Fréttablaðið - 12.03.2005, Side 8

Fréttablaðið - 12.03.2005, Side 8
1Hvað heitir nýr þjálfari spænskahandboltaliðsins Ciudad Real? 2Eftir hvern er leikritið Draumleikursem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi? 3Hvar eiga flest umferðarslys á Akur-eyri sér stað? SVÖRIN ERU Á BLS. 58 VEISTU SVARIÐ? 8 12. mars 2005 LAUGARDAGUR Framkvæmdir í Hafnarfirði valda skemmdum: Sprengingum hætt í bili FRAMKVÆMDIR Öllum sprenging- um hefur verið hætt við hafnar- bakkann í Hafnarfirði segir Pétur Vilberg Guðnason, verk- fræðingur hjá Strendingi, sem hefur eftirlit með niðurrifi húsa sem þar eru og öðrum fram- kvæmdum. Íbúi í nágrenninu hefur kvartað undan því að sprengingarnar valdi skemmd- um á húsnæði hans. Pétur Vilberg segir að sprengt hafi verið svo fjarri byggð að við venjulegar aðstæður ættu sprengingarnar ekki að valda skaða. Nú sé rannsakað hvað hafi farið úrskeiðis og hafi spreng- ingum því verið hætt í bili. Örn Arnarson, sem býr á Vest- urgötunni, segir að hús sitt hafi allt hristst við sprengingu í fyrradag. „Parkettið gekk til, sprunga kom í rúðu og allt hrundi úr hillum. Við vorum heppin að verða ekki fyrir hlut- unum sem flugu um,“ sagði Örn. Einnig komu sprungur við burð- arbita niðri í kjallara. Örn segist hafa heyrt tvö flaut áður en sprengt var og finnst hann eiga skilið að fá meiri fyrirvara en það. - jse Lög brotin á heilabiluðum Lög um að sérstök aðstaða skuli vera á öldrunar- stofnunum fyrir aldraða með heilabilunareinkenni eru virt að vettugi. HEILBRIGÐISMÁL „Ég er með í undir- búningi að skipa starfshóp til að fara yfir málefni þessa hóps sér- staklega,“ segir Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, vegna nýrrar skýrslu þar sem fram kemur að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra með heilabilun. Skýrt stendur í lögum að slíkir sjúklingar skuli njóta sérstakrar aðstöðu á öldrunar- stofnunum en raunin er önnur. Í nýútkominni skýrslu eftir Hönnu Láru Steinsson, félagsráð- gjafa á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi, kemur fram að lög séu þverbrotin gagnvart þeim ein- staklingum sem þjást af heilabil- un. Skýrt sé tekið fram í 14. grein í lögum um málefni aldraðra að slíkir einstaklingar skuli hafa sér- staka aðstöðu en reyndin sé að slíkt sé fátítt. Lausleg könnun Fréttablaðsins á tíu hjúkrunar- heimilum víða um landið staðfest- ir þetta og í tveimur tilvikum var slíkum sjúklingum komið fyrir á sjúkrahúsi. Víðast verða heilabil- aðir að dvelja ásamt öðrum á almennum deildum. Dæmi eru einnig um að lög þessi séu virt að vettugi þegar kemur að hönnun og byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðstöðu þessa fólks við byggingu nýs heimilis á Selfossi og ekki var heldur tekið tillit til þess þegar Vífilsstöðum var breytt í hjúkrun- arheimili fyrir aldraða. Engu að síður gera áætlanir ráð fyrir að sjúklingum með heilabilun fjölgi um helming og verði tæplega sex þúsund talsins á næstu tuttugu árum. Heilbrigðisráðherra segir að þjónusta við heilabilaða hafi aukist undanfarin ár en viður- kennir að betur megi ef duga skal. „Auðvitað skiptir máli hvernig þjónustu þetta fólk fær og ég tel að það fái hana á þeim stöðum þar sem það er en stefnan er að sjálf- sögðu að allir fái þá þjónustu sem lögbundin er. Líta verður þó á að sums staðar eru fáir sjúklingar og annars staðar talsverður fjöldi og haga verður seglum að einhverju leyti eftir vindi hvað það varðar.“ albert@frettabladid.is Héraðsdómur Reykjavíkur: Landsvirkjun sýkn af kröfum DÓMSMÁL Landsvirkjun var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur af kröfum landeigenda Reykjahlíðar í Mývatnssveit en krafist var skaðabóta vegna töku Landsvirkjunar á jarðefni og köldu vatni úr landi Reykjahlíðar. Var krafan byggð á samkomu- lagi sem gert var við ríkið 1971 um jarðhitaréttindi gegn því að landeigendur á svæðinu fengju ákveðið magn af heitu vatni í stað- inn. Þótti dóminum sýnt að ekki væri sannað að taka jarðefnanna bryti í bága við samkomulagið sem gert var og Landsvirkjun sýknuð af öllum kröfum. - aöe CLINTON HRESSARI Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var að sögn eiginkonu hans hinn hressasti á sjúkrahúsi í New York í gær eftir skurð- aðgerð þar sem fjarlægja þurfti dauðan vef og vökva úr vinstra lunga, hliðarverkanir af hjarta- aðgerðinni sem hann gekkst undir fyrir hálfu ári. DÓMARI MYRTUR Dómari í rétt- arhaldi vegna nauðgunarmáls í Atlanta í Bandaríkjunum var skotinn til bana í dómhúsinu í gær. Þrír aðrir hlutu skotsár í árásinni, þar af tveir banvæn. Árásarmaðurinn, sem var hinn ákærði í nauðgunarmálinu, komst undan. Á Flughóteli í Keflavík er gó› a›sta›a til fundar- og veisluhalda auk fless sem hóteli› er mjög gó›ur kostur fyrir flá sem eru í leit a› afflreyingu og endurnæringu. Veri› velkomin! Sími: 421 5222 www.icehotels.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 5 2 4 7 Nordica • Loftlei›ir • Flughótel • Flú›ir • Rangá • Klaustur • Héra› 52 KM TIL REYKJAVÍKUR SAUNA OG HEITUR POTTUR SALIR TIL FUNDAR- OG VEISLUHALDA UPPHITU‹ BÍLAGEYMSLA FYRSTA FLOKKS VEITINGAR FLUGHÓTEL fiEGAR HALDA Á GÓ‹AN FUND Umsókn Fischers: Enn í allsherjarnefnd FISCHER Umsókn Bobbys Fischer um íslenskan ríkisborgararétt er enn á borði allsherjarnefndar. Bjarni Benediktsson, formaður nefndar- innar, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um umsókn Fischers. Á sínum tíma hafi verið ákveðið að taka málið ekki til endanlegrar af- greiðslu heldur láta reyna á hvort útgáfa vegabréfs nægði. Ekki sé ljóst hvort umsókn hans verði tekin til skoðunar með öðrum ríkisborg- araumsóknum í vor eða hvort hún verði tekin sérstaklega fyrir. - sg ÖRN ARNARSON Örn er mjög ósáttur við það hvernig staðið hefur verið að sprengingum á hafnarbakkanum. ÍSLENSKA SENDINEFNDIN Hefur ekki haft erindi sem erfiði í baráttu sinni til að frelsa Bobby Fischer. VÍÐA POTTUR BROTINN Það aldraða fólk sem þjáist af heilabilun fær víðast hvar ekki þá aðstöðu á heimilum og stofnunum sem kveðið er á um í lögum. Á elliheimilinu Grund er þó sérstök deild fyrir heilabilaða en þeir þurfa til að mynda mun meiri gæslu en aðrir vistmenn. ■ NORÐUR-AMERÍKA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.