Fréttablaðið - 13.03.2005, Page 12

Fréttablaðið - 13.03.2005, Page 12
Á miðvikudag voru liðin 55 ár frá því að Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt sína fyrstu tónleika og miðast stofnun hennar við þann viðburð. Gunnar Egilson klarínettleikari man vel eftir þessum tíma en hann lék með sveitinni um ára- tugaskeið og vann síðar á skrif- stofu hennar. „Það voru ekki gerðar miklar kröfur, hljómsveitin samanstóð að mestu af mönnum sem gátu hald- ið á hljóðfæri, en þetta voru lygi- lega góðir tónleikar,“ segir Gunn- ar um fyrstu tónleikana. Stofnun hljómsveitarinnar hafði átt sér langan aðdraganda en samþykkt útvarpsráðs réði nokkru um að sveitin varð á end- anum til. „Drifkraftarnir voru öðrum fremur Ragnar í Smára og Jón Þórarinsson, tónlistarstjóri Útvarpsins, en Jón fékk það í gegn að gera hljómsveitina að út- varpshljómsveit og það var kveikjan að Sinfóníunni.“ Hljómsveitin var fámenn í upphafi, skipuð 39 hljóðfæraleik- urum samanborið við um 80 nú. Flestir voru hljóðfæraleikararnir áhugamenn en ekki sprenglærðir eins og tíðkast í dag. Gunnar var þá nýkominn úr tónlistarnámi frá Bandaríkjunum og einn af fáum lærðum tónlistarmönnum á Ís- landi. Hann fékk þó ekki pláss í hljómsveitinni strax því þar voru tveir klarínettleikarar fyrir. Tækiðfærið kom þó von bráð- ar. „Fljótlega kom sú staða upp að það vantaði slagverksleikara. Ég hafði aðeins komið nálægt slag- verki í dansmúsíkinni og hafði það umfram aðra, sem voru kannski leiknari en ég, að geta les- ið nótur,“ segir Gunnar. Það leið þó ekki á löngu þar til hann fékk að spila á klarínettið á tónleikum. Rekstur Sinfóníuhljómsveitar- innar gekk brösuglega fyrstu árin. „Stjórnvöld sýndu þessu lít- inn skilning og við vorum undir fallöxinni næstu þrjá áratugi og ekkert gert til að tryggja rekstur- inn,“ segir Gunnar. „Sumt fólk hafði hreina óbeit á okkur og skrifaði leiðinlegar greinar í blöð- in. Þá bætti ekki úr skák að þetta var illa launað og vonlaust að gera Sinfóníuna að aðalstarfi. Ég þurfti að spila dansmúsík á Hótel Borg og víðar til að drýgja tekjurnar og fór síðar að kenna. Vinnudagurinn gat verið langur og lýjandi og það bitnaði auðvitað á hljómsveit- inni.“ Það sem bjargaði hljómsveit- inni var tryggur áhorfendahópur sem mætti á flesta tónleika. Árið 1960 var komið á fastri reglu um tónleikahald og leikið tvisvar í mánuði upp frá því. Það var þó ekki fyrr en 1984 sem Sinfóníu- hljómsveitin var endanlega leyst úr snörunni með lagasetningu sem tryggði fjárframlög til rekstrarins en síðan þá hefur leið- in legið upp á við að mati Gunnars „Sinfónían sjálf er orðin frábær og fjárhagslega er hún trygg, áhorfendum fjölgar sífellt og launin eru orðin þolanleg. Það eina sem stendur henni fyrir þrif- um er tónlistarhús.“ 1985 söðlaði Gunnar um og tók við starfi á skrifstofu Sinfóníunn- ar og varnn þar þangað til hann settist í helgan stein árið 2000. Hann kveðst hættur að blása í klarínettið en fer oft á tónleika og viðurkennir að þá klæi hann stundum í fingurgómana. „Sér- staklega fyrst eftir að ég hætti, þá hugsaði ég hvern fjandann ég hefði gert. Ég hef lifað og hrærst með hljómsveitinni þorra ævi minnar. Það er svo hrífandi að flytja svona tónlist. Ég man að það var mér alltaf mikil raun þegar ég þurfti niður á kaffihús að spila dansmúsík, þetta er svo allt allt annað.“ ■ 12 13. mars 2005 SUNNUDAGUR KRZYSZTOF KIESLOWSKI (1941 -1996) lést þennan dag úr hjartaáfalli. Lygilega góðir tónleikar TÍMAMÓT: SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS 55 ÁRA „Vill fólk í alvörunni frelsi, jafnrétti og bræðralag? Er þetta ekki bara eitthvað sem slegið er fram?“ Kieslowski var áhrifamikill kvikmyndaleikstjóri frá Póllandi, fæddur í Varsjá. Hann lærði í kvikmyndaskólanum í Lodz árin 1964 til 1968 og hóf eftir útskrift að gera heimildarmyndir. Fyrir fyrstu mynd sína í fullri lengd, sem út kom árið 1975, fékk hann fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Mannheim, en myndin var gerð fyrir sjónvarp. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Helgi Kárason, Áshamri 40, Vestmanna- eyjum, lést fimmtudaginn 24. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigurlína Snorradóttir, Vestursíðu 38c, Akureyri, lést föstudaginn 25. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóhanna Jóhannesdóttir, húsmóðir, síð- ast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, lést mánudaginn 28. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ingibjörg Gestheiður Jensen, Berg- þórugötu 41, Reykjavík, lést miðvikudag- inn 2. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Andrés Haraldsson, bifvélavirki, Þver- brekku 4, Kópavogi, lést fimmtudaginn 10. mars. VLADIMIR ASHKENAZY Gunnar segir það tvímælalaust einn af hápunktunum í sögu Sinfóníunnar þegar rússneski hljómsveitarstjórnandinn Vladimir Ashkenazy stjórnaði henni árið 1975. Ashkenazy er heiðurstjórnandi hljómsveitarinnar. GUNNAR EGILSON Segir að um leið og Sinfónían fór að mæta skilningi af hálfu stjórn- valda hafi vegur hennar farið vaxandi. Þennan dag árið 1996 skaut byssumaður sextán skólabörn og kennarann þeirra til bana í Dunblane skólanum í Skotlandi. Byssumaðurinn kom grár fyrir járnum inn í leikfimisal skólans og hóf handahófs- kennda skothríð. Tólf börn voru flutt særð á spítala. Börnin sem létust í árásinni voru á aldrinum fimm til sex ára. Eftir að ódæðismaðurinn hafði skotið börnin og kennarann, beindi hann byssunni að sjálfum sér og svipti sig lífi. Morðinginn hét Thomas Hamilton, 43 ára gamall heimamaður í bænum. Hann hafði áður starfað sem skátaforingi en var rekinn úr skátahreyfingunni. For- eldrar barna í skólanum streymdu að þegar fréttist af árásinni. Börn sem komust lífs af lýstu því að þau hefðu áður heyrt skothvelli, en héldu að einhver væri að skjóta á mark úti fyrir, þegar Hamilton kom skyndi- lega inn í leikfimisalinn og hóf skothríð. Morðin vöktu mikinn óhug um allar Bretlandseyjar og þótt víðar væri leitað. Englandsdrottning fordæmdi ódæðin og vottaði aðstandendum barnanna samúð sína. John Major, forsætisráðherra Breta, var í heim- sókn í Kaíró þegar skotárásin átti sér stað.Enginn veit með vissu hvað Hamilton gekk til þegar hann framdi ódæðin. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1519 Landkönnuðurinn Cortez nemur land í Mexíkó. 1781 Sir William Herschel uppgötv- ar plánetuna Úranus. 1852 Skrípafígúran „Uncle Sam“ sést í fyrsta sinn í vikublaðinu New York Lantern. 1921 Mongólía (áður Ytri-Mongól- ía) lýsir yfir sjálfstæði frá Kína. 1925 Bannað var með lögum að kenna þróunarkenningu Darwins í skólum í Tennessee í Bandaríkjunum. 1935 Ökupróf tekin upp í Stóra- Bretlandi. 1937 Skíðamót Íslands haldið í fysta sinn. Siglfirðingar vinna í flestum greinum. 1965 Jeff Beck tekur sæti Erics Clapton í hljómsveitinni Yardbirds. 1981 Kvikmynd Þorsteins Jónsson- ar Punktur, punktur, komma, strik er frumsýnd í Reykjavík. Ódæðisverk í Dunblane Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér á síðunni má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.                  ! "  # $  % &  '( )!  !     *#+(  )# ,         ( *# .  /     *         * 0  !* /1              ###     !  ! & ) /2 !    # # 3 (  4 * 5* 4 6  /7# 48 /9# ) # %1# 5   +  * !   !*+  !  * # 0     !    +)  !   !  4       !    &!       *        %1# ,: (  #         !  !   &   (  ; '  )  6  , !# -    (# ,        * (  * 8 *   )(# & * <  3   !(   = ' (  >/?    !    //# @      #                      ' (  A  ,  !  %# # 7B1   ,  &* ,    # * 5     ## @  4 ;     )    ! ;    ' (    * 3!   C +D  !      # 5  * 3 + (   7B ! 3 Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, Maríu K. Magnúsdóttur ljósmóður. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Sólvangs Hafnarfirði, séra Gísla Gunnarssonar Glaumbæ, séra Þórhildar Ólafs, Kvenfélags Sauðárkróks, Álftagerðisbræðra, félaga úr Karla- kórnum Heimi, Heilsustofnunarinnar á Sauðárkróki, Útfarar- þjónustu Sauðárkrókskirkju og Útfararþjónustu Rúnars Geir- mundssonar. Pálína Pétursdóttir, Bjarni Nikulásson, María Guðrún, Bjarndís, Bryndís, Pétur Nikulás. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Jónsdóttir Kelduhvammi 16, Hafnarfirði, Verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 14. mars klukkan 15. Sólveig M. Magnúsdóttir Stefán Karl Harðarson Jón Ölver Magnússon Víðir Þór Magnússon Helena Richter Björk Magnúsdóttir Úlfar Sigurðsson barnabörn og langömmubarn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.