Fréttablaðið - 13.03.2005, Síða 70

Fréttablaðið - 13.03.2005, Síða 70
38 13. mars 2005 SUNNUDAGUR Umboðsmaður skoðar Nylon Umboðsmaður bresku stúlknasveit- arinnar vinsælu Atomic Kitten er um þessar mundir að athuga hvort möguleiki sé að koma hinni íslensku stúlknasveit Nylon á framfæri í Bretlandi. Plata Nylon, 100% Nylon, var kynnt á tónlistarráðstefnu í London fyrir nokkru síðan og fékk umboðs- maðurinn þá eintak í hendurnar. „Hann skoðaði þetta en það hefur ekkert komið út úr því ennþá,“ seg- ir Einar Bárðarson, umboðsmaður Nylon. „Það er allt í lagi að kanna viðbrögðin þarna úti en þetta tekur allt svolítinn tíma. Þessi bransi þarna úti er líka þannig að þótt hljómsveitir séu komnar með plötu- samning er aldrei neitt öruggt,“ segir hann. Ný plata frá Nylon kemur líklega út um næstu jól og eru menn byrj- aðir að semja lög á gripinn, sem mun örugglega njóta mikilla vin- sælda miðað við viðtökurnar við fyrstu plötunni. DVD-diskur með sveitinni er síðan væntanlegur 22. mars. ■ Almennt tölvunám Sérstaklega hagnýtt og markvisst 60 stunda námskeið ætlað þeim sem hafa einhvern tölvugrunn til að byggja á eða einhverja reynslu af vinnu við tölvur en vilja auka við þekkingu sína, hraða og færni. Kennslugreinar: • Windows XP og skjalavarsla • Word • Excel • Internet og Outlook tölvupóstur og skipulag Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum og er hægt að velja um morgun- námskeið kl. 9 – 12 og kvöldnámskeið kl. 18 – 21. Kennsla hefst 15. mars og lýkur 3. maí. (Næstu námskeið hefjast 15. maí) Verð kr 38.000, T Ö L V U N Á M Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Íslandsmeistarakeppni kaffi- barþjóna hefur verið í gangi í Smáralind frá því á föstudag og kemur í ljós klukkan fimm í dag hver stendur uppi sem sigur- vegari. Sá aðili mun þá ferðast ásamt landsliði kaffibarþjóna, sem var valið í gær, til Banda- ríkjanna þar sem hann tekur þátt í heimsmeistarakeppninni og landsliðið aðstoðar hann. Njáll Björgvinsson vann keppnina í fyrra en hann er kaffibarþjónn á Te og kaffi. „Þetta er búið að ganga svona misjafnlega hjá fólkinu í dag, ég er að bíða eftir að röðin komi að mér,“ sagði hann í miðri keppni á föstudaginn. „Í keppninni eru fjórir smakk-dómarar og tveir tækni- dómarar. Smakk-dómararnir fylgjast með framkomu og þjón- ustuhæfileikum auk þess sem þeir að sjálfsögðu smakka drykkina og dæma þá þannig. Tækni-dómararnir fylgjast með öllum vinnubrögðum, snyrti- mennsku og öðru. Hver bar- þjónn gerir fjóra espresso, fjóra cappuccino og svo fjögur eintök af frjálsum drykk sem má ekki vera áfengur.“ Heimsmeistaramótið var haldið á Ítalíu í fyrra. Af þeim fimm mótum sem Íslendingar hafa tekið þátt í hafa tveir lent í fjórða sæti, einn í sjöunda og í tvígang hafa Íslendingar átt annan besta kaffibarþjón í heimi. „Ég hafði mjög gaman af því að fara þarna út og þetta var mjög góð reynsla. Keppnin fer eins fram og hér heima en dóm- ararnir eru harðari og keppend- urnir fleiri. Það var rosalega gaman að hitta allt þetta fólk með sama áhugamál og ég og skemmtilegt að skiptast á skoð- unum við það.“ Í gær kom í ljós hverjir komust í landslið kaffibarþjóna í ár og munu þeir keppa í dag um Íslandsmeistaratitilinn. Keppnin í dag fer fram í Smára- lind fyrir framan Hagkaup. Hún byrjar klukkan tvö og verða úr- slitin ljós klukkan fimm. hilda@frettabladid.is Kaffigerðarmaður Íslands valinn í dag ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI KAFFIBARÞJÓNA Keppnin hefur verið í gangi síðan á föstudaginn. Í dag eru aðeins eftir þeir sex sem komust í landsliðið og mun sá hópur keppa um titilinn. Hér sést Ágústa Saithong frá Kaffi Róma keppa. Vorið 1941 efndi stjórnmála- maðurinn Jónas frá Hriflu til sýningar á málverkum sem hann taldi vera svo ljót að þau gætu engan veginn með réttu talist vera listaverk. Á sýning- unni voru málverk eftir lista- menn á borð við Jóhann Briem, Þorvald Skúlason, Jón Stefáns- son og Gunnlaug Scheving. „Þessi verk hanga núna víða í sýningarsölum og prýða blaðsíð- ur listaverkabóka. Þetta eru allt saman perlur íslenskrar mynd- listar,“ segir Steingrímur Dúi Másson kvikmyndagerðarmað- ur, sem nú hefur gert heimildar- mynd um „háðungarsýningu“ Jónasar. Myndin, sem er tæp- lega hálftíma löng, verður sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld. „Það var 28. mars árið 1942 þegar Jónas hengdi upp í sal neðri deildar Alþingis þessi mál- verk sem særðu fegurðarskyn hans.“ Mánuði síðar ákvað hann að gefa almenningi kost á að sjá þessa sýningu og setti hana upp í glugga verslunarinnar Gefjun- ar, sem var á Hótel Íslandi þar sem nú er Ingólfstorg. Í fram- haldinu setti hann svo upp aðra sýningu þar með „fallegum“ málverkum, að eigin mati. „Mér finnst þetta svo skemmtilegt mál vegna þess að þó að þetta sé allt saman frekar neikvætt hafði það samt já- kvæðar afleiðingar. Þetta vekur upp mikla umræðu um nútíma- list og verður eiginlega til þess að listamenn ákveða að standa saman, bæði rithöfundar og myndlistarmenn. Þarna verður til vísir að Bandalagi íslenskra listamanna.“ Nafn Adolfs Hitler skýtur jafnan upp kollinum þegar minnst er á þessar alræmdu sýningar Jónasar, enda hafði Hitler staðið fyrir svipuðum sýningum á „úrkynjaðri list“ í Þýskalandi, fyrst árið 1937 og síðan reglulega næstu árin. „Þótt stjórnmálaskoðanir þeirra séu alls ekki þær sömu, enda var Jónas mikill andnasisti og vann mikið gegn Hitler, þá er ekki hægt að neita því að þessar tvær sýningar eru ískyggilega líkar. En Jónas gerði þetta allt saman í góðri trú og taldi sig vera að vinna landi og þjóð gagn.“ ■ ...fær Hildur Vala Idolstjarna fyrir ótrúlega frammistöðu í Idol Sjörnuleit og einstakan per- sónusjarma. Hildur Vala er vel að titlinum komin, haggaðist aldrei og kom sá og sigraði í hvert einasta skipti sem hún kom fram. Við óskum Hildi Völu til hamingju. HRÓSIÐ ■ TÓNLIST NYLON Ný plata með stúlknasveitinni er væntanleg fyrir næstu jól. STEINGRÍMUR DÚI: SÝNIR HEIMILDARMYND UM HÁÐUNGSSÝNINGU Fegurðarskyn Jónasar frá Hriflu EIN AF „LJÓTU“ MYNDUNUM Heimild- armynd Steingríms Dúa Mássonar um „háðungarsýningu“ Jónasar frá Hriflu verð- ur sýnd í Sjónvarpinu á sunnudagskvöld. HIN HLIÐIN HIN HLIÐIN Á GUNNARI KVARAN SELLÓLEIKARA Ætlaði að verða prestur Hvernig ertu núna? Stemmdur. Augnlitur: Gráblár. Starf: Sellóleikari. Stjörnumerki: Steingeit. Hjúskaparstaða: Ég er kvæntur Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeistara og við eigum eina dóttur. Hvaðan ertu? Ég er Reykvíkingur. Helsta afrek: Þegar ég í sömu vikunni handleggsbraut mig og skar mig þannig í andlitinu að það þurfti að sauma mörg spor. Ég var 5 ára. Helstu veikleikar: Sætindi. Helstu kostir: Ég reyni að vera jákvæður. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Hann er á þriðjudagskvöldum á Rúv með leynilög- regluforingjanum Boyd í aðalhlutverki. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Fallegast á fón- inn. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt. Uppáhaldsveitingastaður: Óðinsvé. Uppáhaldsborg: Kaupmannahöfn. Mestu vonbrigði lífsins: Þegar ég stend mig ekki í stykkinu. Áhugamál: Góðar bækur. Viltu vinna milljón? Ég vil gjarnan vinna milljón ef ég get verið viss um að geta ráð- stafað henni til góðs málefnis. Jeppi eða sportbíll? Jeppi. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Þegar ég var 6 eða 7 ára ætlaði ég að verða prestur. Hver er fyndnastur/fyndnust? Laddi er al- veg frábær. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Það eru margar kynþokkafullar konur. Trúir þú á drauga?Ég trúi á anda. Hvaða dýr vildirðu helst vera?Örn. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Ánamaðkur. Áttu gæludýr?Já, tvo ketti. Besta kvikmynd í heimi: Gone With the Wind. Besta bók í heimi: Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Næst á dagskrá: Flutningur á öllum sellósvítum Bachs. 16.01.1944

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.