Fréttablaðið - 12.03.2005, Síða 70

Fréttablaðið - 12.03.2005, Síða 70
58 12. mars 2005 LAUGARDAGUR Lárétt: 1 heilsusamleg, 5 skjóta, 6 átt, 7 tveir eins, 8 fæða, 9 geð, 10 á fæti, 12 svelgur, 13 nægilegt, 15 hreyfing, 16 nagli, 18 skordýr. Lóðrétt: 1 fyrirmaður, 2 amboð, 3 tónn, B ámóta, 6 kyrrstæði, 8 hlass, 11 fugl, 14 mont, 17 sólguð Lausn: Lárétt: 1holl,5öra,6sv, 7ff, 8æti,9 skap,10 il,12iða,13nóg,15ið,16gaur, 18 maur. Lóðrétt: 1höfðingi, 2orf,3la,4svipað- ur, 6staði,8æki,11lóa,14gum,17ra. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Írski spaugarinn Dave Allen lést í svefni á heimili sínu í London að- faranótt föstudags. Allen, sem var 68 ára þegar hann lést, var sann- kallaður heimilisvinur Íslendinga en gamanþættir hans nutu gríðar- legra vinsælda hér á landi þegar RÚV sýndi þá um miðjan áttunda áratuginn. Margir þekktir uppistandarar, þar á meðal Eddie Izzard, segjast standa í þakkarskuld við Allen, sem hafi sannarlega verið brautryðjandi. Allen stóð þó sjaldnast á sviði en flest- ir minnast hans sitj- andi í háum stól með sígarettu og viskíglas við hendina. „Hann var greinilega lærifaðir Eddies Izzard og annarra slíkra en styrkleiki hans var fyrst og fremst fólginn í því hversu sterkur sögu- maður hann var,“ segir Halldór Einarsson, grafískur hönnuður og einlægur aðdáandi Allens til margra ára. „Það skiptir mestu máli í uppistandi, eða niðursetjelsi í tilfelli Allens, að menn geti gert sögur sínar trúverðugar. Þetta verður ekki fyndið nema hægt sé að treysta því og trúa að sögumað- urinn hafi lent í til- teknum aðstæðum, hversu fáránlegar sem þær eru. Allen gat þetta og var svo trúverðugur að hann hefði getað verið fréttamaður hjá BBC. Hann var svo traustvekjandi með þetta al- varlega andlit og gráa hár að hann hefði auðveldlega getað selt manni fréttir.“ Halldór segir að það sé vissu- lega sjónarsviptir af Allen þó hann hafi ekki troðið upp síðan 1999. „Maður er búinn að halda í þá von að hann myndi skila sér aftur á svið, jafnvel þó maður vissi að hann væri orðinn hrumur fyrir 10 árum síðan. Maður er bara ekki raunsærri en þetta.“ ■ Dave Allen allur [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Talant Dujshebaev. August Strindberg. Á bílastæðum bæjarins. Skoska hljómsveitin Franz Ferdinand heldur tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði þann 27. maí. Það er fyrirtækið Hr. Örlyg- ur sem stendur fyrir komu sveit- arinnar til landsins. Lengi hefur verið uppi orðrómur um komu hennar en nú hafa tónleikarnir endanlega verið staðfestir. „Þetta er búið að standa til síð- an í janúar í fyrra eða frá því plat- an þeirra kom út. Þeir áttu að koma síðasta vor en það gekk ekki út af því flugi sem þeir voru komnir á,“ segir Þorsteinn Steph- ensen tónleikahaldari. „Þeir eru núna farnir í frí frá tónleikaferða- laginu sem þeir voru á og eru byrjaðir að taka upp nýja plötu í Glasgow. Þeir voru búnir að lofa sér hingað og til Rússlands en verða annars lítið á ferðinni í sumar. Þetta verður því einstakt tækifæri til að berja þessa frá- bæru hljómsveit augum,“ segir hann. Franz Ferdinand hefur notið mikilla vinsælda síðan hún gaf út samnefndan frumburð sinn á síð- asta ári. Fékk platan víðast hvar frábæra dóma gagnrýnenda sem margir hverjir höfðu ofarlega á árslistum sínum. Vakti lagið Take Me Out, sem margir töldu eitt besta lag síðasta árs, fyrst athygli á sveitinni. Sveitin var kjörin besta breska hljómsveitin á síðustu Brit-verð- launahátíð auk þess sem hún spil- aði á Grammy-verðlaunahátíðinni í Bandaríkjunum á dögunum. Vann hún einnig hin mikilsvirtu Mercury-verðlaun á síðasta ári og bar þar sigurorð af sveitum á borð við The Streets, Keane og Base- ment Jaxx. Franz Ferdinand var stofnuð árið 2001 af þeim Bob Hardy, Nick McCarthy, Paul Thomson og söngvaranum Alex Kapranos. Nafnið fengu þeir frá austur- rískum hertoga, en morðið á honum hratt af stað fyrri heims- styrjöldinni. Hljómsveitin var á sínum tíma kölluð „skoska Interpol“ vegna þess að hún þótti líkjast mjög bandarísku sveitinni Interpol sem hefur gefið út tvær vinsælar plötur á undanförnum árum. Skömmu síðar átti sveitin meðal annars eftir að hita upp bæði fyrir Interpol og kanadísku rokk- sveitina Hot Hot Heat. Ný plata er væntanleg frá Franz Ferdinand í lok sumars og má gera ráð fyrir því að þeir muni spila einhver lög af henni í Kaplakrika í vor. Miðasala og upp- lýsingar um upphitunarbönd verða nánar auglýst síðar. freyr@frettabladid.is VIÐ ERUM AÐ KOMA! Meðlimir Franz Ferdinand voru í góðu stuði eftir að þeir tóku á móti Mercury-verðlaununum á síðasta ári. Þeir spila hér á landi í lok maí. STÓRTÓNLEIKAR Í KAPLAKRIKA: ENDANLEGA STAÐFESTIR Franz Ferdinand til Íslands Að vera í kjól. Hvernig væri að krydda aðeins upp íhinni hversdagslegu samsetningu gallabuxur vs. bolur og vera í kjól í staðinn? Ekkert endilega fínum glamúrkjól heldur bara hversdagslegum kjól. Það er ótrúlega gaman að vera í sætum kjól og sérstaklega núna þegar örlítill vorfnykur er farinn að berast okkur. Dúskar voru furðulega áberandi á tískupöllum tískuvikn-anna í París nú á dögunum. Dúskarnir sáust á peysum, kápum, kjólum og skóm. Það er eitthvað voðalega krúttlegt við dúskana og um að gera að láta dúskatískuna ekki fram- hjá sér fara, hún varir varla lengi. Ekki samt setja dúsk ofan á húfur, það er ekkert smart og hálf lúðalegt bara. Gamaldags hælaskór. Já þeir eru algjörlega málið.Ekki nýtísku-glimmer-pallíettu-hælaskór heldur gamaldags skór og best væri að þeir væru í jarðlitum. Skórnir verða helst að vera með rúnaða tá þó támjóu hælaskórnir geti svosum gengið en bara svo lengi sem örlítið gamaldags blær hvíli yfir þeim. Kishimoto sýndi þessa skó á tískuvikunni í París nú á dögunum. Hermannamunstur. Er ekki komið nóg af þessuskrambans felulita- og hermannamunstraða dóti? Það er gjörsamlega búið að ofgera þessu og framleiða allt með hermannamunstri. Húfur, bolir, jakkar, buxur, stólar, teppi, og jafnvel sængurver. Það er örugglega hægt að finna tannbursta með hermannamunstri! Nú er hins vegar nóg komið. Segjum nei við hermannamunstrinu. Krumputeygjur. Það á nú ekki að þurfa að taka þettafram en krumputeygjunum má fleyja á haugana eða jafnvel í eldinn bara. Vonandi kemur þetta ógeð aldrei aftur í tísku frekar en blásnir toppar eða skærlitaðir krumpugallar. Aldrei setja krumputeygju í hárið! Aldrei! G-strengir. Veit einhver hvaðan G-strengirnir eru komnir? Fáir vitanefnilega að hugmyndin er komin frá súludans- stöðunum. Þegar súludansmeyjum var bannað að dansa naktar voru fundnar upp svona líka sniðugar nær- buxur sem sýndu allt. Er þetta það sem við viljum klæðast? Nei, þetta er ekkert kúl og síður en svo þægilegt. Það er líka fátt subbulegra en g-strengur sem kíkir upp úr buxunum. INNI ÚTI ...fá hjúkrunarfræðingar, prestar, femínistar og umboðsmaður barna, sem ætla að vinna með landlæknisembættinu gegn klámvæðingu í landinu. HRÓSIÐ » FA S T U R » PUNKTUR DAVE ALLEN Var þekktur fyrir viskíglasið sem hann hafði jafnan við hend- ina en það fór ýmsum sög- um af því hvað var í raun og veru í glasinu. HALLDÓR EINARSSON „Einhver gjamm- aði því að þetta væri cider en Allen var oft spurður að því hvort hann væri með vískí, romm eða vodka í glasinu og hann sagði þá alltaf einfaldlega „já“.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.