Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 20
20 TtMINN Sunnudagur 13. jáH 1975. Undir beru lofti ALLIR, sem fylgjast eitthvað að ráði með bókaútgáfu á íslandi, kannast við Böðvar Pétursson, verzlunarmann i Reykjavik. Við þekkjum hann sem bökfröðan mann og stálminnugan á þá hluti, en það er ekki sú hliðin á áhuga- málum Böðvars Péturssonar, sem er til umræðu núna, heldur útivist. Þar komum við ekki held- ur að tómum kofunum, þvi að hann er ferðagarpur mikill og þaulkunnugur viða um land. Og þar sem Böðvar hefur viða farið, verður fyrsta spurningin látin hljóða svo: — Hvaða staður heldur þú að sé þér einna ininnisstæðastur, Böðv- ar, þegar þú hugsar til ferða þinna um landið? — Þvi er vandsvarað, þvi að það er sannast mála, að ég hef komið víða og margir staðir eru mér ofarlega i huga. Að telja þá alla upp, eða þó ekki væri nema verulegan hluta þeirra, yrði alltof langt mál á þessum stað. Ferðamaður I i Þórsmörk á margra kosta völ Sá staður, sem mér dettur fyrst i hug, er Þórsmörk. Það er langt orðið siöan ég tók að venja komur minar þangað, og þar hef ég mjög oft komið, einkum þó hin siðari ár. Eins og menn vita, þá er Þórs- mörk norðan við Eyjafjallajökul og vestan við Mýrdalsjökul. Svæðiö er ákaflega f jölbreytilegt og náttúra þess stórbrotin. Hrika- leiki er mikill, jöklarnir gnæfa yf- ir i suðri og austri, gróðrarfariö sérkennilegt og nýtur sin einkar vel i þessu hrikalega umhverfi. — Hvað er nánar að segja um takmörk Þórsmerkur? — Talið er, að hin raunveru- lega Þórsmörk takmarkist af Krossá að sunnan, Þröngá að norðan og Mýrdalsjökli að aust- an. Þessi voru hin eldri endimörk svæðisins, en á siðari árum hafa þau færzt nokkuð út i vitund al- mennings. Þegar talað er um Þórsmörk nú á dögum, er svæð- inu sunnan Krossár iöulega bætt viö, en það heitir Goðaland, og Tungur innst. Eitt sterkasta einkenni Þórs- merkur eru hinar skörpu and- stæður, sem þar blasa alls staðar við: Þverhniptir hamrar, friðsælir skógarlund- ir, og yfir öllu saman gnæfir jökuliinn i allri sinni tign. — Erekkium ákafiega margar leiöir að ræða fyrir ókunnugan ferðamann, sem vill litast um á Þórsmörk? — Þú, þær eru mjög margar. Við skulum hugsa okkur að við séum stödd i Langadal á Þórs- mörk, þar sem Ferðafélag ís- lands hefur reist mjög myndar- legan skála. Þetta er nokkurn veginn miðsvæðis á Mörkinni. Hér eigum við margra kosta völ, ef við höfum hugsað okkur að ganga um Mörkina okkur til heilsubótar og yndisauka. Við leggjum upp frá Skag- fjörðsskála, en svo er skáli Ferðafélagsins nefndur. Ferðinni er heitið inn að Krossárjökli. Við göngum þvi niður á Krossáraur- ana og svo inn með hliðinni. Fyrst veröur fyrir okkur á vinstri hönd gil — eða öllu heldur litill dalur — sem heitir Slyppugil. Gilið liggur fyrst til norðurs, en sveigir svo i austur. Þar hafa Farfuglar hasl- að sér völl og unnið mikið að gróðursetningu, enda er þar fag- urt um að litast, hvort sem litið er á verk manna eða náttúrunnar sjálfrar. Við höldum áfram göngunni inn eyrarnar. Fyrir innan Slyppugil taka við nokkur smærri gil, sem ganga inn i ásana norðan Kross- áraura. Innan skamms erum við komin að öðru litlu dalverpi, sem heitir Litliendi, og gengur efri endi þess upp að fjalllendi, sem heitir Tindafjöll. Skammt fyrir innan Litlaenda tekur við annað dalverpi, mun stærra, skógi vaxið og fagurt mjög. Það er kallað Stóriendi, og á sammerkt við Litlaenda i þvi, að drög þess liggja I átt til Tindafjalla. Austan við Tindafjöllin eru háir melar, sem heita Tindafjallasléttur. Þar gengur fram háls, sem Stangar- háls heitir.Fremstog innst á hon- um eru klettastapar miklir. Þar heitir Stangarnef. Ef við höldum áfram og göng- um inn meö Stangarhálsinum, verður fyrir okkur eitt gilið enn, skógivaxið og hlýlegt. Það gengur upp frá rótum Krossáraura að Tindafjallasléttu. Það heitir Góðagil. Skammt innan við það standa háir klettar niður við Krossáraurana, og heitir þar Búðarhamar. Þegar komið er inn fyrir Búðarhamar, tekur Krossá að greinast I upptakakvislar sin- ar. Beint austur af rennur megin- kvisl Krossár undan Krossár- jökli, sem er skriöjökull vestur úr Mýrdalsjökli. Sagan af Guðrúnu litlu Ef við höfum gengið eyrarnar, þrengjast þær nú mjög. Að sunn- an tekur við f jalllendi með háum drang, sem Göltur heitir, og stendur á svæði, sem heitir Teigs- tungur. Krossárjökull er mjög sandorpinn og illur yfirferðar, eins og flestir skriðjöklar. Teigstungur eru sunnan og vestan Hrikalei hlj óðlí Rætt við Böðvar Péturí Krossárjökuls. Þær eru mjög sundurskornar og landslag þar enn hrikalegra en framar i Mörk- inni. inn i þær ganga djúp gil, og I þeim eru aðrar lægri tungur eða ranar,sem I daglegu tali eru kall- aðar Guðrúnartungur, þótt land- fræðilega séu þær hluti af Teigs- tungum. Teigstungur afmarkast af Krossárjökli að norðan, Mýrdals- jökli að austan og skriðjökli, sem gengur niöur úr Goöalandsjökli aö sunnan, nefnist hann Tungna- kvislarjökull. Til þess að komast á þetta svæði gangandi frá skála Feröafélagsins I Langadal, þarf að fara yfir árnar inni I tungun- um, en þar greinast þær i margar kvislar. — Sunnan og vestan við Teigstungurnar eru aðrar tungur, sem heita Múlatungur. Hvorar tveggja tungurnar munu vera kenndar við bæi niðri i sveit, sem áttu þarna upprekstarland. — En Guörúnartungur, sem þú nefndir áðan? —• Sagt er, að þær hafi fengið nafn sitt af þvi, að einhvern tima fyrir löngu hafi menn frá Teigi i Fljótshliö rekið þangað lömb til sumargöngu. Með þeim var töku- telpa, tólf ára gömul, Guðrún að nafni, og varð hún viðskila viö rekstrarmennina þar i skóginum. Guðrún fannst ekki fyrr en i haustgöngum, og var hún þá lif- andi og orðin stygg eins og úti göngukind, segir sagan. Hafði hún lifað á berjum og grasi um sumarið. — Að sjálfsögðu tek ég ekki ábyrgð á þessari skýringu á nafni Guðrúnartungna. Ég hef ekki kannað hvort einhver fótur er fyrir sögninni, en vitanlega er það ekki með öllu útilokað. — Nú er land Þórsmerkur viö- ast hvar ákaflega bratt. Eru þá ekki þessar gönguleiðir, sem þú vart aö lýsa, torleiöi, sem erfitt er um aö komast, nema fyrir fót- hvötustu menn? — Gilin, sem ég minntist á i upphafi og liggja næst Langadal, svo sem Slyppugil, Litliendi og Stóriendi, eru mjög greiðfær, en þegar lengra kemur inn i Mörk- ina, koma til sögunnar ýmsar leiðir, sem eru örðugari yfirferð- ár. t giljunum þar innfrá eru viöa brattar sandskriður, og sums staðar eru móhellulög undir, sem sandurinn skriðurhratt eftir. Það er þvi full ástæða til þess fýrir alla, sem fara um þessi svæði að hafa athyglina vakandi og sjá fót- um slnum forráð. Menn eiga ekki að þarflausu að leggja i þann bratta, sem þeir eru ekki vissir um að ráða við. Dreifum umferðinni setjum göngubrýr á árnar — Er ekki nokkur hætta á þvi aö hinn mikli ferðamanna- straumur og vinsældir Þórsmerk- ur valdi þvi, aö hún skemmist af of miklum ágangi? — Það er rétt, að Þórsmörk er gifurlega vinsæll ferðamanna- staður og útivistarsvæði. Ferða- félag íslands skipuleggur ferðir þangað I hverri viku, — og reynd- ar oft fleiri en eina — og flytur þangað mikinn fólksfjölda. Að sumrinu dvelst alltaf margt manna I Þórsmörk, sem vonlegt Friösæll gististaöur I stórbrotnu umhverfi. Sérhver Þórsmerkurgestur veröur aöfara yfir Krossá, en ekki er ráölegt aö leggja I hana á litlum bflum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.