Fréttablaðið - 12.03.2005, Síða 44
Dansari
„Ég er atvinnudansari en vinn í rauninni
sem danshöfundur. Í þessari sýningu er
ég hins vegar bara að dansa og við
erum fjórir dansarar. Þegar við dönsum
saman virkar það svolítið eins og samtal
sem tvinnast inn í sýninguna.“
Ivonna Strupieshowska,
dansari frá Póllandi.
32 12. mars 2005 LAUGARDAGUR
Houdini snýr aftur er fjölskyldu-
sýning sem sameinar leikhús,
sirkús, dans og töfrabrögð. Frum-
sýningardagurinn er 23. mars og
bíða eflaust margir í ofvæni eftir
að bera sýninguna augum. Grunn-
urinn að sýningunni er brellur
hins fræga töframanns Harry
Houdini, sem var frægasti
hverfilista- og sjónhverfingamað-
ur heims. Það er fyrirtækið Mó-
gúllinn sem setur upp sýninguna
en eigendur þess eru Jón
Tryggvason og Helgi Björnsson.
Dean Gunnarsson er annar
töframannanna í sýningunni.
Hann er frá Kanada og hefur haft
áhuga á töfrum síðan hann var tíu
ára. „Ég er atvinnumaður í eins
konar hverfilist eða flótta. Ég
losa mig úr handjárnum, spenni-
treyjum, keðjum og fleiru í alls
konar erfiðum aðstæðum. Töfrar
finnst mér afar fallegir en flótt-
inn er mun erfiðari. Hann er lík-
amlegur og það er auðvelt að
meiða sig. Stundum þarf ég að
hanga á hvolfi og losa mig úr
spennitreyju og keðjum, kín-
verski vatnapyntingaklefinn er
hættulegasta flóttabragð Houdin-
is. Þá er ég bundinn með keðjum,
settur á hvolf ofan í tank sem fólk
sér inn í. Svo þarf ég að losa mig
sem er mjög erfitt. Það sem er
virkilega sérstakt við þessa sýn-
ingu er að ég geri öll brögðin í
henni. Oftast geri ég bara nokkur
brögð svo þetta er mjög erfitt
fyrir mig.
Aðspurður hvort hann hafi ein-
hvern tíma meiðst við kúnstirnar
segir hann að svo sé og sýnir
blaðamanni fingur sína sem
nokkrir hverjir eru ekki svo heil-
ir. „Ég hef brotið allt, fæturna,
tennurnar, rifbein, hendur, hné og
ég hef misst af fingrum. Ég meira
að segja dó einu sinni í flóttatil-
raun. Þá var ég settur í líkkistu og
lokið var neglt aftur. Ég var um-
vafinn keðjum og kistunnni var
hent í ísilagða á í Kanada. Svo
komst ég ekki út. Það voru liðnar
fjórar mínútur ofan í vatninu þeg-
ar björgunarmenn mínir drógu
mig upp úr og ég var dáinn. Húð-
in var blá og augun voru dauð.
Sjúkraliðarnir flýttu sér með mig
á spítalann og þeir þurftu að veita
mér hjartahnoð til þess að lífga
mig við,“ segir Dean stóreygur og
alvarlegur á svip.
„Ég man líka eftir tilfinning-
unni þegar ég dó. Ég sá skært ljós
og ég sá göngin sem mér var ætl-
að að ganga. Það var mikil værð
yfir mér og friður og ég var ekk-
ert hræddur. Ég vissi að ég myndi
ekki deyja, vissi að þetta væri
ekki minn tími. Það brá öllum
nema mér. Reyndar brá mér
virkilega þegar ég sá í sjónvarp-
inu hvernig ég var þegar þeir
veiddu mig upp úr ánni. Ég var
eins og dauður hundur.“
„Mér finnst rosalega gaman að
gera hluti sem fólk heldur að sé
ekki mögulegt að gera. Þessi sýn-
ing er frábær að því leyti að hún
býður upp á svo margt annað en
bara töfrabrögð. Hún fær fólk til
að hlæja og þarna eru dansarar,
leikarar, trúðar og töframenn allt
í einni sýningu. Einnig er þetta
falleg saga og það er eitthvað sem
mér finnst mikilvægt.“ ■
Farandsýning um allan heim
„Við höfum unnið að þessu í tvö ár, erum með framleiðendur frá Belgíu, Hollandi og
Þýskalandi sem eru að gera þetta með okkur og þetta kostar um tíu milljónir,“ segir
Helgi Björnsson. Þetta er eins konar farandsýning sem við ætlum að sýna á nokkrum
stöðum í heiminum. Við höfum til dæmis fengið mikinn áhuga bæði frá Bandaríkjun-
um og Evrópu. Sýningin sjálf er virkilega skemmtileg og þarna fær fólk að sjá töfra-
brögð sem jafnast á við það sem Houdini gerði þegar hann var uppi.“
Töfrabrögð, sirkuslistir,
leikur og dans!
Borgarleikhúsið frumsýnir töfrasýninguna The Return of Houdini
um páskana. Borghildur Gunnarsdóttir ræddi við leikstjóra, leikara,
dansara, trúða og töframenn sem allir hjálpast að við að gera sýninguna
að einstakri harmoníu margra þátta.
Sviðsstjórinn
„Ég leik Marcel
sviðstjóra sem
er límið fyrir
sýninguna. Við
Abbie Collins,
samferðakona
mín, leikum
trúðana tvo og
sjáum um
fyndna hluta
sýningarinnar. Ég er mjög spenntur fyrir sýn-
ingunni og finnst frábært að vera hérna á Ís-
landi, hitta Íslendinga og hlusta á skrítin ís-
lensk orð,“ segir hann og hlær.
David Cassel, leikari, fjöllistamaður
og trúður frá Kanada.
Búningakonan
„Ég leik Olgu sem er búningakonan og á
sér dulið og dimmt leyndarmál sem ég
má ekki segja hvað er,“ segir hún og
kímir. „Við Marcel erum svolítið að kepp-
ast á sviðinu. Olga er voðalega mikil
subba og hann er alltaf að reyna að þrífa
eftir hana.“
Abbie Collins, sirkuslistakona frá
Englandi.
Dansari
„Ég er leikari og dansari og er útskrifuð
frá leiklistarskólanum í Kraká. Ég hef
dansað í átján ár en hef aldrei gert
neitt þessu líkt. Það verður gaman að
sjá galdrana í sýningunni en ég er ekki
búin að fá að sjá neitt ennþá.“
Dominika Knapik, dansari frá Pól-
landi.
Danshöfundurinn
„Ég er danshöfundur sýningarinnar. Ég hef unnið
við margar sýningar, bæði óperur, söngleiki, leikrit
og fleira. Í fyrra var ég
mikið að vinna í Nor-
egi þar sem ég setti
upp Shakespeare-sýn-
ingu. Ég hef líka unnið
fyrir sjónvarp í
Englandi. Mér finnst
frábært að fá að vinna
hérna á Íslandi því ég
hef komið hingað
tvisvar áður og líkaði virkilega vel. Ég er mjög
spenntur fyrir sýningunni.“
Darren Royston, danshöfundur frá Englandi.
Kynnirinn
„Ég leik stjórann eða kynninn. Við erum
byrjuð að æfa eins og brjálæðingar og frum-
sýningin er eftir um tvær vikur. Mér hefur
alltaf fundist galdrar mjög spennandi og hef
fylgst með töframönnum eins og David
Blaine og David Copperfield. Ég held að
þessi sýning verði algjör snilld því þessir
töframenn eru
algjörlega í
sömu deild og
þeir sem ég
nefndi áðan.“
Darri Ólafs-
son, leikari frá
Íslandi.
Leikstjórinn
„Mitt starf er að tvinna saman alla þættina í sýn-
ingunna og vefa þá saman í fallegt munstur. Síð-
ustu tvær vikur höfum við öll verið að vinna saman
en ég byrjaði á því
að eyða tíma með
töframönnunum,
Dean Gunnarsson
og Joaquin Ayala,
en þeir eru meðal
hæfustu töfra-
manna í heimin-
um í dag. Þetta er
stór sýning og það
verður gaman að
sjá hvernig allir
þessir þættir koma út þegar þeim er blandað sam-
an, ég veðja á stórkostlega sýningu.“
Wayne Harrison, leikstjóri sýningarinnar,
frá Ástralíu.
Töframaðurinn
„Ég sé um töfrabrögðin og galdrana í sýningunni og leik
hlutverk annars Houdini-karakteranna tveggja. Ég kem
fram ásamt Tönyu kærustunni minni og brögðin mín snú-
ast mörg í kringum hana. Ég læt hana hverfa, ég sting
spjótum í hana fyrir framan áhorfendur án þess að hún
meiðist og fleira. Það er mjög spennandi að vera hérna á
Íslandi því Íslendingar hafa aldrei séð svona töfrabrögð
áður nema bara í sjónvarpi.“
Joaquin Ayala, töframaður frá Mexíkó.
DEAN GUNNARSSON Hann er annar töframaðurinn í sýningunni og sérhæfir sig í flótta
og hverfilist. Hann hefur sigrast á mörgum hættulegustu brögðum Houdinis og er einn
besti töframaður heims.
HELGI BJÖRNSSON Hann er annar eigenda fyrirtækisins
Mógúlsins, sem framleiðir sýninguna.