Fréttablaðið - 13.03.2005, Page 1

Fréttablaðið - 13.03.2005, Page 1
ASSAD HITTIR ANNAN Yfirvöld í Sýrlandi hafa lofað að láta Sameinuðu þjóðunum í té tímaáætlun um brottflutn- ing sýrlenskra hermanna frá Líbanon. For- seti Sýrlands fundar með Kofi Annan í næstu viku. Sjá síðu 2 SKORTUR Á MUNNTÓBAKI Dós af munntóbaki, sem er ólöglegt og selt á svörtum markaði, hefur hækkað úr 500 krónum í 1.800. Smásali segir að lagt hafi verið hald á stóra sendingu. Sjá síðu 2 Í LAGI AÐ SELJA SÍMANN Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður IP- fjarskipta, telur það ekki ógna hagsmun- um almennings að selja Símann í heilu lagi. Sjá síðu 4 SMYRILL RÉÐST Á PÁFAGAUK Smyrill gerði ítrekaðar tilraunir til að hremma páfagauk á Hornafirði en páfa- gaukurinn hafði verið settur í búr út í garð þar sem hann átti að njóta veður- blíðunnar. Sjá síðu 2 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 34 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 24 Sjónvarp 36 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 13. mars 2005 – 70. tölublað – 5. árgangur SVELLKÖLD, STÍF NORÐANÁTT - EN BJART Lítilsháttar él eða snjókoma fyrir norðan en bjartviðri syðra. Sjá síðu 4 NJARÐVÍK MÆTIR ÍR Tveir leikir verða í úrslitakeppni Intersport-deildarinnar í körfubolta klukkan 19.15. Skallagrímur tek- ur á móti Fjölni og Njarðvík sækir ÍR heim. 141.000 121.000 *Landið allt skv. fjölmiðlakönnun Gallups, feb. 2005. Fjöldi lesenda á sunnudögum* HAFÍS „Ég hef búið hér alla mína ævi og man ekki eftir jafnmiklum hafís og nú er hér í kring,“ segir Hulda Signý Gylfadóttir, leiðbein- andi að Sólbrekku í Grímsey. Mik- inn hafís hefur rekið að landi fyrir vestan og norðan síðustu daga og gera veðurspár ráð fyrir áfram- haldandi sterkum norðanáttum næstu daga. Hulda Signý segir hafísinn hafa nálgast með talsverðum hraða og aðeins á einni nóttu náð að umlykja eynna. „Á föstudagskvöldið sást ís- brúnin aðeins í fjarska en nú er eyjan svo að segja í greipum íss- ins. Það eru ísspangir á nokkrum stöðum og íshröngl í öllum fjörum og ég persónulega man ekki eftir þetta miklum ís hér við strendur síðustu áratugi þó að hér áður fyrr hafi slíkt gerst nokkuð reglulega.“ Að sögn skipstjóra Sæfara sem siglir meðal annars milli Dalvíkur og Grímseyjar nálgaðist ísinn land um eina sjómílu á hverri klukkustund í fyrrinótt og lítið hefur dregið úr vindstyrk síðan þá. Oddviti Grímseyjarhrepps, Óttar Þór Jóhannsson, segir íbúa hafa áhyggjur af þróun mála en heimamenn séu klárir að girða fyrir höfnina breytist vindátt. „Ég hef fylgst vel með síðustu klukku- stundirnar og mér sýnist ísinn vera laus í sér og molni auðveld- lega þegar nær dregur landi. Þetta er mestmegnis íshrögl um- hverfis Grímsey en vissulega má sjá stærri jaka inn á milli og allur er varinn góður.“ Sjá síðu 4 - aöe FRÁ GRÍMSEY Hafís hefur rekið hratt að landi síðustu sólarhringa og íbúar í Grímsey ekki farið varhluta af því. Hér eru þrír íbúanna, þau Stella Gunnarsdóttir, Hafrún Elma Símonardóttir og Ólafur Björn eiginmaður hennar, að virða ísbreiðuna fyrir sér. Vinsæll og veit af því Gylfi Ægisson er lifandi goðsögn, stórgerður og glæsilegur. Gylfi ræðir um sanna íslenska sjómenn, Bakkus, konurnar og litríka ævi. SÍÐUR 18 og 19▲ Í minningu Gerðu Sigmundur Guðbjarna- son prófessor vill með aðferðum vísindanna greina og virkja gagn- semi lækningajurta. SÍÐA 16 ▲ Lífselixír og náttúrulyf SÍÐA 20 ▲ Ægir Örn Sigurgeirsson missti barnsmóður sína og unnustu þegar hún gafst upp fyrir átrösk- unarsjúkdómi. Fiskimiðin við Papey: Oddeyrin varð aflvana SLYS Nótaskipið Oddeyri EA-210 varð aflvana átta sjómílur suð- austur af Papey um þrjúleytið í gær. Um kvöldmatarleytið var varð- skip á leiðinni í átt að skipinu, en ekki var lýst yfir neyðarástandi. Varðskipið hélt þó beint á svæðið til vonar og vara. Frystitogarinn M/S Brettingur var í nánd við Oddeyrina þegar hún varð afl- vana og hélt þegar í átt til hennar. Taug var komið milli skipanna. Í gærkvöld var búist við að Brett- ingur kæmi með Oddeyrina í togi til hafnar í Fáskrúðsfirði seinna um kvöldið. Á svæðinu var bjart og vindur mældist 15 metrar á sekúndu. - ej Hafís rekur hratt til lands Hafís umlykur nú Grímsey að mestu leyti og ljóst að ekki verður róið næstu daga. Sterk norðanátt hrekur hafísinn nær landi um eina sjómílu á hverri klukkustund. M YN D : H U LD A SI G N Ý G YL FA D Ó TT IR Bónus og Krónan: Verðstríð í rénun NEYTENDUR „Verðstríðinu er aldrei lokið þó svo að þessi tilboð sem hafa verið að undanförnu séu liðin undir lok í bili,“ seg- ir Guðmundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss. Engar vörur fengust gefnar eða voru á krónutilboði í v e r s l u n u m Bónuss eða Krónunnar í gær eins og verið hefur undanfarið. Guðmundur segir að eitthvað verði undan að láta og ekki gangi til eilífðar- nóns að bjóða slík tilboð. „Engu að síður er verðstríð- inu alls ekki lokið og ekkert hægt að segja til um hvað fram- tíðin ber í skauti sér. Sam- keppnin er hörð á þessum mark- aði og áfram verða góð tilboð á boðstólnum En krónutilboðunum er lokið í þetta sinn.“ - aöe GUÐMUNDUR MARTEINSSON Framkvæmdastjóri Bónuss.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.