Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 30

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 13. júli 1975. ÓANÆGÐUR MEÐ PLÖTU- DÓMA „Ágætt Nú-tlmi! Ég ætla bara aö láta þig vita það, að þú ert bezti poppþátt- ur, sem um getur i islenzkum dagblöðum. (Þökkum hrósið. Innsk. Nú-timinn). Það er aðeins eitt, sem ég er ekki ánægður með. Það eru plötudómarnir. Það eru nær eingöngu soul- og country- rokkplötur, sem þið dæmið, og i þau fáu skipti, sem þið fjallið um aðrar plötur, fá þær litið annað en skit og skömm. Éger sammála G.S. i þvi, að það hafa fá séni komið fram i tónlistinni siðan 1970. Ég er lika sammála þvi, að Jim Croce geti talizt einn þeirra fáu, en ef þau Browne og Ripperton eru séni, — ja, þá held ég að séniin séu anzi mörg. Ég get nefnt nokkra, sem eru snillingar á sinn hátt og á sinu sviði, og eiga það örugglega betur skilið að kall- ast séni en þau Browne og Ripperton. Þeir eru: Ron Mael, Rick Wakeman, Mike Oldfield, Kevin Ayers, Leo Sayer og félagarnir i' 10 cc. Enginn þessara kalla er i sér- stöku uppáhaldi hjá mér, en ég virði þá. Að lokum vil ég lýsa yfir stuðningi minum við zeppelinska alþýðumanninn, hann er zeppelinskri alþýðu til sóma. Einnig lýsi ég frati á hinn súra hr. Rjóma. ÞAÐ ER EKKI AÐEINS ÞAÐ, AÐ LED ZÉPPELIN ER BEZTA HLJÓMSVEIT I HEIMI, HELDUR ER HÚN SVO MIKLU BETRI HELDUR EN HVER SVO SEM KANN AÐ VERA NÚMER TVÖ. (Og Cream er sko ekki einu sinni númer tvö). Zeppi”. Nú-tírhaviðtal við Pétur Kristjánsson, söngvara °í Paradís er ekki að keppa við Pelican „Ómar Oskarsson og Björg- vin Gislason eru beztu laga- smiðir sem island hefur átt og allir strákarnir, sem ég var með i Pelican cru mjög góðir hljóð- færaleikarar. Ef þcssir fjórir haida áfram að leika saman, er ég öruggur um, að Pelican ná heimsfrægð í ár. Það er hins vegar að minum dómi spurning, hvort þeir eiga nokkuð að vera að þvælast hér á landi.” Þetta eru orð Péturs Kristjánssonar, söngvara I hljómsveitinni Paradis, fyrrum söngvara I Pelican, en eins og öllum Nú-timalesendum ætti að vera kunuugt var Pétur rekinn úr Peiican ekki alls fyrir löngu, og stofnaði hann þá hljómsveit sina Paradis, sem hefur vaxið mjög að vinsældum siðustu vik- ur, enda hreinræktuð „stuð”- hljómsveit. Nút-timinn arkaði á fund Pét- urs i vikunni og spjallaði um stund við hann. ,,Ég byrjaði i hljómsveit daginn eftir að ég fermdist, það var i' april 1966”, sagði Pétur, þegar hann var spurður að þvi, hvenær hann hefði fyrst byrjað i hljómsveit. „Það var með hljómsveitinni Pops, sem ég byrjaði og þeir, sem voru með mér i þeirri hljómsveit fyrst, voru Bireir „Ég er i eðli minu bjartsýnismaður og ég lét þau orð falla i blaðaviðtali skömmu eftir að ég var rekinn, að ég ætlaði mér að stofna hljóm- sveit, sem væri meiri stuðhljómsveit en Peli- can, —og það virðist hafa tekizt”. Hér er Para- dís — t.f.v. ólafur, Gunnar, Pétur, Ragnar og Pétur. Hrafnsson Jón Ragnarsson, Gunnar Fjelsted. Ég lék á bassa i þá daga og allan þann tima, sem ég var I Pops, — eða allt fram til ársins 1970, en þá hættu Pops og ég fór yfir i Náttúru. Þegar Pétur fór yfir i Náttúru lagði hann bassann á hilluna og sneri sér eingöngu að söng. Þeg- ar Pétur gekk til liðs við Nátt- úru voru þar fyrir, Rafn Har- aldsson, Sigurður Rúnar Jóns- Tati hefur uppgötvarö þessa tvo pilta, sem heita Ron og Ross Mael og skipa hljómsveitina Sparks. Bowie i hlutverki sinu i kvikmyndinni „The Man Who Fell To Earth’L Kvikmyndir virðast hafa mikiö aödráttarafl á popptónlist- armenn, ef marka má áhuga margra þeirra á kvikmyndum og kvikmyndagerð. Nokkrir popparar eru vel þekktir I kvik- myndaheiminum, og nægir aö nefna Kingo Starr, Keith Moon og David Essex, þvi til sönnun- ar. Margir fleiri popptónlistar- menn hafa fengiz.t við kvik- myndaleik, og sifellt bætast íleiri við. Nýlegar fregnir herma, að brezki poppjöfurinn Ilavid Bowie hafi snúið sér að kvik- myndaleik, cn hann hefur oft látið i það skina, að kvikmyndir heilli hann. Kvikmyndin sem Itowie mun leika f nefnist „Mað- urinn sem fcil til jaröar” („The Man Who Fell To Earth”), og mun Bowie leika aöalhlutverkiö I myndinni. Kvikmyndatakan hófst I júni, og leikstýrir henni mjög kunnur bandariskur leik- stjóri, nefnilega Nicholas Roeg, en hann hefur m.a. leikstýrt „Walkabout” (var sýnd í Nýja biói fyrir u.þ.b. tvciinur árum), „Don’t Look Now” (var sýnd i Háskólabíói fyrir tæpu ári) og mynd, sem Mick Jagger, söngv- ari Rolling Stones, lék i og nefndist „Performance”. En þaðeru fleiri brezkir i arar en Bowie sem hafa snúið sér að kvikmyndum. Þeir félagarnir i brezku hljómsveit- inni Sparks, Russ og Ron Mael hafa gengið i lið meö e ómerkari manni en franska kvikmyndasnillingnum Jacques Tati (Hulot frænda), en velflest- ir þekkja myndir hans s.s. „Playtime” og „Traffic” sem báöar hafa veriö sýndar hér. Kvikmyndin, sem Ross og Iton munu leika i, nefnist „Confusion” (Ituglingur) — og hafa þeir félagar einnig unniö með Tati við gerð kvikmynda- handritsins. Að lokum má minna á, að ektakvinna Bowies, Angie Bowie, mun fara með aðalhlut- verk I kvikmynd, sem gera á um hina óhamingjusömu Ruth Ellis, — en saga hennar birtist i Timanum s.l. sunnudag. son, Björgvin Gislason og Sig- urður Arnason. „Með þessari liðsskipan lékum við i tæp tvö ár, eða þar til öll hljóðfærin brunnu inni i Glaumbæ”, sagði Pétur. — Eftir brunann vissum við ekki, hvað við áttum að gera, Sigurður Rúnar vildi hætta og við vorum byrjaðir að æfa með Áskeli Magnússyni, og Jóhanni G. hafði verið boðið i hljóm- sveitina. Jóhann G. var að visu ekki byrjaður að æfa með okk- ur, þegar ég sagði upp i Nátt- úru. Astæðan fyrir þvi, að ég hætti var sú, að mér leizt hrein- lega ekkert á tónlistarstefnuna, sem hljómsveitin var að taka. Það átti t.d. að taka lag með Pink Floyd, sem hefði tekið um hálftima i flutningi. Þá sagði ég upp og stofnaði Svanfriði, enda hafði ég alltaf löngun til að leika tónlist eins og Svanfriður var með. Pétur Kristjánsson fékk Birgi Hrafnsson og Sigurð Karlsson úr Ævintýri til fylgis við sig og úr Tilveru tók hann Gunnar Hermannsson, bassaleikara. Svanfriður lifði i eitt og hálft ár, en þá var Birgi og Sigurði boðið i Change, — og þar með gal Svanfriður upp öndina „Rétt áð- ur en Svanfriður hætti stóð til, að Björgvin Gislason kæmi yfir i hljómsveitina, sem annar gitar- leikari hlióm sveitarinnar og píanóleikari, — og ég er þess fullviss, að þannig skipuð hefði Svanfriður orðið mjög góð hljómsveit,” sagði Pétur. Svanfriði tókst á sinni stuttu ævi að gefa út LP-plötuna, „What’s hidden there”,en á henni er að finna fyrsta keiminn af Pelican-,,sándinu” sem nokkrum árum siðar hóf Peli- can upp til skýjanna. „Nei, plat- an seldist ekki vel”, sagði Pét- ur, þegar við spurðum hann um viðtökur fólks við Svanfriðar- plötunni. „Þegar platan kom út var Svanfriður ein af þremur vinsælustu hljómsveitunum, — en svo gerðum við sjónvarps- þátt'. Og hann likaði misvel er mér óhætt að segja, annað hvort fannst áhorfendum hann brumugóður eða þeir hreinlega þoldu hann ekki og fengu siðan óbeit á hljómsveitinni fyrir vik- ið. Ég tel, að sjónvarpsþáttur- inn hafi átt sinn þátt i þvi, að platan seldist frekar illa.” En hvað gerðist daginn eftir að Svanfríður hætti? Jú, þá var Pelican stofnuð „Við Gunni Hermanns vissum, að Björgvin Gislason hafði á- huga á að koma með okkur i hljómsveit, og einnig fengum við með okkur Ómar Óskarsson og Ásgeir óskarsson, báða úr Ástarkveðju. Þannig var upp- hafið af Pelican,” sagði Pétur. Pétur kvað lagið „The Mexi- can” með hljómsveitinni Baby Ruth raunar hafa komið Pelican á toppinn, en það lag hefði verið mjög vinsælt i flutningi Peli- cans. Sagði Pétur, að það hefðu opnast margar „nýjar leiðir,” þegar Pelican var stofnuð, þvi gitarleikararnir hefðu verið tveir og eins hefði pianóið komið til sögunnar. „Nú, ég nefndi „The Mexican” sem dæmi um lag, sem átti mikinn þátt í vel- gengni okkar.. Auðvitað áttu önnur lög lika þátt i vinsældum okkar. Ég nefni „Lady Rose” sem var mjög vinsælt allan tim- ann meðan ég var i hljómsveit- inni”. — Tveggja laga platan með „Silly Piccadilly” og „Lady Rose” hefur samt ekki selzt vel. — Nei, að visu, en það verður að hafa það ihuga, að þegar hún kom út, var Pelican ekki lengur vinsæl hljómsveit. Þegar við komum heim úr siðustu Banda- rikjaförinni, höfðum við ekkert nýtt að bjóða islenzkum gestum okkar. Við lékum bara gamla prógrammið og islenzkir áheyr- endur létu ekki bjóða sér slikt, —- svo hljómsveitin féll niður á „vinsældarlistanum” og óá- nægja myndaðist milli okkar i hljómsveitinni. — Uppteknir og litla platan með „Jenny Darling” seldust vel, enda gátum við leikið öll lögin á plötunum á dansleikjum, og ég hygg, að það hafi fyrst og fremst verið ástæðan fyrir þvi, hvað þær plötur seldust vel. Eftir tveggja ára samstarf við Björgvin, Ómar, Ásgeir og Jón, — var Pétri Kristjánssyni til- kynnt að hann hafi verið rekinn úr Pelican. Við spyrjum Pétur, hvort það hafi ekki yfirleitt ver- ið gott samstarf og samvinna i Pelican. — Jú, það var mjög gott allan timann, ef frá er dreginn sá timi, eftir að við komum heim úr siðustu ferð okkar til Banda- rikjanna, þ.e.a.s. þann tima, sem okkur fór að ganga illa. Vinsældir hljómsveitarinnar höfðu aukizt jafnt og þétt með hverjum mánuðinum, en þegar vindurinn blés á móti okkur, var eins og allir veigruðu sér við að leysa þau vandkvæði sem þá sköpuðust. Það var ekkert gert til að reyna að leysa þau, — hver og einn faldi sig i eigin byrgi, sem varð til þess, að við urðum allir óánægðir. Af óviðráðanlegum orsökum, er þvi miður ekki hægt að birta sið- ari hluta sögu Rogers McGuinn I þættinum i dag, eins og ráð liafði verið fyrir gert. Siðari hluti sögunnar bíður þvi næsta sunnudags. Ritdeilurnar I Nú-timanum liggja að mestu niðri i dag, en næsta sunnudag birtum við bréf l'rá ónefndum manni, sem hefur tekiö upp hanzkann fyrir hr. Rjóma, — og nú má zepplinski alþýöumaðurinn fara að vara sig!!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.