Fréttablaðið - 13.03.2005, Síða 62

Fréttablaðið - 13.03.2005, Síða 62
13. mars 2005 SUNNUDAGUR Ég hef komið til helstu stórborga heims; Kaup- m a n n a h a f n a r, Malmö, Stokk- hólms, Berlínar og Greifswald í Aust- ur-Þýskalandi, meira að segja rétt eftir að múrinn féll. Ég kom að vísu í fyrsta og eina sinn til Lund- úna í fyrra en síðasta ferðalag mitt var austar á bóginn, nánar tiltekið til Búdapest þar sem ég fræddist um borgarhlutana Búda og Pest. Ég er því orðinn ýmsu vanur, er hálfgerður heimsborgari sem hefur kynnst misjöfnum menningarheim- um og opnað augun fyrir ólíkum gildum og viðmiðum. Samt er alltaf eitthvað sem kemur mér á óvart, sérstaklega þegar síst varir. Fyrir skömmu fór ég til Akur- eyrar. Mér hefur alltaf þótt gaman að koma norður í land því það er dá- lítið eins og að fara til útlanda. Fólkið á Akureyri talar jú nánast annað tungumál en íbúar höfuð- borgarsvæðisins og þar ríkir allt annað veðurfar en fyrir sunnan. Verslanir á Akureyri bjóða nán- ast upp á sama vöruúrval og þær fyrir sunnan. Þó eru að minnsta kosti tvær vörur sem skera sig al- gjörlega úr. Það eru flatkökurnar og mjólkin. Af einhverjum undar- legum ástæðum eru flatkökurnar fyrir norðan ferkantaðar en ekki hálfhringur eins og fyrir sunnan. Mjólkurfernurnar hafa líka alltaf verið öðruvísi í laginu og öðruvísi á litinn. Þær norðlensku eru ferkant- aðar og mun hærri en þær sunn- lensku. Ég hef velt þessum mun fyrir mér á yfirvegaðan hátt í lengri tíma. Fyrst lét ég fordómana hlaupa með mig í gönur en þá kom víðsýni mín og heimsborgarabrag- ur að góðum notum. Ástæðan fyrir þessum mun er afar einföld. Ís- skáparnir fyrir norðan hljóta að vera öðruvísi í laginu en fyrir sunn- an og því þarf að hanna mjólkur- fernurnar í samræmi við þá. Þar að auki hljóta hellurnar, sem flatkök- urnar eru bakaðar á, að vera fer- kantaðar, því annars myndu þær líta allt öðruvísi út. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON NÝTUR ÞESS AÐ VERA HEIMSBORGARI Ferkantaðar flatkökur M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Fiskbúð í grónu og góðu hverfi til sölu. Góðir tekjumöguleikar. Uppl. í síma 898-8070. E  " !  Fundarboð / Fræðslufundur Efling-stéttarfélag og Matvæla- og veitingasam- band Íslands boða félagsmenn sem starfa á veitinga- og skemmtistöðum til fræðslufundar um skaðsemi óbeinna reykinga og heilsuvernd starfsmanna. Fundurinn verður haldinn í Hvammi, Grand Hótel þriðjudaginn 15. mars n.k. kl. 15.00 Dagskrá: 1. Setning Sigurður Bessason 2. Erindi: a. Kristinn Tómasson læknir b. Siv Friðleifsdóttir alþingismaður c. Erna Hauksdóttir SAF Kaffihlé 3. Umræða 4. Niðurstaða fundarins Samantekt Níels S Olgeirsson Fundarstjóri: Guðmundur Þ. Jónsson ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.