Fréttablaðið - 12.03.2005, Síða 28
D
an Rather hætti sem
aðalfréttaþulur CBS-
sjónvarpsstöðvarinnar
eftir 24 ára starf síð-
asta miðvikudag, að sumra mati
á lágpunkti ferils síns. Kvöld-
fréttir CBS höfðu dregist aftur
úr kvöldfréttum ABC og NBC í
áhorfi og alvarleg mistök starfs-
manna CBS við gerð fréttar í
miðri kosningabaráttunni
síðasta haust um meinta forrétt-
indameðferð George W. Bush í
Þjóðvarðliðinu fyrir rúmum
þremur áratugum ollu Rather
miklum álitshnekki.
Rather lét af starfi aðal-
fréttaþular 24 árum upp á dag
eftir að hann tók við af Walter
Cronkite, sem nýtur hvað mestr-
ar virðingar bandarískra frétta-
manna fyrr og síðar. Þar með
lauk lengsta samfellda starfs-
ferli nokkurs aðalfréttaþular
stóru sjónvarpsstöðvanna.
Rather, Peter Jennings á ABC
og Tom Brokaw sem hætti fyrir
skömmu sem aðalfréttaþulur
NBC voru andlit fréttastofa
sinna um tveggja áratuga skeið,
risarnir í bandarískum sjón-
varpsfréttum sem stundum
voru kallaðir rödd guðs. Jenn-
ings er einn eftir og óvíst hvað
verður á CBS þar sem talað er
um að tveir eða fleiri fréttaþulir
segi fréttirnar í framtíðinni.
Tími aðalfréttaþulanna kann því
fljótt að vera á enda.
Gifturíkur ferill
Rather á að baki hálfrar aldar
feril sem hefur um margt verið
gifturíkur. Hann varð fyrstur til
að segja frá því að John F. Kenn-
edy Bandaríkjaforseti væri lát-
inn, flutti fréttir af réttindabar-
áttu þeldökkra í suðurríkjum
Bandaríkjanna, fjallaði um
Watergate og Víetnam auk þess
að læðast inn í Afganistan í dul-
argervi eftir innrás Sovét-
manna.
Síðar, eftir að Rather varð
aðalfréttaþulur CBS tók hann
mörg viðtöl sem vöktu athygli.
Þannig varð hann til að mynda
fyrstur manna til að fá viðtal við
Saddam Hussein eftir innrás
Íraka í Kúvæt. Hann var líka
þekktur fyrir að eiga það til að
skipta skapi ef honum þótti sér
eða fréttastofu sinni misboðið.
Þegar yfirmenn CBS ákváðu að
sýna frá tennisleik sem fór í
framlengingu í stað þess að
byrja fréttir á réttum tíma
reiddist hann svo mjög að hann
gekk út úr fréttaverinu og
neitaði að flytja fréttir það
kvöldið.
Í fyrra flutti Rather fréttina
þar sem fyrstu myndirnar birt-
ust af pyntingum fanga í Abu
Ghraib. Hann flutti líka fréttina
þar sem stuðst var við skjöl sem
áttu að sýna fram á að Bush
Bandaríkjaforseti hefði notið
forréttinda í Þjóðvarðliðinu, en
síðar kom í ljós að skjölin væru
að öllum líkindum fölsuð.
Eitur í beinum repúblikana
Repúblikanar töldu fréttina um
Bush staðfesta grun sinn: að
Rather væri andvígur
repúblikönum og þótti þeim
fréttaflutningur hans til marks
um þetta. Þar vísuðu menn til
samskipta Rather og tveggja
fyrrum forseta. Hann þótti að-
gangsharður í spurningum sín-
um gagnvart Richard Nixon
þegar Watergate-hneykslið var í
hámæli og þegar hann tók viðtal
við George Bush eldri árið 1988
reitti hann varaforsetann þáver-
andi til reiði.
Fyrra atvikið fór sérstaklega
fyrir brjóstið á repúblikönum.
Þá spurði Rather aðgangs-
harðrar spurningar þannig að
þeir sem heyrðu ýmist klöppuðu
eða bauluðu á Rather. Nixon
spurði Rather á móti: „Are you
running for something?“ eða
„Ert þú í framboði til einhvers?“
Rather svaraði á móti: „No, are
you?“ sem var túlkað, í ljósi
þess að Nixon gat ekki boðið sig
fram aftur, að Rather væri að
spyrja forsetann hvort hann
væri að hlaupa í felur.
Þessu til viðbótar nefna
repúblikanar að Rather hafi
komið upp um sig þegar hann
var viðstaddur fjáröflunarsam-
komu demókrata sem dóttir
hans skipulagði.
Forverinn ósáttur
Það voru ekki aðeins
repúblikanar sem gagnrýndu
Rather. Walter Cronkite, maður-
inn sem Rather tók við af fyrir
24 árum, var harðorður um
eftirmann sinn í viðtali á CNN
fyrir skömmu. Cronkite sagði
það hafa verið tilfinningu sína,
og fleiri einstaklinga sem tengd-
ust CBS, að Rather væri að leika
hlutverk frekar en einfaldlega
að segja fréttirnar.
Cronkite furðaði sig einnig á
því að stjórnendur CBS hefðu
haft Rather jafn lengi við
stjórnvölinn og raun ber vitni
þrátt fyrir að fréttatíminn hefði
tapað áhorfi og dregist aftur úr
hinum stóru stöðvunum, ABC og
NBC.
Svarar fyrir sig
Dan Rather svaraði hluta gagn-
rýninnar sem hann hefur sætt, í
þætti um feril hans sem sendur
var út daginn sem hann hætti.
„Ein aðferð til að dæma frétta-
mann er hversu oft og hversu
vel hann stendur keikur gegn
þeim sem reyna að hræða hann.
Sýnið virðingu, verið kurteis en
spyrjið spurninganna. Spurðu
fjandans spurningarinnar!
Hvers konar fréttamaður er það
sem spyr ekki og krefst svars?“
Þessi orð hans eru í beinu
framhaldi orða sem hann lét
falla í þætti David Letterman.
Þar sagðist hann óttast að of
margir fréttamenn hefðu ekki
kjark til að vera aðgangsharðir
við ráðamenn af ótta við að vera
sviptir aðgangi að þeim.
Þá hafði hann lokið við að
lýsa því hvernig öryggisvörður
á flokksþingi demókrata 1968
barði hann fyrir að spyrja hvers
vegna verið væri að draga þing-
fulltrúa á brott.
Langlífir aðalfréttaþulir
Athygli vekur að þeir Rather,
Jennings og Brokaw eiga allir
að baki meira en tvo áratugi
sem aðalfréttaþulir. Þetta telja
ýmsir of langan tíma.
Joan Walsh, ritstjóri
vefritsins Salon, fjallaði um
brotthvarf Rather á dögunum.
Hún vék að gagnrýninni sem
dundi á Rather vegna mis-
takanna við vinnslu fréttarinnar
um meint forréttindi Bush. Hún
sagði þau mistök kunna að hafa
flýtt fyrir brottför Rather en að
þau væru ekki ástæðan fyrir
henni.
„Dan Rather er að hætta
vegna þess að hann er 73 ára,“
segir hún. „Hann hættir ári
seinna en hann vildi en senni-
lega fimm árum síðar en hann
hefði átt að gera.“ Hún vísar til
þess að áhorf á fréttir CBS hafi
farið minnkandi um langt skeið
og að þær fari sérstaklega
halloka meðal yngri áhorfenda.
„Aðeins átta eða níu prósent
þess mikilvæga aldurshóps milli
átján og 34 ára fylgist með
fréttum stóru stöðvanna. Þetta
er andlát fjölmiðils.“
Það er í þessu umhverfi sem
stjórnendur CBS ákveða næstu
skref. Þeir hafa boðað breyt-
ingar en nokkur tími líður áður
en þær koma í ljós. ■
28 12. mars 2005 LAUGARDAGUR
EFTIR SÍÐUSTU ÚTSENDINGUNA Dan Rather stýrði fréttatíma CBS í síðasta sinn síðasta miðvikudagskvöld. Þá hafði hann gegnt starfi
aðalfréttaþular í 24 ár upp á dag.
1950 1960 1970 1980 1990
HÆTTUR SEM AÐALFRÉTTALESARI CBS
1950 Byrjaði
starfsferil sinn
sem blaðamað-
ur fyrir AP-frétta-
þjónustuna í
Huntsville, Texas
1954 Ráðinn
fréttamaður
og yfirmaður
á KTRH-út-
varpsstöðinni
1960 Yfirmað-
ur fréttadeildar
fyrir KHOU-TV,
sjónvarpsstöð
í Houston,
Texas
1963
Fréttastjóri
suðurríkja-
deildar
CBS
1972 Fjallaði
um Water-
gate-hneykslið
fyrir CBS-
fréttastofuna
1976 Frétta-
maður og
einn ritstjóra
þáttarins 60
Minutes
1983 Vann tvenn
Emmy-verðlaun fyr-
ir fréttaflutning sinn
af sprengjuárásum
á bandarískar her-
búðir í Beirút
1988-2002
Aðalfrétta-
þulur þáttarins
48 Hours
1981 Tók við af
Walter Cronkite
sem aðalfrétta-
þulur og frétta-
stjóri CBS
1965 Flutti fréttir
af Víetnamstríð-
inu sem
yfirmaður frétta-
stofu CBS
í Saigon
1963 Ann-
aðist frétta-
flutning af
morðinu á
John F.
Kennedy
1962 Varð yfir-
maður fréttadeild-
ar CBS-sjónvarps-
stöðvarinnar í
suðvesturríkjunum
Dan Rather lét af störfum sem aðalfréttalesari CBS á miðvikudag, 73 ára að aldri, nákvæmlega 24
árum eftir að hann tók við starfinu af Walter Cronkite.
Líf í fréttum
1966 Frétta-
maður í
Hvíta húsinu
Heimild: CBS
G
R
AF
ÍK
A
P
Ein radda
guðs horfin
á braut
Einn risanna þriggja í bandarískum sjónvarps-
fréttum síðustu tvo áratugi lét af starfi í vikunni.
Dan Rather var aðalfréttaþulur CBS í 24 ár og
þar með einn þriggja manna sem sögðu milljónum
Bandaríkjamanna fréttirnar á hverju kvöldi.
Hann hætti í skugga mistaka og ásakana um að
láta stjórnmál lita fréttaflutning sinn. Brynjólfur
Þór Guðmundsson lítur á hvað gerðist.
HVERS
VEGNA
SJÓNVARP?
„Yfirmönnum mínum varð fljótlega
ljóst að framtíð mín væri ekki í
prentmiðlum. Það tók þá svo langan
tíma að leiðrétta stafsetningarvill-
urnar mínar að búið var að prenta
nokkur upplög áður en fréttirnar
mínar komust í blaðið.
Ég var ekki bara lélegur í stafsetn-
ingu, ég var frumlegur. Ég gat fundið
sextán nýjar leiðir til að stafa „kött-
ur“. Ég gat stafað „Alabama“ án
þess að nota sérhljóða.
Að lokum tók vingjarnlegur frétta-
stjóri mig afsíðis og um leið og
hann rak mig mjög vingjarnlega
benti hann mér eitt orð sem ég yrði
ekki í vandræðum með að stafa:
CBS.“
Dan Rather um reynslu sína sem
blaðamaður á Houston Chronicle.
Deadlines & Datelines, síða xiii.