Fréttablaðið - 31.03.2005, Page 16
Húmor í óskilum
Íslendingar sem sóttu tónleika Stuðmanna í Royal Al-
bert Hall skemmtu sér konunglega. Húmor Stuð-
manna og upphitunarbandsins Hunds í óskilum vakti
ósvikna gleði Íslendinganna á svæðinu.
Eitthvað var um það að íslensk fyrirtæki nýttu þetta
tækifæri og byðu breskum viðskiptavinum sínum til
skemmtunarinnar. Bretarnir sem mættu voru hins
vegar úti á þekju þegar hinn alíslenski húmor var
annars vegar. Meðal þess sem fór fyrir brjóstið á sum-
um bresku gestanna var grín með tvífara Englands-
drottningar á tónleikunum. Meðal þess sem rætt
mun hafa verið í einu íslensku stórfyrirtæki var að
senda breskum gestum
þess bréf, biðjast afsök-
unar og gera tilraun til þess að
útskýra íslenskt fönn.
Velta vöngum um Actavis
Það vakti athygli fyrir skemmstu þegar Actavis samdi
við Íslandsbanka um að hafa viðskiptavakt um bréf
félagsins í Kauphöll Íslands. Áður hafði KB banki
sinnt þessu verkefni fyrir Actavis og velta menn nú
fyrir sér hvort kærleikar milli þessara tveggja fyrir-
tækja séu í minni kantinum. Greiningardeild KB
banka gaf nýverið út mat á verðmæti Actavis og ráð-
lagði fjárfestum að losa sig við bréf í lyfjafyrirtækinu.
Greiningardeild KB banka telur að verðmæti bréfanna
sé 33,1 en á markaði fæst nú 41 króna fyrir bréfin. Í
fyrradag fjallaði KB banki um Actavis í Hálf fimm frétt-
um og velti vöngum um hvort stjórnendur félagsins
hafi í hyggju að frest skráningu á
hlutabréfamarkað í Lundúnum, en
það hefur verið yfirlýst stefna félags-
ins. KB banki bendir á
að Actavis
leiti nú
að nýjum fjár-
málastjóra og að tillaga
fráfarandi stjórnar um næstu
stjórn feli ekki í sér að reglum
bresku kauphallarinnar sé fylgt.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.899
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 217
Velta: 2.962 milljónir
+0,07%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
KB banki hefur samið um að
hafa viðskiptavakt með bréf í
finnska hlutafélaginu Aspocomp
Group sem skráð er í finnsku
kauphöllinni.
Seil ehf. sem meðal ananars
er í eigu stjórnarmanna og stjórn-
enda hjá Vinnslustöðinni jók í
gær hlut sinn í Vinnslustöðinni
úr 4,9 í 11,9 prósent.
Sænska fyrirtækið Industrie-
varden jók í gær hlut sinn í Öss-
uri og er sem fyrr stærsti hluthaf-
inn í félaginu.
FTSE-vísitalan í Lundúnum
lækkaði um 0,37 prósent í gær. Í
Þýskalandi lækkaði Dax-vísitalan
um 0,1 prósent og í Japan lækk-
aði Nikkei-vísitalan um 0,29 pró-
sent.
16 31. mars 2005 FIMMTUDAGUR
Áhugaleysi fjárfesta er að
sögn forstjórans ein meg-
inskýringin fyrir brott-
hvarfinu. Samherji er
stærsta útflutningsfélag á
Íslandi en tækifæri til
vaxtar eru erlendis.
Samherji, stærsta sjávarútvegs-
fyrirtæki landsins, er á leið af
markaði ef yfirtökutilboð nokkurra
hluthafa félagsins nær fram að
ganga. Í gær var tilkynnt um að eig-
endur 60 prósenta hlutafjár í félag-
inu ætli að gera öðrum hluthöfum
tilboð í hlutabréf þeirra.
Að tilboðinu munu standa Krist-
ján Vilhelmsson og Þorsteinn Már
Baldvinsson, stærstu hluthafar
Samherja, ásamt Fjárfestingarfé-
laginu Firði, sem er í þeirra eigu,
Blika, sem er í eigu lykilstarfs-
manna Samherja, Tryggingamið-
stöðinni, F-15, Finnboga A. Bald-
vinssyni, forstjóra Pickenpack-
Hussmann & Hahn, og öðrum fjár-
hagslega tengdum aðilum. Tilboðið
verður lagt fram innan fjögurra
vikna.
Markaðsvirði Samherja er um
20 milljarðar króna þannig að hóp-
urinn þarf að reiða fram um 9,0
milljarða króna til að eignast aðra
hluti. Yfirtökuverðið miðast við
verðið 12,1 króna á hlut en við það
bætist 30 prósent arðgreiðsla fyrir
síðasta ár.
Samherji, sem var skráður á
markað í júní árið 1997, bætist við
flóru þeirra félaga sem hafa verið
afskráð á undanförnum misserum.
Félagið gæti orðið það fjórða sem
hverfur úr Kauphöll Íslands á þessu
ári en fyrr á árinu voru Opin kerfi
Group og sjávarútvegsfélögin
Hraðfrystistöð Þórshafnar og Tangi
afskráð.
Það er því hugsanlegt að aðeins
þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verði
eftir á markaði; HB Grandi,
Vinnslustöðin og Þormóður rammi –
Sæberg.
„Sjávarútvegsfyrirtæki hafa
verið að hverfa úr Kauphöll Íslands
af ýmsum ástæðum. Deilur um
þessa grein hafa skaðað þessi fyrir-
tæki og fjárfestar hafa lítinn áhuga
á greininni. Bankar og lífeyrissjóð-
ir hafa einna helst verið að fjárfesta
í bréfum okkar og annarra sam-
bærilegra félaga,“ segir Þorsteinn
Már Baldvinsson, forstjóri Sam-
herja og bendir á að ávöxtun hluta-
bréfa í öðrum greinum en sjávar-
útvegi hafi verið betri. Þorsteinn
Már vonar að aðrir hluthafar Sam-
herja verði sáttir við yfirtökuverðið
en það er 10 prósentum hærra en
gengi félagsins var um síðustu ára-
mót.
„Það er ljóst að Samherji vex
ekki á Íslandi. Við höfum unnið
mikið erlendis og við viljum vaxa
þar áfram. Tækifærin eru þar,“
segir hann. - eþa
vidskipti@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 41,30 +0,73% ... Atorka 6,10
– ... Bakkavör 31,60 -1,56% ... Burðarás 14,05 – ... FL Group 13,75 – ...
Flaga 5,38 -0,92% ... Íslandsbanki 12,30 +0,41% ... KB banki 525,00 -
0,19% ... Kögun 60,00 – ... Landsbankinn 14,85 +0,34% ... Marel 56,50
-0,35% ... Og fjarskipti 4,12 -0,24% ... Samherji 12,25 +2,08% ...
Straumur 10,35 +0,49% ... Össur 83,00 +1,22%
Samherji af markaði
Líftæknisjóðurinn 33,33%
Vinnslustöðin 9,72%
Samherji 2,08%
Fiskimarkaður Ísl. -1,79%
Tryggingamiðstöðin -1,74%
Bakkavör -1,56%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
!
"
# $ #"
%
!"
&'("("
) )%**%+%
, !!
,- #
.
)
)/ ,, $
% !$
! &
0) 0
$
)
#
/)
/
)
%
1, '
!
$
2
# "3
%
1-, ($ !%
4 )
!
5 )
%
%64
*)
%
+ !$!!% $ &
)
$
7
"
)
"
# $ #"
%
+
,
08)9
)
# )
"
- .
# /
$"
% #
-
/
,
1%%:%
%
Þórði Friðjónssyni, forstjóra
Kauphallar Íslands, þykir það
sárt að missa Samherja af mark-
aði, enda er um glæsilegt félag
að ræða. Stærstu eigendur Sam-
herja hyggjast yfirtaka félagið
og afskrá það úr Kauphöllinni.
Þórður bendir á að sjávar-
útvegsfyrirtæki hafi átt undir
högg að sækja á hlutabréfamark-
aði og fari fækkandi. Stafi það
meðal annars af sérkennum
greinarinnar en erlendum fjár-
festum er óheimilt að fjárfesta
beint í þessum félögum. Einnig
hafi pólitísk sjónarmið dregið úr
áhuga fjárfesta. „Hún er orðin
fátækleg flóran af sjávarútvegs-
fyrirtækjum. Við gerðum okkur
vonir um að efla þennan mark-
að,“ segir Þórður.
Hann hefur ekki miklar
áhyggjur af þeirri þróun sem
hefur átt sér stað með fækkun
skráðra fyrirtækja. „Við gerum
okkur þvert á móti vonir um að
sterk fyrirtæki sæki aftur inn á
markað. Það horfir ágætlega til
með nýskráningar þótt skráning
nýrra sjávarútvegsfyrirtækja
séu ekki í sjónmáli. Við reiknum
með að allnokkur fyrirtæki komi
fljótlega inn í Kauphöllina,“
segir hann.
- eþa
Flaggskipið hverfur
ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON, FORSTJÓRI
KAUPHALLAR ÍSLANDS Alltaf sárt að
sjá á eftir glæsilegum félögum.
RISAYFIRTAKA Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ætlar ásamt öðrum fjár-
festum að gera tilboð í hlutabréf annarra hluthafa í Samherja. Hlutabréf í Samherja,
stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, verða svo afskráð.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Greiða mikinn arð
Tvö félög í Kauphöllinni
greiða allan hagnaðinn í
arð.
Tvö félög í Kauphöllinni,
Landssíminn og Þormóður
rammi – Sæberg, greiða í ár
hærri arð til eigenda sinna en
sem nemur árshagnaði síðasta
árs.
Á aðalfundi Landssímans, sem
haldinn var fyrir stuttu, var sam-
þykkt að greiða 90 prósenta arð,
sem þýðir að félagið greiðir út
6.300 milljarða króna. Síminn
hagnaðist um 3.070 milljónir
króna og greiðir því út um 200
prósent af hagnaði sínum í arð.
Það mun vera hæsta arðgreiðsla
sem íslenskt félag hefur greitt.
Þormóður rammi – Sæberg
skilaði 319 milljóna króna hagn-
aði árið 2004. Stjórn félagsins
lagði til að hluthöfum yrðu
greiddar 650 milljónir króna í
arð.
Bæði félög hafa lagt áherslur
á að greiða háan arð. Þormóður
rammi greiddi eigendum sínum
einnig 50 prósenta arð árin 2002-
2003 og Síminn hefur borgað yfir
10 milljarða í arðgreiðslur und-
anfarin þrjú ár.
- eþa
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
AÐALFUNDUR SÍMANS 2005 Síminn
hefur greitt hluthöfum sínum yfir 10 millj-
arða króna í arð undanfarin þrjú ár.