Fréttablaðið - 31.03.2005, Side 4

Fréttablaðið - 31.03.2005, Side 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 61,26 61,56 115,20 115,76 79,27 79,71 10,64 10,70 9,69 9,75 8,67 8,72 0,57 0,57 92,37 92,93 GENGI GJALDMIÐLA 30.03.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 109,22 -0,21% 4 31. mars 2005 FIMMTUDAGUR Davíð Oddsson um sölu á Símanum: Nokkur stór atriði ófrágengin SÍMINN Ákvörðun um hvernig staðið verður að sölu Símans verður tekin á allra næstu dögum, að sögn Davíðs Oddssonar utanríksi- ráðherra sem fundaði með Halldóri Ásgrímssyni um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Enn á eftir að afgreiða nokkur stóð atriði, að sögn Davíðs. Hann vildi ekki láta uppi hver þau atriði væru en sagði að þau væru saman- hangandi. Spurður hvort stjórnar- flokkarnir væru sammála um fram- vindu málsins svaraði hann: „Stjórnarflokkarnir eru sammála um það að þessi atriði séu atriði sem verði að liggja á borðinu áður en til sölunnar kemur.“ Meðal þess sem taka þarf ákvörðun um er hvort selja eigi allt fyrirtækið í einu, og ef ekki, hversu stór hluti fyrirtækisins verði seldur í fyrstu umferð. Einnig þurfa stjórnarflokkarnir að komast að niðurstöðu um það hversu stór hluti verði seldur til kjölfestufjárfesta og hvort bjóða eigi stofnanafjárfestum hlut eða hvort þeir eigi að kaupa á almennum markaði. Að sögn Davíðs er ráðherra- nefndin, sem auk Davíðs og Hall- dórs er skipuð Geir H. Haarde fjár- málaráðherra og Valgerði Sverris- dóttur iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, enn að fara yfir málið. „Einkavæðingarnefndin gengur ekki lengra en hún hefur gengið fyrr en hún veit hvernig þeir sem bera hina pólitísku ábyrgð vilja að málið liggi við,“ sagði Davíð. „Við viljum klára málið sem fyrst því til þess að salan geti farið fram í júní eða júlí þarf þetta að liggja fyrir. Ég á von á því að það verði á allra næstu dögum, án þess að ég vilji dagsetja það. Vonandi í þessari viku,“ sagði Davíð. ■ - sda Ungt fólk neikvæðara í garð innflytjenda Fjórðungur stráka 14-16 ára segir að innflytjendur eigi ekki að njóta sömu réttinda og aðrir Íslendingar. Helmingur telur þá of marga. Félagslegar aðstæður og námsárangur hafa áhrif á afstöðu strákanna en enginn munur er milli höfuðborgar og landsbyggðar. INNFLYTJENDUR Neikvæð viðhorf í garð innflytjenda fara vaxandi meðal ungs fólks, samkvæmt nið- urstöðum rannsóknar sem Rann- sóknir og greining hafa gert fyrir Rauða kross Íslands. Samanborið við svipaðar kannanir 1997 og 2000 fækkar þeim ungmennum sem telja að menning sem fylgir innflytjendum hafi jákvæð áhrif á samfélagið en hinum sem telja að áhrifin séu neikvæð hefur fjölgað. Rannsóknin, sem var gerð árið 2003, tekur til níundu og tíundu bekkja grunnskóla um allt land en í þeim bekkjum eru krakkar á aldrinum fjórtán til sextán ára. Í könnuninni var meðal annars spurt hvort innflytjendur eigi að njóta sömu réttinda og aðrir Ís- lendingar og er aðeins helmingur unglinganna sammála því en fimmtungur eða 20 prósent er því ósammála. Þar hefur fækkað um átta af hundraði í hópi þeirra sem voru þessu sammála 1997 og þeim sem eru ósammála fjölgað að sama skapi um átta prósent. Áber- andi munur er á hlutfalli stráka og stelpna að þessu leyti, en fjórði hver strákur á aldrinum fjórtán til sextán ára er þeirrar skoðunar að innflytjendur eigi ekki að njóta sömu réttinda og aðrir Íslending- ar. Helmingi færri stelpur, eða 13 prósent, eru sömu skoðunar. Þá var spurt um afstöðu til fjölda innflytjenda og eru um 40 af hundraði unglinganna á þeirri skoðun að þeir séu of margir. Sambærileg tala 1997 var 24 pró- sent. Afstaða strákanna er mun harðari en stelpnanna en helming- ur þeirra telur innflytjendur of marga. „Þetta eru sláandi niður- stöður,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Við sjáum dæmi um já- kvæð áhrif útlendinga víða í sam- félaginu, meðal annars í menn- ingu, listum og atvinnulífi, en á sama tíma virðist afstaða ungs fólks gagnvart útlendingum vera að harðna“. Enginn munur er á afstöðu unglinga á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni en efasemdir um jákvæð áhrif innflytjenda aukast eftir því sem áhættuhegð- un eykst og félagslegar aðstæður versna. Hins vegar er athyglis- vert að þau ungmenni sem gengur vel í skóla og hafa jákvæð viðhorf til námsins eru jákvæðari gagn- vart innflytjendum en þau sem verr gengur. - sþs Lambasel: Fjörutíu um hverja lóð LÓÐAMÁL Alls eru 40 umsóknir um hverja lóð í Lambaseli í Breiðholti. Borginni hafa þegar borist um tólf- hundruð umsóknir um einbýlishúsa- lóðirnar þrjátíu, en umsóknarfrest- urinn er ekki liðinn. Athygli vakti þegar ónafngreind- ur auglýsti í Fréttablaðinu eftir því að kaupa lóð af þeim sem fengi út- hlutað. Fyrsta dag auglýsingarinnar heimsóttu um 1.200 manns heima- síðu ónefnda mannsins. Nú hafa nær 100 til viðbótar skoðað síðuna. Í auglýsingu borgarinnar stend- ur að sá sem framselji úthlutaða lóð geti ekki átt von á að fá úthlutað annarri byggingarlóð í Reykjavík. - gag Uppgjör hins opinbera: Taprekstur sveitarfélaga FJÁRMÁL Taprekstur sveitarfélag- anna árið 2004 nam tæpum tíu millj- örðum króna samkvæmt yfirliti sem Hagstofa Íslands birti í gær. Mest var tapið á síðasta ársfjórð- ungnum; 4,2 milljarðar króna. Afgangur var hins vegar á rekstri ríkisins í fyrra og nam hann fjórum milljörðum. Var veglegur rekstrarafgangur á síðasta árs- fjórðungi sem snéri þróuninni við en fyrri helming ársins var rekstur- inn neikvæður um 5,5 milljarða. Síð- ustu þrjá mánuði ársins 2004 voru tekjurnar hins vegar um níu millj- örðum króna meiri en gjöldin. Samanlagt var því tapið á rekstri hins opinbera tæpir sex milljarðar króna. Tekið er fram að tölur fyrir síðasta ársfjórðung eru bráða- birgðatölur. - bg Ekki fyrsta aprílgabb! Pantanir í síma 483 4700 info@hotel-ork.is, www.hotel-ork.is Einungis 4.900 krónur (Nóttin á mann í tvíbýli. Gisting, matur og skemmtanir) Einstakt vortilboð á Hótel Örk 1. - 3. apríl Hljóðkútarnir leika fyrir dansi laugardagskvöld Þriggja rétta hátíðarkvöldverður hússins Trúbadorar föstudagskvöld Sundlaug og gufa Gisting í tvíbýli Heitir pottar Morgunverður Aðeins 1.- 3. apríl ■ MJÓLKURSAMLÖG ■ LÖGREGLUMÁL Færð á vegum: Takmarkanir á malbiki FÆRÐ Enn eru í gildi þungatakmark- anir á mörgum láglendisvegum og jafnvel malbikuðum leiðum sam- væmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins. Ástæðan er sú að vegir eru mjög viðkvæmir meðan frost fer úr jörðu. Þá er akstur bannaður á fjöl- mörgum hálendisvegum sem komnir eru upp úr snjó þar sem þeir verða að drullusvaði ef þeir eru eknir. Ef fólk hefur áhuga á að komast upp á jökul er hægt að komast upp á Langjökul frá Húsafelli. ■ KOSIÐ UM SAMEININGU Deildar- fundir í félögum Mjólkursamsöl- unnar á Norður- og Vesturlandi verða haldnir í vikunni og þeirri næstu. Verður kosið um hvort sam- eina eigi fyrirtækið Mjólkurbúi Flóamanna. Felli ein af deildunum fimm sameiningu nær hún ekki fram að ganga í þetta sinn. Mjólk- ursamlag Kjalarnesþings hefur samþykkt sameiningu. Fræðirithöfundar: Sjö fá starfslaun ÚTHLUTUN 10,4 milljónum króna hefur verið úthlutað úr Launasjóði fræðirithöfunda. Samtals bárust 59 umsóknir og fengu sjö rithöfundar starfslaun í sex mánuði. Þetta eru Björn Hróarsson, Erla Hallsteins- dóttir, Halldór Guðmundsson, Ing- unn Ásdísardóttir, Jakob F. Ásgeirs- son, Ólafur Páll Jónsson og Þorvald- ur Kristinsson. Meðal þeirra verka sem rituð verða eru ævisaga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, Þórbergur og Gunnar – líf tveggja skálda auk fræðirits um íslenska hraunhella. - sgi SLASAÐIST VIÐ ÚTAFAKSTUR Kona var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri snemma í gærmorgun eftir að hafa ekið bíl sínum út af til móts við Æsustaði í Langadal. Kvartaði hún yfir eymslum í hálsi og baki en ekki var talið að um al- varleg meiðsl væru að ræða. Bíll konunnar var talinn ónýtur. FORDÓMAR AUKAST Þau kynntu rannsóknina: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir frá Rannsóknum og greiningu, Ómar Kristmundsson í stjórn RKÍ, Sigrún Árnasóttir framkvæmdastjóri RKÍ, og Helga G. Halldórs- dóttir sviðsstjóri. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Þannig hefur fjöldi þeirra tvöfaldast á síð- ustu tíu árum og þrefaldast á síðustu 25 árum. Heildarfjöldi: 1980 3240 1996 5148 2003 10180 Fjölmennustu hópar innflytjenda 1980 Danir 966 Bandaríkjamenn 667 Þjóðverjar 239 1996 Danir 953 Bandaríkjamenn 576 Pólverjar 460 2003 Pólverjar 1.856 Danir 870 Filippseyingar 609 DAVÍÐ ODDSSON EFTIR RÍKISSTJÓRNARFUND Í GÆR Meðal þess sem taka á eftir ákvörðun um er hvort selja á Símann í einu lagi, og ef ekki hversu stór hluti fyrirtækisins yrði seldur í fyrstu umferð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.