Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 13. júli 1973. TÍMINN 29 TÍMINN HEIMSÆKIR ÞINGEYRI Texti og myndir: Þorgeir Örlygsson „Ráðskona í sveit — má hafa með sér barn" Guðmundur V. Ragnarsson Hrafnabjörgum. Svalvogavegur út i Lokinhamra er sennilega einn hrikalegasti vegur landsins, þar sem hann liggur utan I Hrafnholunum. Lokinhamradalur heitir dalur- inn við norðanverðan Arnarfjörð. Voru þar áður stórbýli og útróðrarstöð mikil, en nú er að- eins búið á tveimur bæjum i daln- um. Samgöngur við Lokinhamra- dal hafa jafnan verið mjög erfið- ar, enda eingöngu við sjóinn að tefla i þeim efnum, en hann getur oft verið ærið mislyndur út við opið úthafið og litt samvinnuþýð- ur. Sl. sumar var lagður vegur út i Lokinhamradal, Svalvogavegur, og má þvi segja, að þá hafi einangrun dalsins loks verið rof- in. Lokinhamradalur er i Auðkúlu- hreppi i Vestur-ísafjarðarsýslu, en sá hreppur er syðsti hreppur sýslunnar. Hrafnabjörg heitir annar bærinn af þeim tveimur, sem enn er i byggð i Lokinhamra- dal. Bóndinn þar heitir Guðmund- ur V. Ragnarsson. Hann er gam- ansamur i tali og opinskár og læt- ur flest það flakka, sem honum býr i brjósti. — Þú ert fæddur i Lokin- hamradal? — Jú, mikil ósköp, meira að segja i Lokinhömrum, á sama hólnum og nafni minn Hagalin. Ég er reyndar ekki skáld, en nefið á mér er ekki ósvipað nefi Hagalins, ef vel er að gáð. Nánar tiltekið fæddist ég 20. september árið 1930 og undir meyjarmerk- inu. — Þú er þá væntanlega kvænt- ur fyrst þú fæddist undir meyjar- merkinu? — Nei,nei, þaðgetur vel verið, að það sé bara verra að vera fæddur undir þvi. Hins vegar veit ég um nokkra jafnaldra mfna, sem fæddir eru undir sama merki og eru þeir allir miklir kvenna- menn. — Þú myndir kannski vilja nefna okkur einhverja? — Ætli það. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð og þetta er ákaf- lega viðkvæmt mál fyrir við- komandi aðila. — En hverju viltu nú kenna um það, að þú ert enn ókvæntur? — Ætli það sé ekki einangrun- in, fhaður hefur aldrei verið svo vitiborinn að fá sér kaupakonu. Það var svo mikið af kvenfólki heima á þessum árum, systur minar t.d. svo að ég þurfti ekkert á kaupakonu að halda. Einu sinni var ég þó með kaupakonu. — Hún hefur kannski verið óstýrilát? — Það er nú ekki gott að segja, hún var þó lengur en hún ætlaði. En það getur svo margt spilað inn i svona lagað. Það eru ekki allir sem eiga skap saman, þegar við skapstóra er að eiga. — Þið eruð skapstórir i Lokin- hamradalnum? — Nei, hreint ekki, það fer litið fyrir þvi hjá okkur. Við erum mestu ljúfmenni viðureignar. En það getur þotið i skap okkar eins og annarra. — En gengur ykkur illa að lynda saman við kvenfólk? — Það er ég ekkert viss um. Þær geta nú verið skapstirðar þarna af suðurlandinu. — Heidurðu kannski að vestfirzka landslagið eigi illa við þær? — Það getur verið, að það sé einhver pirringur i þeim, þegar þær koma svona til útnesja og geta sig litið hreyft. Þegar Jón Guðjónsson var ráðinn ráðunaut- ur hjá Búnaðarsambandi Vest- fjarða, hafði Halldór Pálsson samband við hann og lagði honum lifsreglurnar. Og það fyrsta, sem Jón átti að gera, var að útvega mér konu. Jón er farinn frá Bún- aðarsambandinu en ekki er konan komin. — En svo að við víkjum taiinu að alvarlegri málefnum. Þið haf- ið verið mjög einangraðir i Lokin- hamradalnum? — Samgöngur hafa verið ákaf- lega erfiðar og höfum við átt allt undir sjónum i þeim efnum, en hann getur eins og allir vita verið ákaflega erfiður viðureignar. Það er margt, sem hingað þarf að flytja, aðallega þó fóðurbætir og áburður. Á seinni árum hefur landhelgisgæzlan oft hlaupið undir bagga varðandi þessa flutn- inga, og vil ég nota tækifærið og þakka þeim alveg sérstaklega fyrir góða hjálp. En sl. sumar gerðist það, að vegarslóð var rudd i Lokin- hamradal, og er sú slóð aðeins jeppafær frá Svalvogum. Er það um 10 km leið og mjög erfitt eftir henni að aka/ óslétt mjög, enda hola við holu alla leiðina, svo að allt ætlar i sundur að hristast. Ég er þó þeirrar skoðunnar að á þessari leið mætti gera mjög góð- an veg, ef sléttað væri yfir það versta og borið ofan i. 011 hliðin milli Svalvoga og Lokinhamra- dals er gróin og þvi ekki mikil hætta á aurskriðum og grjóthruni á þessum vegarslóða eftir vetur- inn. Versti kafli vegarins er i hinum svokölluðu Hrafn^holum, á milli Svalvoga og Keldudals. Fyrir tveimur árum brauzt maður á lít- illi jarðýtu eftir örmjórri slóð utan i Hrafnholunum, sem rétt var fær gangandi manni, en þarna er snarbratt berg beint i sjó fram. Breikkaði jarðýtan þessa gönguslóð, og með smávægileg- um sprengingum tókst að gera leiðina færa jeppum og öðrum mjóum bilum. Litið þarf að gera, til þess aö vegurinn verði vörubilsfær, að- einssprengja á nokkrum stöðum i bergið, en það er einmitt þar, sem hnifurinn stendur 1 kúnni. Vega- gerðin hefur alltaf haft horn i siðu vegarins, vegna þess að hug- myndin hjá þeim var að fara allt aðra leið, sem að minu mati hefði sizt verið betri og án efa kostað mun meiri sprengingar. Og ég hef meira að segja heyrt, að vega- gerðarmenn láti enn þau orð falla að fara þá leið, sprengja út og niður i fjöru. Ég tel það fráleitt, þvi að sá vegur yrði sizt hættu- minni fyrir hruni úr fjallinu. Fjárveitingar til þessa vegar- kafla hafa svo sem ekki verið miklar, þvi að til framkvæmd- anna hefur verið veitt einni milljón króna. Það verður allt annað viðhorf að búa i Lokinhamradal, ef veg- urinn verður gerður vörubilsfær. Vegurinn að Svalvogum er þjóð- vegur, en vegurinn þaðan og að Hrafnabjörgum sýsluvegur. Nú hafa þingmenn Vestfjarða lagt það til, að sá hluti leiðarinnar verði lika gerður að þjóðvegi, en það fær ekki fullnaðarafgreiðslu, fyrr en yfirmaður vegagerðar- innar á Vestfjörðum hefur samþykkt það. Vegurinn væri ekki kominn nema i Svalvoga, hefði Auðkúluhreppur ekki tekið lán úr Byggðasjóði að upphæð einni milljón krona. Sá hluti leiðarinnar er þvi algjörlega lagður af Auðkúluhreppi. Ég vonast fastlega til, að hann verði gerður vörubilsfær á þessu sumri, og tel ég það vel til fallið að fela það verk manninum, sem ruddi slóðina um Hrafnholurnar, Elis Kjaran Friðfinnssyni. — Þú myndir kannski vilja segja okkur af félagslifi i Auðkúluhreppi? — Það er skemmst frá þvi að segja, að félagslif er ekkert enda bæirnir fáir, dreifðir og einangr- aðir oftast langtimunum saman, eins og Auðkúluhreppur i heild frá öörum hreppum yfir vetur- inn. Sauðfjárbúskapur er það bú- skaparform, sem bændur hrepps- ins stunda, enda telst hér vera gott sauðfjárbeitiland, fé vænt og frjósemi allgóð, undantekning þó, þar sem ekkert er hugsað nema um höfðatöluna, og er þó oft litill arður eftir hverja kind. Erfitt er að fá viðkomandi bændur til þess að skipta um skoðun i þessum efnum. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að miklum stórfram- kvæmdum við stækkun Mjólkár- virkjunar, og hafa nokkrir þeirra, sem þar vinna, tekið sér lög- heimili i Auðkúluhreppi. Er það mjög gott fyrir sveitarfélagið, þvi að þetta eru tekjuháir menn. — Þú býrð ekki alveg einn, þótt ókvæntur sért? — Nei, ég bý félagsbúi með systur minni, ennfremur er dóttir hennar farin að búa á 1/2 Lokin- hömrum. Ræktun i Hrafnabjörg- um er litil og erfið, steinn við stein á þeim litlu skikum, sem reynt hefur verið að slétta. Það eru fleiri hektarar, sem við höf- Um orðið að slá með orfi en i fyrra haust var það rifið niður með jarðýtu og herfi, og voru þá liðin 15 ár frá þvi, að þess háttar tæki kom siðast i dalinn, en þá var hún flutt á ferju. Vegna þessara framkvæmda verður litið um hey i sumar i Hrafnabjörgum. Bændurnir i Lokinhamradal yrðu sennilega efstir á blaði hjá Jónasi þessum Visritstjóra, ef hann kæmist til þess að skera bændur eitthvað niður eins og hugur hans virðist nú mjög standa til. Þessi skrif hans um landbúnað eru furöuleg, og varla hefur liðið svo vika siðan i fyrra haust, aö sama tuggan úr Jónasi þessum hafi ekki verið lesin i for- ystugreinum blaðsins á morgn- ana. Þessi sifellda endurtekning um það, að bændurnir séu drag- bitur á þjóðarbúskapnum, minnir helzt á það, þegar barn biður í sifellu um það sama. Ég er mjög óánægður með frammistöðu Timans og Morgunblaðsins vegna þessara skrifa, og finnst mér þau alls ekki hafa staðið sig nógu vel i að svara þessum stöðugu árásum á bændastéttina. MENNINGARNEYZLA í SJÁVARÞORPI Guðmunda og Gunnar. — litið inn hjá Gunnari og Guðmundu á Hofi Þó að þau séu bæði komin til hárrar elli geisla þau af lifsgleði og kátinu. Það verður ekki merkt, að þeim leiðist i ellinni. Þau heilsa mér með hlýju og þéttu handtaki, taka þéttingsfast ihönd mér^og halda henni lengi, en þó hef eg aldrei séð þau fyrr. Viðmót þeirra er allt svo falslaust og inni- legt, minnir mig einna helzt á bamslegt sakleysi og einlægni. Ég sit i sófanum inni i litilli og vistlegri stofunni hjá þeim sæmdarhjónum Gunnari Guð- mundssyni og Guðmundu Jónu Jónsdóttur á Þingeyri. Hús þeirra heitir Hof, nefnt eftir Ilofi i Kirkjubólsdal, en þar bjuggu þau lengst af sinnar búskaparævi eða allt til ársins 1958, er þau brugðu Ein af myndum Gunnars. búi og fluttu til Þingeyrar við Dýrafjörð. Er til Þingeyrar kom, hófu þau störf I frystihúsi Kaupfélags Dýr- firðinga. Guðmunda vann þar til ársins 1967, er hún varð að láta af störfum sakir heilsubrests, en Gunnar vann fullan vinnudag i frystihúsinu allt til ársins 1973. 1 stað þess að setjast algjörlega i helgan stein að lokinni langri og strangri starfsævi og hvila lúin bein, fór hann að mála málverk, Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.