Fréttablaðið - 13.03.2005, Page 10

Fréttablaðið - 13.03.2005, Page 10
Kaup Bakkavarar á Geest er risaskref í átt að yfirlýstu markmiði bræðranna í Bakkavör um að Bakkavör verði alþjóðlegt stórfyrirtæki. Eldamennska er á und- anhaldi í vestrænum samfélögum og vöxtur í sölu tilbúinna rétta. Kaup Bakkavarar á Geest hafa vakið athygli í breskum fjölmiðlum og hefur víða verið fjallað um þau. Tíðindin um formlegt tilboð ættu ekki að koma á óvart, enda flestir verið þeirrar skoðunar að Bakka- vör stefndi að því að eignast Geest frá því að Bakkavör keypti fyrstu tíu prósentin í Geest í fyrravor. Það sem kom hins vegar mörgum á óvart var að ekki þarf að auka hlutafé vegna kaupanna og vextir á 58 milljarða láni frá Barclays banka eru einungis með 1,5 pró- senta álagi á millibankavexti. Það þýðir að bankinn hefur mikið traust á fyrirtækinu og telur sig ekki vera að taka mikla áhættu með láni til Bakkavarar. Heimildin til hlutafjárhækkun- ar sem ekki er nýtt reyndist samt sem áður verðmæt. Aðalfundur Bakkavarar samþykkti heimildina og við það varð mönnum ljóst í Bretlandi að fyrirtækið hefði alla burði til að kaupa Geest sem er margfalt stærra fyrirtæki. Stjórn Geest var ljóst að alvara var á ferð- um og heimildin reyndist því lykill- inn að því að boltinn fór að rúlla. Farsæl yfirtaka Yfirtaka á fyrirtæki í Bretlandi er þolinmæðisvinna. Mikilvægt er að styggja ekki gagnaðilann og með- mæli stjórnar með tilboði eru nauð- synleg. Stjórnarmenn í fyrirtæki sem stefnt er að yfirtöku á eru und- ir mikilli pressu um að þeir gæti hagsmuna hluthafa. Bakkavör var í lykilstöðu með yfir 20 prósenta eign í Geest. Þeir nýttu tímann vel og sátt er meðal stjórnar og stjórn- enda um kaupin. Allir lykilstarfs- menn Geest munu starfa áfram hjá fyrirtækinu. Bræðurnir í Bakkavör, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, eru engir nýgræðingar í því að kaupa fyrirtæki sem eru stærri en fyrirtæki þeirra sjálft. Kaup þeirra á Katsouris voru einmitt þannig og festu Bakkavör í sessi á breska markaðnum. Lykillinn að kaupun- um á Katsouris voru velheppnuð kaup á Wine and Dine í Birming- ham árið 2000. Wine and Dine var í eigu grískrar fjölskyldu frá Kýpur og ánægjan með kaupin og fram- haldið varð til þess að þegar Katsouris-fjölskyldan, sem á einnig rætur á Kýpur, vildi selja fyrirtæki sitt, þá var Bakkavör efst á óskalistanum. Katsouris-fjöl- skyldan gerðist hluthafi í Bakka- vör og hefur fylgt þeim í öðrum fjárfestingum. Katsouris-fjöl- skyldan er einnig í hluthafahópi KB banka. Fleiri lyklar á kippunni Í kaupunum á Wine and Dine leynd- ust fleiri lyklar á lyklakippunni. Í gegnum kaupin mynduðust tengsl bræðranna við fyrirtækjaráðgjafa og fjárfestingarbankaarma stóru bresku bankanna í Birmingham. Þau tengsl nýttust svo áfram við út- rás KB banka í Bretlandi. Baugur naut svo góðs af þeim tengslum þegar fyrirtækið steig sín fyrstu skref í fjárfestingum í Bretlandi. Þessi hluti sóknar íslenskra fyrir- tækja og tengsl við breskan fjár- málaheim á því rætur í kaupum Bakkavarar í Birmingham. KB banki sá um ráðgjöf við kaupin á Geest. Leiðir Bakkavarar og KB banka hafa legið saman frá því að fyrirtækið komst á legg. Sig- urður Einarsson hafði trú á sýn bræðranna og lagði þeim í gegnum Kaupþing til bæði fjármagn og fjár- málaþekkingu til þess að koma fyr- irtækinu á legg. Kaupþing og Grandi gegndu lykilhlutverki í því að fyrirtækið komst á legg og bræð- urnir fengu tækifæri til þess að nýta ótvíræða hæfileika sína til að byggja upp alþjóðlegt fyrirtæki. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, var þá forstjóri Granda og hafa leiðir þeirra bræðra og Brynj- ólfs legið saman æ síðan. Brynjólf- ur situr í stjórn Bakkavarar. Markið háa Á aðalfundi Bakkavarar fyrir ári sagði Ágúst Guðmundsson að Bakkavör stefndi að því að ná 200 milljarða veltu árið 2013. Þá myndi hefjast nýr kafli í sögu fyrirtækis- ins sem alþjóðlegs risa í matvæla- framleiðslu. Yfirlýsingin sem bar vott um langtímasýn fyrirtækisins þótti djörf og nokkuð bjartsýn. Með kaupunum á Geest er þó ljóst að árið 2013 hefur líklega að geyma hærri veltutölur en Ágúst nefndi í ræðu sinni, ef heldur fram sem horfir. Gera má ráð fyrir að velta Bakkavarar eftir yfirtöku á Geest verði um 130 milljarðar króna. 200 milljarða markið er ekki svo langt undan núna. Þegar Ágúst lét orðin falla var velta Bakkavarar um 17 milljarðar króna. Ágúst og Lýður hafa alla tíð sett fram skýra framtíðarsýn um að þeir hyggist byggja upp alþjóðlegt stórfyrirtæki. Þeir hafa lýst því að eðlilegt sé að horfa á fyrirtækið í ljósi þeirra eigin starfsævi. Bakka- vör og þeir eru samofin í eina heild. Þeir voru 19 og 22 ára þegar þeir hófu að vinna hrogn árið 1986 og starfslok þeirra eru hvergi nærri í sjónmáli. Fyrirtækjarekstri fylgir áhætta og alltaf þarf að glíma við eitthvað í rekstri. Samkeppni á smá- sölumarkaði í Bretlandi hefur sett þrýsting á framleiðslufyrirtæki um að lækka verð og Bakkavör tókst betur að halda framlegð en Geest. Staða þeirra á markaði nú er sterk, en þeir eru þess fullmeðvitaðir að hættulegt sé gagnvart viðskiptavin- um að ofmeta styrk sinn. Stærsti viðskiptavinur þeirra, smásölukeðj- an Tesco, hefur vaxið hratt og hygg- ur á útrás í Asíu. Bakkavör hyggst fylgja þeim í uppbyggingu í Asíu. Minni eldamennska Geest rekur verksmiðjur á megin- landi Evrópu og með kaupunum opnast gluggi og viðskiptasambönd við smásölukeðjur á meginlandinu. Kældir tilbúnir réttir eru hvarvetna í sókn og tíminn sem fólk er tilbúið að verja í matargerð er sífellt minni. Sala á tilbúnum mat í stór- mörkuðum hefur vaxið hratt í Bret- landi. Sá markaður er kominn lengst og sama þróun talin innan seilingar annars staðar á Vesturlöndum. Bakkavör ætlar sér að sækja fram samhliða undanhaldi eldamennsk- unnar. Með kaupunum á Geest eru þeir með styrk stórskotaliðs í þeirri sókn. haflidi@frettabladid.is 10 13. mars 2005 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is Bræðurnir í Bakkavör, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, eru engir nýgræðingar í því að kaupa fyrirtæki sem eru stærri en fyrirtæki þeirra sjálft. Ársfundur Lífeyrissjó›s verzlunarmanna ver›ur haldinn mánudaginn 11. apríl 2005 kl. 17 í Hvammi á Grand Hótel. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Önnur mál. Sjó›félagar og lífeyrisflegar sjó›sins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn ver›a afhent á fundarsta›. Reykjavík 11. mars 2005 Stjórn Lífeyrissjó›s verzlunarmanna Sími: 580 4000 • Myndsendir: 580 4099 • Netfang: skrifstofa@live.is Ársfundur 2005 E N N E M M / S ÍA / N M 15 52 3 Sókn í undanhaldi eldamennskunnar ÁFANGI Á BOÐAÐRI LEIÐ Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, kynnir breytingar á Bakkavör við kaupin á Geest. Fyrirtækið setti sér markmið um að velta 200 milljörðum árið 2013. Eftir kaupin á Geest er sá áfangi ekki svo langt undan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.