Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 4
4 l'l VII \\ ?5 ifl'ri Pt ’irinpfi Sunnudagur 13. júll 1975. Verðleikar konunnar — Eitt stig fyrir fegurð Fyrirtæki i Bandrikjunum, sem heitir Merrill, Lynch & Co hefur lagt fyrir sig útreikninga fyrir ýmsar stofnanir meö sérstakri tölvu um hæfileika starfsfólks, sem stendur til að ráða i nýjar stöður, eða hækka i' tign. 1 tölv- una er sett allt, sem vitað er um viðkomandi manneskju, bæði menntun.fy rrverandi störf, hvernig þeim hefur gengið i hjónabandi, vinsældir á vinnu- stað og margt fleira, sem Merill & Co lætur ekki uppi, en ýmsir hafa reyndar talið njósnir um einkalif, og þvi ólöglegt. Hver góður eiginleiki hefur vissa tölu i útreikningunum. Ef sá, sem sækir um starfið, er skráður sem vinsamlegur og þægilegur i framkomu, þá fær hann fyrir það tvö stig, en fyrir fegurð er reiknað eitt stig! Og sé tekið fram i umsókn um störf, sem „ætluð eru konum”, og tek- ið er fram, að viðkomandi um- sækjandi sé sjálfstæður i skoð- unum og störfum, þá er gefið núll fyrir það! Þetta kom fram i könnun, sem kvenréttindafélag i Bandarikjunum gerði, en hún varð til þess, að þessar reglur voru allar teknar til endurskoð- unar, þar sem þær þóttu orðn- ar gamaldags og ekki lengur við hæfi. Nú verður þetta upplýs- ingakerfi endurnýjað, og verð- leikar bæði karla og þó einkum kvenna metnir á nýjan leik — og kvenréttindakonurnar fá að fylgjast með og taka þátt i endurskoðuninni. DENNI DÆMALAUSI ,,Ég held að ég fari að fá mér sið- degislúra aftur.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.