Fréttablaðið - 12.03.2005, Síða 43

Fréttablaðið - 12.03.2005, Síða 43
LAUGARDAGUR 12. mars 2005 Hugurinn reikar norður í Skagafjörð. Áhrifavaldurinn er kona að nafni Guðrún Sighvatsdóttir, gift föður- bróður mínum. Ég bjó hjá þeim ágætu hjónum í fjög- ur ár þegar ég var við nám í Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki. Guðrún er skrifstofustjóri hjá Fisk Seafood, sem áður hét Fiskiðjan Skagfirðingur, og er eitt af dótturfélögum Kaupfélags Skagfirðinga. Hún var um árabil í stjórn kaupfélagsins og stjórn Framsóknarfélags Skaga- fjarðar, auk fleiri félags- starfa. Guðrún, eða Gurra eins og ég kalla hana, hafði að miklu leyti þau áhrif á mig að ég hóf afskipti af stjórn- málum sem ungur maður, enda framsóknar- og samvinnu- kona af Guðs náð. Því voru mikil forréttindi að fá tækifæri til að umgangast Gurru, og þau hjónin, þann tíma sem ég bjó á Króknum. Gurra er með eindæmum jarð- bundin, úrræðagóð og hógvær, og því erfitt í mínu tilfelli að líkjast henni að því leyt- inu til, sem er miður. Þessa kosti met ég mik- ils. Gurra ýtti mjög undir að ég færi út í pólitík, enda stjórnmál mikið rædd á heimilinu og hún oftar en ekki ein af kjölfestunum í Framsóknarfélaginu á staðnum. Með okkur tókst vinátta, við höfum verið náin upp frá því og samskiptin eru mikil enn þann dag í dag. Hún hefur því haft mót- andi áhrif á mig. Þessi kynni urðu meðal annars þess valdandi að ég fór í framboð fyrir Framsóknar- flokkinn nítján ára gamall á Norðurlandi vestra og svo í framhaldinu i Norðaustur- kjördæmi. Því segi ég óhik- að að hún hafi kveikt bálið. BIRKIR JÓN JÓNSSON Flutti inn á áhrifavaldinn þegar hann hóf nám við Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki. GUÐRÚN SIGHVATSDÓTTIR Ýtti mjög á unga manninn Birki Jón að beita sér í pólitík og hvatti hann til framboðs aðeins nítján ára gamlan. ÁHRIFAVALDUR Í LÍFI MÍNU BIRKIR JÓN JÓNSSON, ÞINGMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKS Gurra kveikti bálið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.