Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 13.03.2005, Qupperneq 6
TRYGGINGASTOFNUN Tvö af þremur fyrirtækjum sem flytja inn blóð- sykurmæla, blóðstrimla og hnífa fyrir sykursjúka, segja viðskipti sín mjög svipuð milli ára 2003 og 2004. Um er að ræða fyrirtækin Vistor og Lyru. Þriðja fyrirtækið sem flytur inn þessi hjálpartæki er Logaland. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna ofangreindra hjálpartækja, einkum þó blóðstrimla, jókst um allt að 50 milljónir á árinu 2004, eins og fram hefur komið í Frétta- blaðinu. Kristján Guðjónsson, framkvæmdastjóri hjá Trygg- ingastofnun, kvaðst vita hvaða innflutningsfyrirtæki ætti hlut að máli varðandi þessa kostnaðar- aukningu. Hann kvaðst ekki vilja gefa uppi nafn þess, þar sem um viðskiptahagsmuni væri að ræða. Eins og greint var frá greip heilbrigðisráðuneytið til þess ráðs að breyta reglugerð varðandi blóðstrimla og önnur hjálpartæki af þeim toga til að sporna við áframhaldandi ofnotkun eins og Kristján orðaði það. Um leið var endurgreiðsluupphæðin til sjúk- linga lækkuð um fimmtán prósent. „Umsetningin hjá Lyru minnk- aði ekkert á árinu 2004,“ sagði Höskuldur Hösk- uldsson framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Berghildur Magnúsdótt- ir, lífeindafræðingur og sölufulltrúi hjá Vistor, tók í sama streng og Höskuldur og sagði eng- an samdrátt í sölu hjá sínu fyrirtæki milli ára. Þau kváðust bæði velta fyrir sér spurningunni um hver hefði flutt inn allan þann viðbótarfjölda blóðstrimla sem hefði hleypt endurgreiðslukostn- aði Tryggingastofnunar upp um 50 milljónir króna á tíu mánaða tíma- bili 2004, en stofnunin endurgreið- ir 80 til 90 prósent af heildarkostn- aði við strimlana. „Ég spyr mig hvert allir þessir blóðstrimlar hafi farið, því úr því að þessi tvö fyrirtæki halda sínu þá hlýtur að vera um hreina við- bót að ræða.“ sagði Höskuldur. „Áður en reglugerðinni var breytt var kerfið þannig að það var nánast opinn reikningur á Tryggingastofnun hvað þessar endurgreiðslur varðaði.“ Aðspurð fullyrtu Höskuldur og Berglind að Lyra og Vistor hefðu hvorki gefið fólki mæla né blóðstrimla. Á spjall- vef Samtaka sykur- sjúkra er hins vegar varpað fram spurningu frá manni sem spyr hvernig standi á því að ekkert hafi komið frá samtökun- um um að „Logaland gefi blóðsyk- urmæla og kostnaður við strimla og blóðhnífa er enginn fyrir sjúk- linga hjá þeim“. Ingibergur Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Logalands, kvaðst ekki vilja svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál. jss@frettabladid.is 6 13. mars 2005 SUNNUDAGUR Landeigendur hvattir til að blekkja kaupendur: Lífshættulegt lóðabrask SMITSJÚKDÓMAR Dæmi eru um að fasteignasalar ráðleggi landeig- endum að þegja yfir dýraleifum sem dysjaðar eru á landi þeirra og taldar bera miltisbrand en að öðr- um kosti kunni jarðirnar að falla í verði. Berist miltisbrandur í fólk getur hann leitt til dauða en um 10 slík tilfelli eru þekkt á Íslandi. Sigurður Sigurðarson, dýra- læknir að Keldum, segir dæmi þess að fasteignasalar hafi ráðlagt fólki á ýmsum stöðum á landinu að segja ekki frá urðunarstöðum sem geyma sýktar dýraleifar. „Ég vil ekki segja hvaða fasteignasalar þetta eru en með því að upplýsa þetta vænti ég þess að þeir sjái að sér enda er hægt að varast smit af völdum miltisbrands ef menn þekkja urðunarstaðina. Á Austur- landi er vitað um tæplega 30 urð- unarstaði en þeir eru einnig marg- ir á höfuðborgarsvæðinu og vestur í Dölum,“ segir Sigurður. Björn Þorri Viktorsson, formað- ur Félags fasteignasala, segist ekki þekkja dæmi þess að fast- eignasalar hafi vísvitandi með þessum hætti reynt að blekkja kaupendur. „Ef rétt reynist þá er ljóst að umræddir fasteignasalar eru ekki að fara að lögum hvað varðar upp- lýsingalöggjöf til kaupenda,“ segir Björn Þorri. - kk fermingargjöf Flott hugmynd að Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 74 76 12 /2 00 5 High Peak Norfolk Mesta kuldaþol -15C° Fermingartilboð 5.990 kr. Verð áður 7.990 kr. Er söknuður að Kasparov úr skákinni? SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgistu með rektorskosningum Háskóla Íslands? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 46% 54% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN MILTISBRANDUR Á VATSNLEYSUSTRÖND Í FYRRA Vitað er að miltisbrandur hefur lifað í hræjum í jörð á Íslandi í 130 ár en sýkillinn lifir hins vegar ekki lengi eftir að hræin hafa verið grafin upp. Blóðstrimlar í opinn reikning Talsmenn tveggja fyrirtækja sem flytja inn blóðstrimla til blóðsykursmælinga segja þau ekki hafa gefið fólki slíka strimla í stórum stíl til að fá endurgreidd hjá Tryggingastofnun. Þriðja innflutningsfyrirtækið neitar að svara. KRISTJÁN GUÐJÓNSSON Sykursjúkir verða nú að greiða 15 prósent- um meira en áður fyrir hjálpartæki eftir að reglugerð var breytt til að koma í veg fyrir of- notkun blóðstrimla, að sögn Kristjáns Guð- jónssonar framkvæmdastjóra hjá TR. HÖSKULDUR HÖSKULDSSSON Framkvæmdastjóri Lyru spyr hvert viðbót- arblóðstrimlar fyrir milljónatugi hafi farið en endurgreiðslukostnaður TR vegna þeirra nam um 50 miljónum 2004. BERGHILDUR MAGNÚSDÓTTIR MANNRÉTTINDI Ný skýrsla íslenskra stjórnvalda um mannréttindamál hér á landi verður tekin til um- ræðu í Mannréttindanefnd Sam- einuðu þjóðanna næstkomandi miðvikudag. Í fréttatilkynningu frá nefnd- inni segir að fjórða skýrsla ríkis- stjórnar Íslands um framkvæmd Alþjóðasáttmálans um borgara- og stjórnmálaleg réttindi verði tekin til gagnrýninnar skoðunar þennan dag á 38. allsherjarfundi nefndarinnar, en hann hefst í New York á mánudaginn og stendur yfir fram til 1. apríl. Alls eru 154 aðildarríki Sam- einuðu þjóðanna aðilar að um- ræddum alþjóðasáttmála sem er grundvallarsáttmáli Mannrétt- indanefndarinnar, saminn árið 1966. Síðasta skýrsla um fram- kvæmd sáttmálans á Íslandi var lögð fram árið 1998. ■ Mannréttindanefnd SÞ: Íslandsskýrsla rædd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.