Fréttablaðið - 12.03.2005, Side 22
AFS skiptinemasamtökin á Ís-
landi halda sinn 48. landsfund
sinn í dag og meðal gesta er
Edwin Masback, einn af stofn-
endum samtakanna.
Alþjóðlegu AFS skiptinema-
samtökin voru stofnuð árið 1947
af bandarískum sjálfboðaliðum
sem óku sjúkrabílum á vígvöllum
Evrópu í fyrri og seinni heim-
styrjöld. Að seinni heimsstyrjöld
lokinni seldi sjálfboðaliðasveitin
sjúkrabílana og notaði fjármun-
ina til að hefja nemendaskipti
með það að marki að efla vináttu
á milli Evrópu og Bandaríkjanna.
„Í stríðinu kynntumst ég svo
mörgu fólki af ólíku þjóðerni og
það var virkilega holl lífs-
reynsla,“ segir Masback. „En við
sáum líka dæmi um mismunun. Í
breska hernum til dæmis var
komið misjafnlega fram við her-
menn eftir þjóðerni þeirra;
indverskur hermaður komst ekki
jafn hátt í metorðastiganum og
enskur hermaður. Þetta angraði
marga okkar og við vildum draga
úr fordómum og stuðla að jafn-
rétti og töldum okkur geta það
með alþjóðlegum skiptinemasam-
tökum.“
AFS samtökin hafa síðan
dreift enn meira úr sér, starfa í
55 löndum í öllum heimsálfum og
um tíu þúsund ungmenni fara á
þeirra vegum og dvelja í öðru
landi í lengri eða skemmri tíma.
Masback hefur sjálfur tekið á
móti sex skiptinemum og segir
það afar gefandi. Þrátt fyrir að
vera 88 ára gamall er Masback
enn mjög virkur í starfi AFS og
ferðast um allan heim til að sitja
málþing á borð við það sem er hér
á morgun. „Ég hef verið beðinn
um að halda ræðu um frið, sem er
áhugavert umfjöllunarefni. Ég
hef ekki ákveðið hvaða útgangs-
punkt ég vel; ég skrifa ræðurnar
aldrei með miklum fyrirvara.“
Þetta er í fyrsta skipti sem
Masback heimsækir Ísland en
hann er vel að sér um land og
þjóð. „Mér þykir mikið til þess
koma hversu hátt menntunarstig
er á Íslandi og þið eruð sannköll-
uð fyrirmynd annarra landa í
þeim efnum,“ segir hann.
Landsfundur AFS er haldinn á
Kornhlöðunni á veitingastaðnum
Lækjarbrekku og hefst klukkan
13. Að honum loknum, klukkan
14.30, hefst málþingið, sem ber
yfirskriftina Er friður bara hug-
tak? Fundurinn og málþingið eru
öllum opin. ■
22 12. mars 2005 LAUGARDAGUR
JACK KEROUAC (1922-1969)
fæddist þennan dag.
TÍMAMÓT: STOFNANDI AFS Á ÍSLANDI
Vildi stuðla að jafnrétti
og friði í heiminum
„Mínir helstu vankantar stafa ekki af
ástríðu minni, heldur vanmætti mínum til
að hafa stjórn á henni.“
Miklar tröllasögur ganga um eiturlyfjaneyslu bandaríska rithöfund-
arins Jacks Kerouac, en sumir draga þó í efa að hægt sé að skrifa
úthugsuðar bókmenntir á borð við Á vegum úti í einum rykk í himin-
hárri amfetamínvímu.
timamot@frettabladid.is
EDWIN MASBACK Þrátt fyrir að vera orðinn 88 ára gamall er Masback mjög virkur í
starfi AFS og sækir mörg málþing um allan heim.
Þennan dag árið 1969 gengu bítill-
inn Paul McCartney og ljósmyndar-
inn Linda Eastman í hjónaband í
borgaralegri athöfn í London í
Englandi.
Fleiri hundruð manns söfnuðust
saman fyrir utan skráningarskrifstof-
una í Marylebone til að berja parið
augum þegar þau komu, ásamt
Heather, sex ára gamalli dóttur Lindu
Eastman frá fyrra hjónabandi.
Á annan tug lögreglumanna voru á
svæðinu til að verja parið fyrir áhuga-
sömum ungdómi, en sumir hverjir
þóttu taka ansi nærri sér að síðasti
piparsveinninn í hópi Bítlanna væri
nú á leið í hjónabandssæluna.
Paul og Linda McCartney voru gift í
29 ár og þóttu dæmi um eitt best
heppnaða hjónabandið meðal fræga
fólksins. Saman eignuðust þau þrjú
börn; Stellu, Maríu og James.
Ári eftir að þau Paul og Linda voru
gefin saman lögðu Bítlarnir upp
laupana og Linda gekk í nýja hljóm-
sveit bónda síns að nafni Wings.
Linda var vel þekkt sem græn-
metisæta og baráttukona fyrir rétt-
indum og velferð dýra og átti sjálf
töluverðrar velgengni að fagna með
fyrirtækjarekstur. Hún þénaði milljón-
ir á línu grænmetisrétta sem boðið
hefur verið upp á síðan árið 1990.
Linda McCartney dó úr brjósta-
krabbameini árið 1998 á búgarði
McCartney hjónanna í Tucson í
Arizona í Bandaríkjunum.
Paul McCartney giftist svo fyrrverandi
fyrirsætu að nafni Heather Mills árið
2002 og á með henni dóttur sem
kom í heiminn í október árið 2003.
12. MARS 1969
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1799 Austurríki lýsir Frökkum
stríð á hendur.
1916 Alþýðusamband Íslands, ASÍ,
stofnað og þar með Alþýðu-
flokkurinn. Fyrsti formaður
var Ottó N. Þorláksson.
1930 Indverski stjórnmálaleið-
toginn Mohandas K.
Gandhi hefur 322 kíló-
metra langa göngu til að
mótmæla saltskatti Breta.
1965 Hljómar frá Keflavík senda
frá sér fyrstu íslensku bítla-
plötuna.
1977 Fyrsta leikna íslenska kvik-
myndin í fullri lengd, Morð-
saga eftir Reyni Oddsson,
frumsýnd.
1981 Úrskurður Hæstaréttar í
Kötlufellsmálinu; blaða-
menn þurfa ekki að upp-
lýsa rannsóknarlögreglu
um heimildarmenn.
Paul McCartney giftist Lindu Eastman
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
Hansína Þorkelsdóttir
frá Siglufirði, Freyjugötu 39, Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. mars.
Unnur Einarsdóttir Rafn Baldursson
Guðrún Einarsdóttir Hjörtur Páll Kristjánsson
Þorkell Einarsson Rut Marsibil Héðinsdóttir
Gerður Einarsdóttir Þorsteinn Sveinbjörnsson
Ólafur Hjalti Einarsson Sólveig Victorsdóttir
Sveinn Ingvar Einarsson Karin Margareta Johansson
Pálmi Einarsson
Jóhanna Einarsdóttir Gísli Guðmundsson
Ari Einarsson Berglind Jónsdóttir
Snorri Páll Einarsson Elín Lára Jónsdóttir
Unnur Helga Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar
ástkæra
Kristins Hólm Vigfússonar
Ránargötu 23, Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra umönnun í veikindum hans.
Anna Rósantsdóttir, Lára Björk Kristinsdóttir, Halldór Árnason,
Bragi Hlíðar Kristinsson, Fríða Pétursdóttir, afabörn og langafabarn.
11.00 Seselía Ólafsdóttir, Skagfirðinga-
braut 39, verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju.
13.30 Guðmundur Kjartan Runólfsson,
bóndi í Ölvisholti, Hraungerðis-
hreppi, verður jarðsunginn frá
Hraungerðiskirkju.
14.00 Árni Jens Valgarðsson verður
jarðsunginn frá Raufarhafnar-
kirkju.
14.00 Guðmunda F. Jónasdóttir, Stykk-
ishólmi, verður jarðsungin frá
Stykkishólmskirkju.
14.00 Guðrún Júlía Elíasdóttir, Aðal-
steini, Stokkseyri, verður jarðsung-
in frá Stokkseyrarkirkju.
14.00 Júlíus Helgi Guðmundsson, frá
Garðhúsum, Garði, Smáraflöt,
Garði, verður jarðsunginn frá
Útskálakirkju.
14.00 Sigrún Elísabet Ásgeirsdóttir,
Höfðavegi 7b, Húsavík, verður
jarðsungin frá Húsavíkurkirkju.
14.00 Þórhallur Björgvinsson, frá Þor-
gerðarstöðum í Fljótsdal, Útgarði
6, Egilsstöðum, verður jarðsung-
inn frá Egilsstaðakirkju.
Aðalheiður Kristjánsdóttir, Hamraborg
18, Kópavogi, lést fimmtudaginn 3.
mars.
Ólafur Sverrisson, fyrrverandi kaup-
félagsstjóri í Borgarnesi og á Blönduósi,
hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, lést
þriðjudaginn 8. mars.
Ingiríður Jónasdóttir Blöndal, Stóra-
gerði 38, Reykjavík, lést þriðjudaginn 8.
mars.
Hansína Þorkelsdóttir, frá Siglufirði,
Freyjugötu 39, Reykjavík, lést miðviku-
daginn 9. mars.
Kjartan Ingimarsson, Rauðalæk 2,
Reykjavík, lést miðvikudaginn 9. mars.
ANDLÁT
JARÐARFARIR
Karólína Lárusdóttir mynd-
listarkona er 61 árs í dag.
Jóhann Sigmarsson kvik-
myndaleikstjóri er 36 ára
í dag.
Marta Nordal leikkona er
35 ára í dag.
Ólafur Gottskálksson fót-
boltamaður er 37 ára í
dag.
Páll Magnússon, aðstoð-
armaður iðnaðarráðherra,
er 34 ára í dag.
Sveinbjörg Þórhallsdóttir
dansari er 33 ára í dag.
Anna Margrét Hraundal tónlistarkona er
28 ára í dag.
AFMÆLI
Í dag fagnar landsnefnd UNICEF
á Íslandi eins árs afmæli sínu, en
UNICEF er Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna. Af því tilefni verð-
ur slegið upp barnaafmæli í Mið-
stöð Sameinuðu þjóðanna að
Skaftahlíð 24 milli klukkan þrjú
og fjögur í dag. Boðið verður upp
á barnaafmælisköku, djús og
blöðrudýr frá dýpstu frumskóg-
um Afríku. Einnig mun barnakór
Ísaksskóla syngja afmælissöng-
inn og fleiri góð lög.
„UNICEF Ísland vill bjóða alla
þá sem stutt hafa við bakið á
landsnefndinni á þessu fyrsta
starfsári velkomna, þ.e.a.s.
styrktaraðilum, heimsforeldrum,
fjölmiðlum og vinum. Börn eru
sérstaklega boðin velkomin,“
segir í tilkynningu Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna.
Í afmælisveislunni kynnir
UNICEF Ísland nýjan bækling um
Barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna sem dreift verður til allra 6.
og 7. bekkinga á landinu næstu
daga í samstarfi við Námsgagna-
stofnun. Bæklingurinn er sagður
gerður að norskri fyrirmynd og
ætlað að fræða börn og ungmenni
um réttindi sín og skyldur.
Landsnefnd fyrir UNICEF á Ís-
landi er sjálfseignarstofnun og
miðar að því að kynna UNICEF og
Barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna og styrkja hin margþættu
verkefni UNICEF með fjáröflun.
UNICEF var stofnað árið 1946 og
er einn stærsti og virtasti sjóður
innan Sameinuðu þjóðanna. Í dag
starfa um 7 þúsund manns í um
160 löndum á vegum UNICEF. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
VEFUR UNICEF Á ÍSLANDI Á slóðinni
www.unicef.is er að finna vef UNICEF á Ís-
landi, en í dag fagnar landsnefndin hér ár-
safmæli sínu.
Unicef á Íslandi eins árs