Fréttablaðið - 13.03.2005, Page 19

Fréttablaðið - 13.03.2005, Page 19
SUNNUDAGUR 13. mars 2005 19 Vaxtalaus helgi í Sony Center Kringlunni! Fyrir 2.499* krónur færðu... Opið í dag frá 13 -17. *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. www.sonycenter.is MZ-NH700 Sony Minidisk. · Minidisk spilara sem tekur 1GB á disk. · Stafrænn flutningur til/frá tölvu (USB) · Topp upptöku og afspilunargræja. Verð 2.499 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 29.988 krónur staðgreitt DSC-L1 Sony stafræn myndavél. · 4,1 milljón pixlar · 3x aðdráttur um Carl Zeiss linsu · 1,5" skjár Verð 2.499 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 29.988 krónur staðgreitt CMT-HPX7 Sony samstæða · 120W magnari · 5 diska geislaspilari með mp3 afspilun · Tengi fyrir tölvuna/mp3 spilarann Verð 2.499 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 29.988 krónur staðgreitt Fermi ngar- samst æðan ! 120W magn ari og tekur 5 disk a! Hönnun sem tek ið er eftir! Geymir allt að 1GB á disk! Í hverri viku birtast allt að fimm nýir átröskunarsjúk- lingar á gólfi Margrétar Gísladóttur, hjúkrunar- og fjölskyldufræðings, sem er eini fagaðilinn sem sinnir átröskunum á göngudeild geðdeildar Landspítala við Hringbraut. Það eru á þriðja hundrað nýir sjúklingar á ári og þá aðeins taldir þeir sem leita á bráðamót- töku og til Prismu, en ótaldir þeir sem leita annað eða sleppa að leita sér lækninga. Prisma varð til 1. nóvember síðastliðinn. Auk Mar- grétar standa að Prismu Sólveig Katrín Jónsdóttir listmeðferðafræðingur, Þórhildur Sveinsdóttir iðju- þjálfi og Helga Jörgensdóttir, geðhjúkrunarfræðingur. „Við vildum bjóða upp á meðferð fyrir sjúklinga með átröskun því spítalinn annar henni ekki eins og er. Til átján ára aldurs geta unglingar komist inn á Bugl, en þar er nú biðlisti. Allir hafa aðgöngu að bráða- móttöku geðdeildar, en í heilbrigðiskerfinu eru að- eins þrjú fullorðinspláss fyrir átraskanir og oft umset- in,“ segir Margrét. „Það er brýnt að bjóða upp á frek- ari úrræði fyrir átröskunarsjúklinga og í farvatninu að opna dagdeild. Húsnæðið er til og nýtekið í gegn, en hvenær sú deild verður tekin í gagnið er ekki enn komið á hreint.“ Átröskunarsjúkdómar eru ekki afgreiddir á einum degi. „Innlögn er oftast miðuð við þrjá mánuði til ár,“ segir Margrét, en alls hafa sextíu manns sótt þjónustu miðstöðvarinnar síðan hún opnaði í nóv- ember. „Það vantar þjónustu fyrir þennan hóp og gengur heldur hægt hjá heilbrigðisyfirvöldum að gera eitthvað róttækt í málinu. Ég vil sjá dagdeildina opna sem fyrst og um að gera að grípa inn í þetta strax. Við gætum verið að missa fólk að óþörfu.“ Æ fleiri Íslendingar greinast með króníska átröskunar- sjúkdóma. Margrét segir það vera vegna skorts á hjálp. Of seint hafi verið gripið inn í sjúkdómsferlið. „Við erum sjötíu prósent vatn og bein eru líka úr vökva. Í undirþyngd og vökvaskorti skreppur allt saman, bein og líffæri. Fólk sér sig ekki raunhæft, sjálfsmatið skerðist og það fer til baka í þroska, verður barnalegra í tali og samskiptum.“ Margrét segir mikilvægt að spyrja nákomna hreint út ef meg- urðin er sjáanlega farin úr böndunum. „Þá á að spyrja beint hvernig eintaklingnum líði og nota tæki- færið til að lýsa yfir áhyggjum. Sjúklingarnir taka því ekki illa að vera spurðir og segja reyndar oft að eng- inn hafi sagt neitt, en bara horft á þá. Flestum finnst gott að finna stuðning og vilja innst inni hjálp.“ Fimm nýir sjúklingar á viku Feimnismál og fordómar Átröskun er feimnismál í ís- lensku samfélagi. Enginn hefur hátt um sjúkdóminn. Hvorki sjúk- lingar, aðstandendur né heil- brigðisyfirvöld. „Einhverra hluta vegna fylgir átröskun skammarstimpill. Sjúk- dómurinn hefur verið kallaður stelpusjúkdómur, en leggst á karlmenn líka og erfitt fyrir þá að brjótast fram og leita hjálpar. Hins vegar verða aðstandendur að grípa í taumana fyrr. Átröskun er miklum mun alvarlegri sjúk- dómur en kvef sem hægt er að lækna heima. Það dugar ekki að sitja yfir sjúklingnum og segja honum að borða. Hjálp er að finna hjá Speglinum, meðferðarstöð- inni Prismu og heilbrigðiskerf- inu.“ Og að mati Ægis gætu mennta- yfirvöld hjálpað ómetanlega með því að endurmeta námsstefnu sína. „Nú er verið þvinga upp á fermingarbörn fræðslu um það sem gerðist fyrir 2.000 árum. Hvernig væri að byrja aðeins fyrr og kenna börnum að lifa í nú- tímanum? Ég er sannfærður ef við eyddum sama tíma í kyn- fræðslu og fræðslu um líkamann og lífið, værum við ekki að sjá stelpur í endaþarmsmökum til að komast inn í partí, ekki svona mikið af átröskun, auk minnkandi einelti og ofbeldi. Menntamála- ráðherra ætti að taka fast á þess- um málum, gera minna af því að opna sýningar og taka við viður- kenningum, heldur ráðast á mál- efni sem skipta raunverulegu máli og kollvarpa menntakerfinu með því að aðlaga það nútíman- um.“ Ný sólarupprás Að sögn Ægis stendur margt ung- mennið tæpt og dauðveikt vegna átröskunarsjúkdóma. Mörg andlit minningargreina séu fórnarlömb sjúkdómsins. „Við reyndum að tala opinskátt um dauða Gerðu og ég dáist að fólki sem gerir það, því umræðan hefur hvetjandi áhrif á aðstand- endur til að stíga fram og hafa samband. Við þurfum á fólki að halda í Spegilinn til að halda um- ræðunni gangandi. Ég hélt að ég væri búinn með minn pakka, en nú er nýr sjúklingur í stórfjöl- skyldunni. Átröskun finnst í öll- um fjölskyldum. Líka hjá ráða- mönnum þjóðarinnar sem verða að líta sér nær. Sjúkdómurinn er afar vel falinn og erfitt að ná til sjúklinga sem og aðstandenda, en skömmina þarf að drepa. Það er engin skömm að veikjast, enda sjötíu prósent þjóðarinnar sem glíma við geðraskanir og geðsjúk- dóma. Við læknum ekki bara með lyfjum, heldur með því að tala um hlutina og veita hvort öðru stuðn- ing.“ Ægir bindur miklar vonir við Prismu og vill sjá hana vaxa upp í að verða meðferðarstöð þar sem sjúklingar eru lagðir inn og unnið með þá áfram á dagdeildum. „Það er löngu búið að reikna út hve mörg stöðugildi þarf á Land- spítalanum til að sinna þessum sjúklingum og við erum með tóm- ar hæðir á spítölunum, því okkur er sagt að fjármagn skorti. Samt skortir aldrei fjármagn í bruðl eins og sendiráð í Kína eða flutn- ing ísklumps til Parísar. Þegar kemur að dauðveikum Íslending- um virðist ekkert hægt og alltaf komið að lokuðum dyrum, nema menn séu komnir undir 35 kíló og búnir að reyna sjálfsmorð. Þá má koma inn í stutta innlögn og fá næringu í æð,“ segir Ægir að lok- um, fullur eldmóðs og baráttu- þreks í minningu sinnar heittelsk- uðu, en sáttur á ný við lífið og til- veruna. „Ég hef verið svo lánsamur að kynnast yndislegri konu sem stendur þétt við bakið á mér í bar- áttunni fyrir Spegilinn og reyni að nýta hverja stund til að hlúa sem best að börnum okkar Gerðu, enda hlutverk mitt sem foreldris að annast þau, gæta og uppfræða sem best, eins og reyndar allra foreldra í landinu. Ábyrgð okkar er mikil. Foreldrar Gerðu eru mér sem aðrir foreldrar og taka virkan þátt í uppeldi barnanna. Þó að áföll dynji á manni í lífinu kemur sólin alltaf upp aftur.“ ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.