Fréttablaðið - 13.03.2005, Side 56
24 13. mars 2005 SUNNUDAGUR
> “Ég er mjög sáttur með að
hafa tapað þessum
leik.“
Valur Ingimundarson, þjálfari
Skallagríms í körfubolta, tók
undarlega til orða í viðtali
við Morgunblaðið að leik
loknum gegn Fjölni í úrslita-
keppninni í fyrradag.
sport@frettabladid.is
> Við hrósum ...
... Snæfellingum og
Grindvíkingum fyrir að sýna
mikinn karakter og spila frábæra
vörn gegn andstæðingum
sínum í gær. Það er ekki á
hverjum degi sem KR-
ingum er haldið í 57
stigum á heimavelli og
Keflavík skorar aðeins 76 stig í
leik. Með sigrunum tryggja liðin
sér dýrmætan oddaleik á
miðvikudaginn.
Aðal frétt vikunnar
Sigur Chelsea á Barcelona
Eiður Smári Guðjohnsen skráði sig í
sökubækur íslenskrar knattspyrnu með
því einu að taka þátt í þessum
ótrúlegasta leik Meistaradeildarinnar á
síðari árum. Ekki skemmdi fyrir að
íslenski víkingurinn skoraði fyrsta mark
Chelsea í leiknum.
LEIKIR GÆRDAGSINS
Enska bikarkeppnin
BOLTON–ARSENAL 0–1
0–1 Freddie Ljungberg (3.).
SOUTHAMPTON–MAN.UTD 0–4
0–1 Roy Keane (3.), 0–2 Christiano Ronaldo
(45.), 0–3 Paul Scholes (48.), 0–4 Paul Scholes
(87.).
Enska 1. deildin
BURNLEY–ROTHERHAM 2–1
COVENTRY–CARDIFF 1–1
CREWE–SUNDERLAND 0–1
IPSWICH–NOTT. FOREST 6–0
LEEDS–GILLINGHAM 1–1
Gylfi Einarsson spilaði ekki með Leeds vegna
meiðsla.
PLYMOUTH–BRIGHTON 5–1
Bjarni Guðjónsson lék allan leikinn á miðju
Plymouth en náði ekki að skora.
PRESTON–WOLVES 2–2
QPR–WATFORD 3–1
Brynjar Björn Gunnarsson fékk beint rautt spjald
á 21. mínútu fyrir að slá boltann viljandi með
hendi. Heiðar Helguson lék allan leikinn.
READING–WEST HAM 3–1
Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading.
STOKE–SHEFFIELD UTD. 2–0
Hvorki Tryggvi Guðmundsson né Þórður Guð-
jónsson voru í leikmannahópi Stoke.
WIGAN–MILLWALL 2–0
Þýska Bundesligan
BIELEFELD–HAMBURG 3–4
0–1 Lauth (2.), 1–1 Porcello (21.), 2–1 Vata
(27.), 2–2 Barbarez (38.), 2–3 Boulahrouz (43.),
2–4 Mahdavikia (71.), 3–4 Buckley (87.).
LEVERKUSEN–H.BERLIN 3–3
1–0 Ponte (5.), 2–0 Butt, víti (13.), 2–1
Marcelinho (24.), 2–2 Marcelinho (29.), 2–3
Neuendorf (62.), 3–3 Voronin (84.).
FREIBURG–NURNBERG 2–3
1–0 Koejoe (7.), 1–1 Muller (23.), 2–1
Bajramovic (59.), 2–2 Mintal (85.), 2–3 Mintal
(90.).
H.ROSTOCK–BOCHUM 3–1
1–0 Di Salvo (36.), 2–0 Di Salvo (49.), 3–0 Prica
(53.), 3–1 Edu (70.),
KAISERSLAUTERN–M.GLADBACH 1–0
1–0 Altintop (45.).
W. BREMEN–MAINZ 0–0
WOLFSBURG–HANNOVER 1–0
1–0 Menseguez (6.).
STAÐA EFSTU LIÐA
BAYERN 24 15 5 4 46–23 50
SCHALKE 24 16 2 6 39–27 50
W.BREMEN 25 13 5 7 53–27 44
HAMBORG 25 14 1 10 45–39 43
STUTTGART 24 12 6 6 43–30 42
H.BERLIN 25 10 11 4 43–24 41
LEVERKUSEN 25 11 7 7 45–34 40
Deildarbikar karla
ÍA–BREIÐABLIK 1–2
0–1 Steinþór Freyr Þorsteinsson (8.), 0–2 Hans
Fróði Hansen (10.), 1–2 Jón Ákason (71.).
VALUR–VÍKINGUR 2–5
0–1 Vilhjálmur Vilhjálmsson, víti (17.), 1–1
Matthías Guðmundsson (18.), 2–1 Atli
Þórarinsson (19.), 3–1 Steinþór Gíslason (55.),
4–1 Matthías Guðmundsson (65.), 5–1 Matthías
Guðmundsson (87.), 5–2 Stefán Arnarson (90.)
GRINDAVÍK–FYLKIR 4–5
0–1 Sævar Þór Gíslason (12.), 1–1 Óli Stefán
Flóvetnsson, víti (19.), 1–2 Björgólfur Takefusa
(22.), 1–3 Björgólfur Takefusa, víti (27.), 1–4
Björgólfur Takefusa (43.), 2–4 Óskar Hauksson
(47.), 2–5 Erik Gustafsson (58.), 3–5 Eyþór Atli
Einarsson (74.), 4–5 Eyþór Atli Einarsson (86.).
NÚMI–AFTURELDING 0–3
0–1 Jóhann Björn Valsson (18.), 0–2 Jóhann
Björn Valsson (53.), 0–3 Gunnar Borg
Borgþórsson (85.)
Deildarbikar kvenna
FH–STJARNAN 1–2
0–1 Harpa Þorsteinsdóttir (30.), 0–2 Lilja
Kjartansdóttir (42.), 1–2 Linda Björgvinsdóttir
(77.).
60
SEKÚNDUR
Hvaða liði myndir þú aldrei spila
með? Maður á aldrei að segja aldrei
en Haukar eru síðasta liðið sem ég
myndi spila með.
Bjór eða rauðvín? Prótíndrykkir.
Er glasið hálffullt eða hálfttómt? Það
er hálffullt.
Brúnkukrem eða ljósabekkur?
Brúnkukrem. Ég nota stundum smá
brúnkukrem fyrir leiki ef leikurinn er í
sjónvarpinu. Þá verður maður að vera
smá klikkaður.
Viggó eða Gummi? Báðir góðir en
Viggó betri.
Gel eða hárspray? Gel og vax. Það er
komin ný blanda.
Hvað eyðirðu miklum tíma í hárið á
dag? Þremur til fjórum mínútum.
Metallica eða Madness? Metallica.
Besti handboltamaður heims? Christ-
ian Schwarzer.
Bratwurst eða SS-pylsa? Bratwurst.
Hún er rosalega góð. Miklu betri en
SS-pylsa.
Hvor er betri handboltamaður, þú
eða pabbi þinn? Pabbi er miklu betri
en ég ætla að verða betri.
MEÐ LOGA
GEIRSSYNI
Snæfell og Grindavík
knúðu fram oddaleiki
Snæfell hélt KR í 57 stigum í DHL-höllinni og Grindavík hélt Keflavíkur-
hraðlestinni í aðeins 76 stigum á heimavelli sínum í Grindavík.
KÖRFUBOLTI Snæfell og Grindavík
tryggðu sér oddaleiki í átta liða úr-
slitum Intersportdeildarinnar í
gær en jafnframt mistókst KR og
Keflavík að tryggja sér sæti í und-
anúrslitum. Snæfell hélt KR í 57
stigum í DHL-höllinni og Grinda-
vík hélt Keflavíkurhraðlestinni í
aðeins 76 stigum á heimavelli sín-
um í Grindavík og það er ljóst að á
báðum vígstöðum var lögð mikil
áhersla á að laga vörnina.
Snæfellingar rifu sig upp eftir
tapið á heimavelli sínum og unnu
mjög öruggan 25 stiga sigur á KR,
57-82, og hin frábæra Snæfells-
vörn sem vakti svo mikla athygli í
fyrra er greinilega mætt til leiks á
nýjan leik. Snæfell var komið í 17
stiga forustu eftir fyrsta leikhluta,
8-25 og þrátt fyrir að KR-ingar
ættu nokkra góða spretti náðu þeir
aldrei að minnka muninn í minna
en 10 stig.
Bárður Eyþórsson, þjálfari
Snæfells, var líka ánægður með
sína stráka eftir leik. „Ég sá það
strax í gær þegar við komum sam-
an heima hjá mér að mínir menn
voru tilbúnir til að klára þennan
leik og þetta var mjög sterkur sig-
ur hjá okkur. Allir í liðinu höfðu
rosalega gaman að þessu og það
gerði útslagið. Við vorum einbeitt-
ir allan tímann og þetta var algjör-
lega sigur liðsheildarinnar,“ sagði
Bárður Eyþórsson eftir leik.
„Nú er ekkert aftur snúið hjá
okkur og við þurfum bara að mæta
bara eins til leiks og það eru allir í
liðinu staðráðnir að láta leikinn frá
því í fyrra endurtaka sig,“ sagði
Bárður en Snæfell fór eins og
kunnugt er alla leið í úrslit í fyrra.
Grindvíkingar mættu harð-
ákveðnir til leiks á heimavelli sín-
um í gær og náðu að leggja granna
sína úr Keflavík og jafna metin í
viðureign liðanna í 1-1 og knýja
fram oddaleik í Keflavík á mið-
vikudag. Eftir að jafnt var eftir
fyrsta leikhluta 17-17, sigu heima-
menn framúr og voru yfir allan
leikinn og sigruðu að lokum 87-76.
Það var fyrst og fremst varnar-
leikurinn og stórleikur Helga
Jónasar Guðfinnssonar sem skóp
sigurinn í gær. Keflvíkingar urðu
fyrir því óláni að missa fyrirliða
sinn Gunnar Einarsson af velli
meiddan í byrjun leiks.
„Við vorum bara lélegir í dag,“
sagði Sigurður Ingimundarson,
þjálfari Keflvíkinga, eftir leik en
Einar Einarsson, þjálfari Grind-
víkinga, var öllu hressari með sína
menn. „Við höfum ekki verið að
spila góða vörn í vetur en hún gekk
upp hjá okkur í dag og það að halda
Keflvíkingum í 76 stigum segir
sína sögu um það. Ef menn koma
jafn tilbúnir til leiks á miðvikudag-
inn og við vorum í dag, þá getur
allt gerst. Keflvíkingarnir eru erf-
iðir heim að sækja, en það styttist
alltaf í tapið hjá þeim og við höfum
engu að tapa,“ sagði Einar.
Oddaleikir liðanna verða í
Keflavík og Stykkishólmi á mið-
vikudaginn og þá ræðst hvaða lið
kemst áfram í undanúrslitin. ■
Létt hjá Arsenal og Man.Utd
Arsenal og Manchester United
komust í gær í undanúrslit ensku
bikarkeppninnar í knattspyrnu.
Arsenal sigraði Bolton með einu
marki gegn engu þar sem Freddie
Ljungberg skoraði sigurmarkið
strax á 3. mínútu leiksins. Það var
þó ekki fótbolti sem vakti mesta
athygli manna í þessum leik held-
ur var það frakoma El-Hadji
Diouf sem er enn einu sinni búinn
að koma sér í vandræði.
Diouf fékk réttilega að líta
rauða spjaldið strax á 8. mínútu
leiksins fyrir að slá í andlit Jens
Lehman í marki Arsenal. Enn og
aftur sýndi Senegalinn óútskýr-
anlega hegðan og löngu ljóst að
verulegur skortur er á greind í
kollinum á þeim manni.
Sam Allardyce, stjóri Bolton,
var spar á yfirlýsingarnar í leiks-
lok en hann er mjög líklega búinn
að fá nóg af heimskupörum
Diouf. „Lehman kveikti í honum
og Diouf brást illa við. Hann
þurfti ekki að gera það en
Lehman byrjaði. Ég er ekki að af-
saka framkomu míns manns því
að leikmenn verða að geta haft
stjórn á sjálfum sér í tilvikum
sem þessum,“ sagði Allardyce.
Skiljanlega var á brattann að
sækja fyrir Bolton einum færri
en 10 leikmenn liðsins sýndu
samt hetjulega baráttu það sem
eftir lifði leiks og hefðu með smá
heppni getað jafnað leikinn.
Manchester United hafði
mikla yfirburði gegn South-
ampton þar sem lokatölur urðu 0-
4. Sigurinn var síst of stór því að
leikmenn Man.Utd fengu fjöl-
mörg dauðafæri þar sem ungu
strákarnir, Wayne Rooney og
Christiano Ronaldo, fóru fremstir
í flokki. Lið Southampton mætti
einfaldlega ofjörlum sínum og
greinilegt að vonbrigði vikunnar í
Meistaradeildinni voru ekkert að
sitja í leikmönnum Man.Utd. ■
Arsene Wenger, stjóri Arsenal,segir að misjöfn frammistaða
Arsenal það sem af er leiktíð sé sér
og engum öðrum
um að kenna. Wen-
ger segist hafa átt
að kaupa reynslu-
meiri leikmenn til
liðsins síðasta sum-
ar en meiðsli hafi
sett stórt strik í
reikninginn. „Stað-
reyndin er sú að við höfum misst
enska meistaratitilinn úr okkar
höndum og erum ekki lengur með í
Meistaradeildinni. Það hlýtur að
segja að ég sem þjálfari hef ekki
staðið mig nægilega vel,“ segir
Wenger.
Gabriel Heinze, argentínski varn-armaðurinn sem staðið hefur sig
svo frábærlega með Man.Utd á
tímabilinu, segir álit
sitt á samherja sín-
um Wayne Rooney
hafa farið sívaxandi.
„Á minni fyrstu æf-
ingu með honum
var ég ekki svo hrif-
inn. Hann lét lítið
fyrir sér fara og var
allt öðruvísi en ég átti von á. En í
fyrsta leiknum sem við spiluðum
saman sá ég úr hverju hann er
gerður. Þá gerði ég mér grein fyrir
því að hann er leikmaður á heims-
mælikvarða, fæddur skapari og
markaskorari. Hann hefur allt,“ segir
Heinze.
Heinze hefur einnig fulla trú á aðMan.Utd liðið eigi eftir að kom-
ast langt á næstu árum. „Ég er í ein-
stöku liði. Við erum rétt að byrja að
kynnast hvor öðrum og ég er viss
um að þetta lið mun vinna stærstu
titla Englands og Evrópu í nánustu
framtíð. Það er frábær mórall í
hópnum og allir eru með fæturna á
jörðinni. Það er mjög sjaldgæft,“
segir hann.
Lið Þróttar í Landsbankadeildinni íknattspyrnu varð fyrir töluverðri
blóðtöku í síðustu viku þegar ljóst
var að framherjinn Henning Jónas-
son þyrfti á aðgerð að halda til að
ráða bót á meiðslum í bæði liðþófa
og mjöðm. Talið er að Henning geti
orðið frá keppni í allt að þrjá mán-
uði en ef allt gengur að óskum ætti
hann að geta verið orðinn klár í
slaginn þegar Íslandsmótið hefst
um miðjan maí.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær:
ASHLEY COLE Þurfti að sætta sig við
að byrja á varamannabekk Arsenal í gær.
Úrslitakeppnin í körfu karla
GRINDAVÍK–KEFLAVÍK 87–76
Stig Grindavíkur: Helgi Jónas Guðfinnsson 22
(hitti úr 5 af 11 þriggja-stiga), Jeffrey Boschee 22,
Darrel Lewis 21, Terrel Taylor 16, Björn
Brynjólfsson 3, Þorleifur Ólafsson 3.
Stig Keflavíkur: Anthony Glover 30 (11 fráköst),
Nick Bradford 18 (10 fráköst), Magnús Þór
Gunnarsson 18, Jón Nordal Hafsteinsson 6,
Sverrir Sverrisson 2, Arnar Freyr Jónsson 2.
KR–SNÆFELL 57–82
Stig KR: Aaron Harper 18, Cameron Echols 12
(20 fráköst), Ólafur Már Ægisson 9, Níels Páll
Dungal 6, Brynjar Þór Björnsson 5, Steinar Kaldal
4, Jón Ólafur Jónsson 3.
Stig Snæfells: Mike Ames 22, Pálmi Freyr
Sigurgeirsson 19 (15 í fyrri hálfleik), Sigurður
Þorvaldsson 15 (9 fráköst), Magni Hafsteinsson 8
(9 fráköst), Calvin Clemmons 7 (10 fráköst),
Hlynur Bæringsson 4 (11 fráköst, 5 stoðs.), Helgi
Reynir Guðmundsson 3, Sveinn Davíðsson 2,
Gunnlaugur Smárason 2.
LEIKIR GÆRDAGSINS
PÁLMI GOÐUR Pálmi Freyr
Sigurgeirsson skoraði 15 stig í
fyrri hálfleik í sigri Snæfells á
KR í gær. Fréttablaðið/Stefán