Fréttablaðið - 12.03.2005, Qupperneq 55
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
9 10 11 12 13 14 15
Miðvikudagur
MARS
■ ■ LEIKIR
11.00 Númi og Afturelding
mætast í Reykjaneshöllinni í 1. riðli
B-deildar deildarbikars karla í
fótbolta.
13.00 FH og Stjarnan mætast í
Reykjaneshöllinni í A-deild
deildarbikars kvenna í fótbolta.
14.05 ÍA og Breiðablik mætast í
Fífunni í 1. riðli A-deildar
deildarbikars karla í fótbolta.
14.30 Grótta/KR og Haukar
mætast á Seltjarnarnesi í DHL-deild
kvenna í handbolta.
14.30 Valur og FH mætast í
Valsheimilinu í DHL-deild kvenna í
handbolta.
14.30 ÍBV og Fram mætast í
Vestmannaeyjum í DHL-deild kvenna
í handbolta.
14.30 Víkingur og Stjarnan
mætast í Víkinni í DHL-deild kvenna
í handbolta.
15.00 Valur og Víkingur mætast í
Reykjaneshöllinni í 1. riðli A-deildar
deildarbikars karla í fótbolta.
15.00 Höttur og ÍA mætast á
Egilsstöðum í 1. deild karla í
körfubolta.
16.00 Grindavík og Keflavík
mætast í Grindavík í úrslitakeppni
Intersportdeildar karla í körfubolta.
16.00 KR og Snæfell mætast í
DHL-höllinni í úrslitakeppni
Intersportdeildar karla í körfubolta.
16.30 ÍR og Þór Ak. mætast í
Austurbergi í DHL-deild karla í
handbolta.
16.30 Valur og HK mætast í
Valsheimilinu í DHL-deild karla í
handbolta.
16.30 ÍBV og KA mætast í
Vestmannaeyjum í DHL-deild karla í
handbolta.
16.30 Víkingur og Haukar mætast
í Víkinni í DHL-deild karla í
handbolta.
17.00 Grindavík og Fylkir mætast í
Reykjaneshöllinni í 1. riðli A-deildar
deildarbikars karla í fótbolta.
■ ■ SJÓNVARP
08.25 Intersportdeildin í
körfubolta á Sýn. Útsending frá leik
Keflavíkur og Grindavíkur í
úrslitakeppni Intersportdeildarinnar í
körfubolta.
09.50 Meistaradeildin í fótbolta á
Sýn.
11.30 Enski bikarinn á Sýn. Ítarleg
umfjöllun um alla leiki í 6. umferð
ensku bikarkeppninnar í fótbolta.
12.00 Enski bikarinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Bolton og Arsenal
í 6. umferð ensku bikarkeppninnar í
fótbolta.
14.10 Bestu bikarmörkin á Sýn.
14.25 Íslandsmótið í handbolta á
RÚV. Bein útsending frá leik Vals og
FH í DHL-deild kvenna í handbolta.
15.05 Bandaríska mótaröðin í
golfi 2005 á Sýn.
15.35 Meistaradeildin í
handbolta á Sýn. Bein útsending frá
leik Fotex Veszprem og Ciudad
Real í meistaradeildinni í handbolta.
16.00 Handboltakvöld á RÚV.
16.20 Íslandsmótið í handbolta á
RÚV. Bein útsending frá leik Vals og
HK í DHL-deild karla í handbolta.
17.05 Enski bikarinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Southampton og
Manchester United í 6. umferð
ensku bikarkeppninnar í fótbolta.
19.05 Spænski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Barcelona og
Athletic Bilbao í spænsku 1.
deildinni í fótbolta.
20.55 World Supercross á Sýn.
21.50 Hnefaleikar á Sýn.
Útsending frá bardaga Jose Luis
Castillo og Julio Diaz.
LAUGARDAGUR 12. mars 2005 43
1.999
Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í
kringum þessa elsku en eftir að hún hafði loksins
fundið hinn fullkomna mann í hinum glæsilega
lögfræðingi Mark Darcy (Colin Firth), stendur hin
rúmlega þrítuga, fyrrverandi einhleypingur,
Bridget Jones (Renée Zellweger) frammi fyrir enn
meiri áskorun...að halda í hann. Þegar efasemdir
hennar um sjálfa sig kvikna á nýjan leik og fyrr-
verandi elskuhugi hennar, hinn kvensami Daniel
Cleaver (Hugh Grant), birtist óvænt aftur óboðinn,
flækist Bridget í bráðfyndna atburðarás sem
einkennist af slæmum ráðleggingum, samskipta-
leysi og algjörum hörmungum sem aðeins hún
gæti lent í.
THE EDGE OF REASON
Coka Cola Light fylgir
DVD myndinni Bridget Jones,
Edge of Reason
FYLGIR
VA
R A
ÐL
E
N D A
ÐL
Dregið í riðla fyrir undankeppni HM kvenna:
Íslensku stelpurnar í
öðrum styrkleikaflokki
FÓTBOLTI Óvissa hefur verið um
verkefni íslenska kvennalands-
liðsins á þessu ári þar sem enn á
eftir að draga í næstu und-
ankeppni. Nú sér fyrir endann á
því þar sem dregið verður í riðla
fyrir undankeppni HM kvenna-
landsliða 18. mars næstkomandi
og því ætti nýráðinn landsliðs-
þjálfari, Jörundur Áki Sveinsson,
að geta farið að setja upp verkefni
landsliðsins í kjölfarið.
Í undankeppninni verður leikið
í fimm riðlum og verður hver rið-
ill skipaður fimm liðum, einu úr
hverjum potti innan efsta styrk-
leikaflokks. Íslensku stelpurnar
eru í öðrum styrkleikaflokki og
geta því ekki lent með Rússum,
Ítölum, Englendingum eða Finn-
um í riðli en þrjú þau fyrstnefndu
hafa verið andstæðingar liðsins í
síðustu undankeppnum.
Efsta lið hvers riðils kemst í
úrslitakeppni HM í Kína 2007, en
neðstu liðin leika aukaleiki um
fall í annan styrkleikaflokk.
Sextán þjóðir spila í úrslitakeppn-
inni í Kína, fimm frá Evrópu,
tvær frá Asíu, tvær frá Afríku,
tvær frá Norður- og Mið-
Ameríku, tvær frá Suður-Amer-
íku og ein frá Eyjaálfu auk gest-
gjafanna frá Kína og sigurvegara
umspils milli þriðju bestu þjóð-
anna úr undankeppni Asíu og
undankeppni Norður- og Mið-
Ameríku.
HVERJIR VERÐA MÓTHERJAR ÍSLANDS? Eftir viku ræðst hvaða fjórar þjóðir verða
með íslensku stelpunum í riðli í undankeppni HM 2007.