Fréttablaðið - 13.03.2005, Page 21

Fréttablaðið - 13.03.2005, Page 21
    ! " # ! $      Helga Hlín Hákonarsdóttir starfar sem lögmaður hjá Íslandsbanka. Hún segist eiga mikil samskipti við fólk og ávallt hafa nóg að gera. „Starf mitt hjá Íslandsbanka snýr að verð- bréfaþjónustu og eigin viðskiptum bankans með verðbréf, en þetta eru sviðin sem við köllum markaðsviðskipti, eignastýringu, fyrirtækjaráðgjöf og eigin viðskipti og þar á sér stað allt milli himins og jarðar,“ segir Helga Hlín og bætir við að heilmikið reglu- verk gildi um þessi viðskipti sem þarf að passa upp á að farið sé eftir. „Ég er líka regluvörður en hann hefur eftirlit með viðskiptum starfsmanna með verðbréf, eigin viðskiptum bankans með verðbréf og svokölluðum kínamúr innan bankans. En það gengur út að á gæta trúnað- ar á milli einstakra sviða innan bankans og sjá til þess að trúnaðarupplýsingar fari ekki á milli deilda sem gætu valdið hagsmunaá- rekstrum,“ segir Helga Hlín. „Það er rosalega mikill hraði og spenna í þessu starfi og endalausar nýjungar sem eru mjög krefjandi. Ég á í miklum samskiptum við fólk, við viðskiptalífið og umhverfi þess í sinni víðustu mynd,“ segir Helga Hlín sem augljóslega hefur nóg á sinni könnu. Hún segist þó ekki vinna myrkranna á milli held- ur skipuleggja sig vel og auk þess hafi hún góða samstarfsmenn. „Það koma auðvitað miklir álagspunktar en þeir eru það hóflegir að maður sækir sér bara vítamínsprautu í rassinn til að fást við það. Það er líka nauðsynlegt að vera undir smá álagi stöku sinnum,“ segir Helga Hlín og brosir. Hún segir einnig að átak hafi verið í bankanum til þess að draga úr vinnuálagi og hafi það sannarlega skilað sér. „Grundvall- arbreyting er á ásýnd vinnutíma hjá fólki sem skilar sér í ánægðari og skilvirkari starfsmönnum,“ segir Helga Hlín. kristineva@frettabladid.is Mikill hraði og spenna atvinna@frettabladid.is Hlutverk.is nefnist nýr vefur Samtaka um vinnu- og verk- þjálfun. Starfsemi vinnustaða fatlaðra og hæfingarstöðva hef- ur stuðlað að auðugra lífi ótal einstaklinga, auknu fjárhags- legu sjálfstæði auk þess sem fjárhags- og félagslegur ávinn- ingur samfélagsins er mikill. Ætlunin með vefsíðunni er að efla vitund, skilning og virðingu almennings og fyrirtækja fyrir því starfi sem fram fer á vinnu- stöðum fatlaðra og hæfingar- stöðvum, kynna hlutverk þeirra, vörur og þjónustu, og stuðla þannig að fleiri og betri tæki- færum, breyttum viðhorfum og betri framtíð í at- vinnu- og endur- hæfingarmál- um fatlaðra einstaklinga. Skýrr vakir yfir atvinnulífinu og býður nú þeim fyrirtækjum og stofnunum sem þurfa aðgang að sérfræðingum í upplýsinga- tækni þjónustu tuttugu og fjóra tíma sólarhringsins. Fram til þessa hafa aðeins núverandi viðskiptavinir Skýrr fengið þessa þjónustu sem mun bera heitið Þjónustuver 24/7. Þjón- ustuverið mun taka að sér ýmis verkefni svo sem eins og sím- svörun, upplýsingatækniaðstoð og vöktun á hugbúnaði auk þess sem boðið er upp á sér- fræðing á vakt allan sólarhring- inn. Fyrirtæki geta bæði not- fært sér þessa þjónustu sjálf og einnig boðið viðskiptavinum sínum að njóta hennar. Helga Hlín Hákonardóttir lögmaður hjá Íslandsbanka skipuleggur sig vel í starfi og kveðst hafa góða samstarfsmenn. LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? Stuð í sumarskaki bls. 2 Hjón sækja sjóinn bls. 2 Vinnuvefur slær í gegn bls. 2 Matreiðslan skemmtilegust bls. 8 Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 24 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er sunnudagur 13. mars, 72. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 7.53 13.37 19.23 AKUREYRI 7.39 13.22 19.07 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag STÖRF Í BOÐI Verslunarstjóri Sparisjóðsstjóri Verkstjóri Lögfræðingur Verkamenn Kennarar Starfsnemar í Afríku Sjúkraliði Hárskerar Kælimaður Vörustjóri Byggingaverkfræðingur Lagerstjóri Lögmaður Bókari Framkvæmdastjóri Járnamenn Bílstjórar Sölufulltrúi Forritarar Móttökuritari Matartæknir Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.