál Jónsson ljósmyndara. Sóttist eftir stöðum/ sem lágu vel við Ijósmyndavelinni Páll Jónsson á mjög langan fer- il aö baki sem ferðamaður, og þess vegna ætla ég ekki að biðja hann að telja i mánuðum eða ár- um, heldur jafnvel i áratugum, þegar ég spyr: — Hvað heldur þú aö þaö sé langt siðan þú fórst aö leggja verulcga stund á ferðalög, Páll? — Ég ætla að byrja að segja þau deili á mér, að ég er sveitamaður að uppruna, fæddist og ólst upp i Mýrasýslu. Ég fluttist til Reykja- vikur árið 1927 og byrjaði fljót- lega eftir það að ferðast. Fyrst i stað voru ferðirnar stuttar, oftast i nágrenni bæjarins, en siöar lágu leiöirnar viðar, og þá hylltist ég til þess að koma á staöi, sem mér sýndust liggja vel við ljósmynda- vélinni, þvi að ég byrjaöi mjög snemma að taka myndir. — Manstu hvaöa staðir þaö voru, sem þú sóttist mest eftir? — Það voru fyrst og fremst stórii staðirnir, Þingvöllur, Þórs- mörk, Fljótshlið og Eyjaf jöll, þar sem segja má, að viðfangsefni handa ljósmyndara séu óþrjót- andi. Siðan lá leiðin noröur á Kjalveg. Ég var svo hamingju- samur að vera þar tvisvar á ferð um vor, nálægt Jónsmessu. I fyrra skiptið vorum við þar fimm saman með sautján hesta, marga þeirra gæðinga. Viö hófum förina úr Þingvalla- sveit, riðum Gjábakkahraun, Laugarvatnsvelli og Laugardal, og siðan á hinn forna Kjalveg upp frá Gullfossi. Þar tókum við á okkur náðir, og væri þó nær lagi að tala um áningarstað en nátt- stað, þvi eiginlega var engin nótt, aöeins stutt stund, sem sólin hvarf á bak við Langjökul. And- artaksþögn hjá mófuglum, dögg á grasi. Svo rann upp sólheitur dag- ur. Þannig var veðrið i fimm sólar- hringa samfleytt, en þegar komið var norður i Þjófadali, skall á okkur suð-austanrok og rigning. Það lá við, að bæði menn og hest- ar yrðu fegnir umskiptunum i fyrstu, en stormur og rigning á Kili eru ekki neitt barnagaman, og sizt þegar veriö er með hesta. Þó geymast þessir dagar lengi i þakklátu minni, til dæmis dagur- inn sem við vorum i Fróðárdölurh og Karlsdrætti. Þá fannst mér, sem það hlyti að vera fegursti staðurinn á Islandi, og enn er ég þess ekki umkominn að neita þvi. Þá óskum við þess eins/ að tíminn standi kyrr — Þetta hefur veriö meö þinum fyrstu öræfaferöum, en hvenær fórst þú aö feröast um byggöir landsins, sem vissulega eru fagr- ar, ekki siöur en óbyggöirnar? — Já við skulum yfirgefa Kjöl um sinn og bregða okkur norður i Skagafjörð..Ég var svo heppinn að vera þar einu sinni á feröalagi i nokkra daga með góðkunningja minum, Hallgrimi Jónassyni kennara. Ást hans á landi og þjóð- arsögu orka á samferðarmenn hans svo að allt fær nýjan svip, og sögur hans og frásagnargleði þekkja allir, og ekki má heldur gleyma lausavisunum, sem hann hefur jafnan á hraðbergi. — Feröuöust þiö Hallgrimur mikiö um Skagaf jörðinn aö þessu sinni? — Já, við fórum inn i Skaga- fjaröardali, bæði Vesturdal og Austurdal. Einn daginn brugðum við okkur út i Fljót, en þar hef ég nú undanfarin sumur átt nokkra góða daga. Þar þykir mér sumar- fagurt með afbrigðum, og þar hefur mér lika reynzt veðursælt. Við höfum þá verið nokkur saman og átt okkur tjaldstað niður við sjóinn, hjá svokallaðri Hrauna- möl, örskammt frá Hraunum. Við höfum reynt að komast þangað um það leyti sem dagur er lengst- ur, og stundum höfum við getað veitt þar fallegan silung i matinn. Ekki treysti ég mér til að lýsa þvi, hvilikir morgnarnir eru þar, Karlsdráttur. eða þá kvöldin, þegar sól flýtur við hafsbrún og sjórinn er eins og spegill. Fjallahringurinn i heið- birtu, blá hvelfing full af ljósi og kyrrlátri þögn. — Sagði ég þögn? — Það er tæpast rétta orðið. Ég held, að krian, sem á mikið varp- land þarna, blundi varla á þessari tið. Ég man einu sinni eftir þvi, aö tófa kom i heimsókn i varpið, — átti vist bú þarna i hliðinni, skammt upp frá túninu á Hraun- um. Sjálfsagt hefur henni þótt matarlegt aö lita niöur til strand- arinnar, þvi talsvert æðarvarp er lika þarna i hólunum. En viðtök- urnar, sem lágfóta fékk, báru ekki svip gestrisninnar. Kriurnar réðust að henni, hundruðum ef ekki þúsundum saman og hröktu hana á flótta, allslausa, að þvi er mér sýndist, og fylgdu henni eftir á flóttanum svo lengi sem ég sá. — Þú hefur víst ekki náö mynd af viðureigninni? Landslagsmyndirnar hefur Páll tekið allar — Nei, þvf er nú verr og miður, að mynd á ég öngva af þessum at- burði. Tófuna bar hratt yfir, og ekki var minni hreyfing á kriun- um. Ég hygg, að hvorki sigurveg- ararnir né hinn sigraöi hefðu gert mér það til geðs að hægja á ferð- inni, þótt ég hefði reynt að taka mynd af bardaganum, og þær hefðu vitað að þær voru að stuðla að eigin frægð með þvi að lofa mér að mynda sig! — Fyrst viö erum komnir með hugann i Noröurland, megum við til með aö nefna sjálfa ferða- mannaparadisina, Mývatnssveit. Þú hefur auðvitaö fljótt orðiö kunnugur henni? — Um árabil fannst mér sem ekki væri sumar, nema ég hefði þar nokkurra daga dvöl. Þegar ég nú á siðari árum læt það eftir mér að hverfa þangað i huganum, birtast dagarnir mér sem myndir á tjaldi. Þarna sé ég hann Valda á Kálfaströnd á bæjarstéttinni, hýrlegan á svipinn, og bráðum er Asa lika komin inn i myndina. Mér er sem ég heyri Valda spyrja dálitið striðnislega, hvort ég ætli ekki að skreppa fram á Vatn og ná i eina bröndu. Sér hann virki- lega, hvað mér verður tiðlitið til bátkænunnar hans? — Kvöldin úti á Mývatni undir sólsetur eru engu öðru lik i endurminningunni, full af kyrrlátri gleði. Þá er það, sem maður óskar einskis fremur en að timinn standi kyrr. //Fagurt er hér á sumardegi...." — Sizt er ástæöa til þess aö rengja endurminningar þinar frá Skagafiröi og Mývatnssveit. En viltu ekki segja mér og lesendum okkar frá einhverri ferð, sem þér er sérstaklega minnisstæö? — Jú, þvi ekki það. Kannski ég taki þig með mér i huganum norður á Kaldadal. Við leggjum á stað snemma morguns i glaða sólskini. Við Hofmannaflöt getum við áð, þvi að bráðum skiptir landið um svip og óbyggðin tekur við. Þingvallavatn og Hengill heimta hér athygli okkar, og má vera að ekki gleymist um sinn, hve hlýlegt er kjarrið i Bolabás og hliöum Armannsfells. Brátt för- um við inn með hliðum Lágafells og höfum sjálfa Skjaldbreið fyrir stafni, — en ekki lengi, þvi að brátt sveigjum við aðeins til vest- urs um Ormavelli og Tröllaháls. Fleiri örnefni taka viö og láta sum mjúklega i eyrum, en eru auk þess kunn i ljóðum og sögum: Viðiker, Biskupsbrekka, Hall- bjarnarvörður, Brunnar, Björns- fell, Ok og Þórisjökull. Hafir þú oft farið hér um, er ekki óliklegt að þessi nöfn orki á þig likt og helgiþula. Bakvið þau eru sögur, lika hefur gerzt þarna harmleik- ur, sem löngu liðinn meistari hef- ur dregið upp með svo öruggum og fáum dráttum, að leita þarf til frægustu nafna bókmenntasög- * ...2* •*►••• % ;, ■i - • - . rnmm. Páll Jónsson. (Tímamynd Róbert). NOKKUR ORÐ UM ÞAÐ, SEM NÆST EKKI Á MYND 1 Hér er rætt við Pál Jónsson bókavörð í Reykjavík, sem ef til vill enn fleiri þekkja sem Pál Jónsson Ijósmyndara, en ófáar myndir eftir hann hafa m.a. birzt á síðum Tímans undanfarin ár Undir beru lofti Hraun I Fljótum. Tjaldstaöurinn hjá Hraunum I Fljótum. t Biskupabrekku. Krossinn er til minningar um Jón Vidalin, sem lézt þar i ágúst 1720. Framhald á bls. 28

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.