Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 18
Stúlkan hefur glímt við ano-rexíu og búlimíu árum sam-an, en aðstandendur höfðu
áður reynt að halda utan um
vandamálið heima,“ segir Ægir
sem fyrir hönd Spegilsins fer í
heimahús til að leggja hönd á plóg
gegn átröskunarvítinu.
„Hún var nýútskrifuð af geð-
deild þar sem hún hafði verið í
stuttri meðferð sem ekki bar ár-
angur. Á einhvern óskiljanlegan
hátt var hún útskrifuð með sex
tegundir sterkra lyfja, þrátt fyrir
að hafa forsögu um að hafa reynt
að fyrirfara sér. Hún hafði áður
reynt að fara í meðferð fyrir fjöl-
skylduna, en sjálfsbjargarviðleitni
er engin hjá átröskunarsjúklingum
og víst að þeir hjálpa sér alveg ör-
ugglega ekki sjálfir. Því verða að-
standendur og helst skólayfirvöld
líka að taka í taumana áður en það
er orðið of seint,“ segir Ægir
ákveðið og staðfast.
Sorgin tekin út fyrirfram
Spegillinn var stofnaður í minn-
ingu Gerðu Bjargar Sandholt,
unnustu og barnsmóður Ægis
Arnar, en Gerða barðist við
átröskunarsjúkdóma í sjö ár. Hún
var heilbrigð sál í hraustum lík-
ama, sem vildi ná af sér fáeinum
aukakílóum sem bæst höfðu á
skrokk hennar við meðgöngu
frumburðarins. Megrunin fór úr
böndunum en léttust varð Gerða
aðeins 38 kíló. Sjúkdómurinn
hratt henni út í sjálfsvíg á fögrum
júnídegi árið 2002.
Ægir segir ákvörðun um stofn-
un Spegilsins hafa verið tekna í
jarðarför Gerðu.
„Þá var ekki til staður sem tók
á móti sjúklingum né aðstandend-
um, en við aðstandendur Gerðu og
annar hópur sameinuðum krafta
okkar í að koma Speglinum á fót.
Fyrsta árið keyrði ég mig út. Ég
hafði tekið sorgarferlið fyrirfram
og undirbúið mig undir að svona
færi, því síðustu tvö árin var
Gerða alveg gengin úr karakter
og í raun ekki sama konan og ég
hafði kynnst og búið með. Við
höfðum farið í sundur og aftur
saman, en í útrás sorgarinnar ætl-
aði ég að flengja kerfið, sem ekki
hefur reynst svo einfalt. Ég stóð í
ströngu fyrsta árið, var með fyrir-
lestra, opinn síma og forvarnar-
vinnu, en fékk á endanum ógeð.
Ákvað að taka mér ársfrí og end-
urmeta stöðuna, en hafði enga
hjálp nýtt mér sjálfur. Ég ætlaði
þetta allt á hnefanum. Í haust tók
ég svo ákvörðun um að halda
starfinu áfram fyrir Spegilinn, nú
í formi þess að fara í heimahús og
tala við aðstandendur, og skóla til
að halda fyrirlestra fyrir börn og
unglinga. Þetta er mikil lífs-
reynsla sem ber að miðla og fólki
finnst gott að tala við þá sem stað-
ið hafa í sömu sporum.“
Ægir segir aðstandendur
átröskunarsjúklinga ekki vita í
hvorn fótinn þeir eigi að stíga.
Þau, fjölskylda Gerðu, hafi fundið
að aðstandendur yrðu að vera í
lagi til að geta hjálpað sjúklingn-
um, en ekkert þeirra hafi verið í
jafnvægi þegar hún var veik.
„Við vorum öll meðvirk og
tipluðum á tánum; hrædd við hvað
beið manns þegar maður kom inn.
Gerða bjó um tíma hjá foreldrum
sínum og oftar en ekki bað móðir
hennar mig að fara inn á undan
því hún vissi ekki hvað mundi
mæta sér. Gerða hafði fengið
flogakast, svo það var ekki bara
óttinn um að hún tæki eigið líf;
hjartað gat gefið sig hvenær sem
var. Að lifa undir slíkri pressu set-
ur allt úr skorðum.“
Aðgengilegir lyfjakokkteilar
Ægir og Gerða bjuggu saman í níu
ár og áttu saman tvö börn. Gerða
reyndi ítrekað að fyrirfara sér, en
sú staðreynd virtist engin áhrif
hafa á lyfseðlaskrif lækna sem
hún heimsótti.
„Hún fékk alltaf sama væna
lyfjapokann með sér ef hún lagð-
ist inn á sjúkrahús. Gerða fann
einnig út hvernig læknavaktin
virkaði og fékk alls staðar lyf,
meira að segja morfín. Hún gat
fengið morfín annan hvern dag
hjá mismunandi læknum, tíu töfl-
ur í einu. Læknar og lyfsalar eru
sofandi á verðinum. Í apótekum
standa hægða- og þvaglosandi lyf
í hillum framan við búðarborðið.
Lyfjatæknir í apóteki sagði mér
að flestir sem keyptu sér hægða-
losandi lyf væru ungar stúlkur og
strákar í grennsta lagi. Samt er
þetta látið vera unga fólkinu að-
gengilegt til að koma örugglega
öllu út úr líkamanum. Morfín er
svo eftirritunarskylt lyf, en samt
getur sjúklingur gengið á því í
nokkra mánuði áður en tengslin
sjást. Hví er þetta svona? Hvers
vegna eru ekki strangari reglur
um að aðeins einn læknir megi
skrifa út lyfseðla fyrir hvern og
einn sjúkling?“ spyr Ægir Örn og
hristir höfuðið reiðilega. „Læknað
með lyfjum er slagorð lækna og
maður veltir fyrir sér hvort þeir
þiggi sporslur frá lyfjafyrirtækj-
um. Ég fullyrði ekki neitt, en það
bendir margt til þess.“
3.000 veikir
Þegar Ægir kom aftur til starfa
Spegilsins síðastliðið haust blasti
við honum hrikalegur veruleiki.
Ástandið hafði versnað mikið og
biðlistar átröskunarsjúklinga
lengst. Enginn hefur verið tekinn
inn í teymismeðferð geðdeildar
frá áramótum 2003 og óvíst
hvernig verður með árið í ár
vegna manneklu og fjárskorts
sjúkrahúsanna.
„Biðlistar lengjast, en samt er
ekki litið á þetta sem vandamál
innan heilbrigðiskerfisins,“ segir
Ægir Örn og bætir við að áætlað
sé að 3.000 átröskunarsjúklingar
séu á Íslandi, áttatíu prósent
þeirra konur á aldrinum 13 til 26
ára.
„Margfalt fleiri konur greinast
með átröskun en krabbamein á
þessum aldri. Séu bornar saman
batalíkur og dánartíðni átröskun-
ar miðað við krabbamein, enda
tuttugu prósent átröskunartilfella
með dauða. Heilbrigðisyfirvöld
segja engan hafa dáið úr átröskun
á Íslandi, því þegar átröskunar-
sjúklingur deyr er það af völdum
sjálfsvígs, hjartaáfalls eða köfn-
unar vegna aðskotahluts í hálsi.“
Dottandi ráðherra
Ægir fór ásamt tveimur úr stjórn
Spegilsins á fund landlæknis og
heilbrigðisráðherra á haustdögum
2002, eða fyrir tveimur og hálfu
ári. Samþykkt var að setja á fót
nefnd á vegum embættanna, en
Ægir segir það hafa verið gert til
þess eins að friða fundargesti.
„Við komum á fund heilbrigðis-
ráðherra eldsnemma morguns
þar sem hann hélt á penna í
annarri hönd og sat sem stein-
runninn ofan í borðið án þess að
segja eitt einasta orð. Við vissum
ekki á tímabili hvort hann hefði
dottað fram á bringuna á sér því
hann leit aldrei upp meðan aðstoð-
arfólk hans talaði. Þegar ég sá
mynd af páfa og aðstoðarliði hans
í sjónvarpinu datt mér strax í hug
Jón Kristjánsson, því hann sinnti
okkur á engan hátt. Einu við-
brögðin frá æðsta manni heil-
brigðiskerfisins voru þögn og
morgunlúr þegar við sögðum hon-
um frá alvarlegu ástandi og þrýst-
um á úrbætur.“
Móttökurnar voru betri hjá
Sigurði Guðmundssyni landlækni
sem virtist sleginn yfir upplýsing-
um Spegilsins, eitthvað sem áður
hafði ekki komið inn á borð til
hans, að sögn Ægis.
„Sigurður gaf okkur loforð um
nefnd til úrlausnar, en nefndin er
enn að störfum og hefur ekki skil-
að neinu, tveimur og hálfu ári
seinna. Eftir því sem ég best veit
situr í nefndinni yfirlæknir á geð-
deild sem nýlega lýsti yfir á fundi
að átröskun væri ekki vandamál á
Íslandi. Ég bendi henni á að skoða
„Spurningar og svör“ á heimasíðu
Spegilsins til að byrja með.“
18 13. mars 2005 SUNNUDAGUR
Barcelona
Fegurst á vorin
3. apríl
frá kr. 29.690
Vikuferð
Barcelona er einstök perla sem íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Heimsferðir
bjóða þér nú tækifæri til að njóta vorsins í þessar einstöku borg frá 3.-10. apríl.
Beint flug til Barcelona og þú velur hvort þú kaupir eingöngu flugsæti eða
gistir á einhverju af okkar vinsælu hótelum í hjarta Barcelona.
Verð kr. 29.690
Flugsæti með sköttum. Netverð.
Verð aðeins kr. 49.990
– vikuferð
Flug, skattar og gisting með morgunmat,
m.v. 2 í herbergi á Hotel City Park
Nigaragua **** í 7 nætur. Netverð.
Spegillinn
Spegillinn var stofnaður 17. október
2002 í minningu Gerðu Bjargar
Sandholt sem lést úr sjúkdómnum
6. júní 2002. Markmið samtakanna
er fræðsla, forvarnir og meðferðar-
úrræði fyrir átröskunarsjúklinga.
Fræðslubæklingur Spegilsins liggur
frammi á öllum heilsugæslustöðv-
um í landinu. Sjálfshjálparhópur
fyrir aðstandendur er starfandi á
vegum samtakanna. Upplýsingar
eru veittar í síma 661 0400 og á
heimasíðunni spegillinn.is undir
fréttir. Spegillinn hvetur aðstand-
endur og sjúklinga til að hafa tafar-
laust samband ef grunur leikur á
átröskunarsjúkdómum .
Í minningu
Gerðu
Ægir Örn Sigurgeirsson er nýkominn úr húsvitjun í
Reykjavík. Tvítug stúlka reyndi að taka líf sitt. Ekki í
fyrsta skipti. Nú með aðstoð litríks lyfjakokkteils í
plastpoka frá geðdeild Landspítalans. Töflum sem
hægt er að blanda á ýmsa vegu til að komast fyrr til
Guðs. Aðstandendur stúlkunnar eru ringlaðir og
sorgmæddir. Meðvirkir og þreyttir. Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir ræddi við Ægi.
STERKUR Í MÓTLÆTI Ægir Örn Sigurgeirsson missti barnsmóður sína og unnustu þegar hún gafst upp fyrir átröskunarsjúkdómnum
sumarið 2002. Í kjölfarið ákvað hann, ásamt ástvinum Gerðu heitinnar Sandholt, að stofna Spegilinn, hagsmuna-, forvarnar- og fræðslu-
samtök um anorexíu- og bulimíu-sjúkdómana. Eftir árshvíld er hann kominn tvíefldur til starfa og krefst úrbóta fyrir ört stækkandi hóp
átröskunarsjúklinga.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AR
Ð
GERÐA BJÖRG SANDHOLT Myndirnar sýna Gerðu Björg árið 1999 þegar sjúkdómurinn
var farinn að ágerast en seinni myndin er tekin þegar Gerða Björg er orðin fárveik og að-
eins 38 kíló. Linsur myndavéla gera fólk breiðara en það er í raun, svo fólk getur rétt
ímyndað sér hve súpermódelin eru létt og veikbyggð.