Fréttablaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 18
„Ég geri ráð fyrir að fá börnin, barnabörnin og barnabarna- börnin í heimsókn og eiga góða stund með þeim,“ segir Sigurður A. Magnússon rithöfundur sem er 77 ára í dag. Hann hefur haft fyrir sið að fagna veglega á stórafmælum en er rólegri á öðrum dögum. „Ég bauð hundruð manna í veislu þegar ég varð fimmtugur, sextugur, sjötugur og nú síðast þegar ég varð 75 ára,“ segir Sigurður. „Ég er mikill sel- skapsmaður og þó það hafi vissu- lega dregið af manni með árunum, finnst mér alltaf gott að vera inn- an um gott fólk.“ Þó Sigurður eigi ekki stóraf- mæli stendur hann vissulega á tímamótum, því í sumar fer hann í sína síðustu Grikklandsför. „Í fyrra ætlaði ég í síðustu ferðina, en það komust færri að en vildu og ég gat ekki hugsað mér annað en að fylgja þeim út að ári sem voru á biðlistanum,“ segir hann, en bætir við að enn sé laust pláss fyrir þá sem vilja nýta síðasta tækifærið til að flakka um Grikk- land undir leiðsögn sagnabrunns- ins Sigurðar. Hann hefur lengi haft sterkar taugar til Grikklands, en þangað kom hann fyrst 23 ára gamall og bjó þá í klaustri í eitt ár á meðan hann nam guðfræði. „Ég heillaðist bæði af landinu og fólkinu. Grikk- ir eru hlýtt og skemmtilegt fólk, loftslagið gerist ekki betra og landið minnir á heimahagana. Á öllum mínum ferðalögum hefur enginn staður minnt mig jafn mik- ið á Ísland og Grikkland.“ Síðan Sigurður fór að skipu- leggja hópferðir hafa hátt í fjögur þúsund manns farið til Grikklands undir hans leiðsögn og margir oftar en einu sinni. „Í fyrra fóru 47 með mér, þar af voru 15 sem höfðu komið áður.“ En skyldi hann aldrei fá leið á þessu? „Ekki Grikklandi, nei og ég hef enn engan hitt sem hefur verið óá- nægður með ferðina. Skriftir eru einmanaleg iðja og ég hef gert þetta að mínu öðru starfi til að fá tækifæri til að umgangast skemmtilegt fólk. Það er alltaf góður andi í þessum ferðum.“ ■ 18 31. mars 2005 FIMMTUDAGUR NIKOLAJ VASSÍLIJEVITS GOGOL (1809-1852) fæddist þennan dag. Grikkir sóttir heim í síðasta sinn TÍMAMÓT: SIGURÐUR A. MAGNÚSSON 77 ÁRA „Til lítils er að skamma spegilinn þótt andlitið sé úr lagi gengið.“ Gogol er einna þekktastur fyrir skáldsögu sína Dauðar sálir sem út kom árið 1842. Hann var fæddur í Úkraínu og ólst þar upp á setri foreldra sinna. Rétt eftirnafn hans var Íanofskí, en afi skáldsins hafði tekið upp nafnið „Gogol“ til að undirstrika tengsl við Kósakka. Undir það síðasta hafði trúarofstækisprestur að nafni Konstan- ínoviskí mikil áhrif á Gogol sem brenndi framhaldið af Dauðum sál- um, tíu dögum áður en hann lést 4. mars 1852. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Fjóla Tryggvadóttir, Austurbrún 4, Reykjavík, er látin. Sveinbjörn Bárðarson, flugumferðar- stjóri, Smárahlíð 7c, Akureyri, lést sunnudaginn 20. mars. Friðgerður Rannveig Kjærnested Finn- björnsdóttir, Garðvangi, Garði, áður á Birkiteigi 13, Keflavík, lést fimmtudaginn 24. mars. Ingibjörg Adolfsdóttir, Austurbrún 4, Reykjavík, lést föstudaginn 25. mars. Ásta Eygló Stefánsdóttir, fv. banka- starfsmaður, leiðsögumaður og frönsku- kennari, Neshaga 15, Reykjavík, lést sunnudaginn 27. mars. JARÐARFARIR 11.00 Þormóður Haukur Jónsson, Ugluhólum 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.00 Birna Björnsdóttir, fv. bankafull- trúi, Hvassaleiti 14, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensás- kirkju. 13.00 Katrín Vilhelmsdóttir, Hrafnistu, áður Byggðarenda 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvog- skapellu. 15.00 Árný Hulda Steinþórsdóttir, Freyjugötu 30, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 15.00 Inga G. Þorkelsdóttir, Droplaug- arstöðum, áður Freyjugötu 17, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju. 15.00 Unnur Frímannsdóttir, fyrrum húsfreyja á Heiðarbæ II, Þingvalla- sveit, verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju. Þennan dag árið 1959 var Dalai Lama hrakinn í útlegð þegar kín- versk yfirvöld bældu niður upp- reisn í Tíbet. Dalai Lama flúði til Indlands og fékk þar pólitískt hæli. Dalai Lama fæddist í Takster- héraði í Kína og hét þá Tensin Gjatso. Hann var skipaður fjórt- ándi Dalai Lama árið 1940 og varð ekki aðeins trúarlegur held- ur einnig pólitískur leiðtogi Tíbeta. Frá fyrri hluta 20. aldar höfðu Kínverjar treyst ítök sín í Tíbet sífellt meira og árið 1950, eftir að kommúnistar komust til valda í Kína, réðust þeir inn í Tíbet. Ári síðar komust löndin að samkomulagi um að Tíbet yrði sjálfráða hérað innan Kína. Að nafninu til átti Dalai Lama að stjórna landinu en Kínverjar fóru ekki leynt með að þeir höfðu tögl og hagldir. Tíbetar undu trú- banni kínverskra yfirvalda illa og mótmæltu reglulega og í mars- mánuði árið 1959 braust út upp- reisn. Kínverski herinn bældi uppreisnina niður af svo mikilli hörku að það þótti jaðra við þjóðarmorð. Dalai Lama komst undan til Ind- lands og réttum tíu árum síðar fékk hann varanlegt hæli þar í landi. Hann kom á fót lýðræðis- lega kjörinni útlagastjórn Tíbeta og mótmælti ákaflega harðstjórn Kínverja sem höfðu tekið algjör- lega fyrir iðkun búddisma og eyðilagt klaustur. Trúarbanninu var aflétt árið 1976 en yfirráðum Kína í Tíbet er enn mótmælt með alþjóðlegum stuðningi. Árið 1989 hlaut Dalai Lama friðar- verðlaun Nóbels fyrir friðsamlega baráttu fyrir sjálfstæði Tíbets. DALAI LAMA ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1863 Vilhelmína Lever verður fyrst kvenna til að kjósa hér í sveit- arstjórnarkosningum þegar hún kaus í bæjarstjórnarkosn- ingum á Akureyri. 1889 Franski verkfræðingurinn Alexandre Gustave Eiffel flaggar franska fánanum úr toppi turns síns til marks um að hann sé fullgerður. 1905 Við borun eftir vatni í Öskju- hlíð fannst málmtegund sem talin var vera gull. Síðar kom í ljós að vinnsla myndi ekki borga sig. 1936 Bretar og Frakkar heita Pól- verjum stuðningi verði ráðist inn í landið. 1944 Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen í þýðingu Einars Bene- diktssonar sýndur í fyrsta sinn á Íslandi. 1990 Viðbygging við Háskólabíó tekin í notkun, en við það fjögaði sýningarsölum úr ein- um í fimm. Dalai Lama hrakinn í útlegð Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og barnabarn, Þorsteinn Þórðarson Gaukstaðavegi 4, Garði varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 27. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórður Guðmundsson Hafþór Þórðarson Kristín Þórðardóttir Ólafur Þórðarson Kristín Ingimundardóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi Sveinbjörn Bárðarson flugumferðarstjóri Smárahlíð 7c, Akureyri lést að heimili sínu sunnudaginn 20. mars. Útförin verður gerð frá Skútustaðakirkju laugardaginn 2. apríl kl. 14.00. Benedikt Sveinbjörnsson Sólveig Jónsdóttir Bárður Sveinbjörnsson Ingibjörg H. Þórisdóttir Gunnar Sveinbjörnsson Þórdís Þórarinsdóttir Jón Egill Sveinbjörnsson Hanna Edda Halldórsdóttir og barnabörn. AFMÆLI Ragnar Þór Arnljótsson teiknari er fimmtugur í dag. Ásdís Kalman myndlistarkona er 41 árs í dag. Þrúður Vilhjálmsdóttir leikkona er 32 ára í dag. Kristján Guy Burgess, fréttastjóri DV, er 32 ára í dag. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1596 Rene Descartes, heimspekingur. 1732 Franz Joseph Haydn, tónskáld. 1811 R.W. von Bunsen, efnafræðingur. 1934 Shirley Jones, leikkona. 1943 Christopher Walken, leikari. 1959 Angus Young, gítarleikari AC/DC. 1971 Ewan McGregor, leikari. Heimir á herrakvöldi Herrakvöld Víkings verður haldið í Víkinni annað kvöld og opnar húsið klukkan hálf átta, en gestir herrakvöldsins fá frítt á leikinn Víkingur-FH sem hefst þegar klukkuna vantar fimmtán mínút- ur í sjö. Veislustjóri á herrakvöldinu verður sjónvarpsmaðurinn góð- kunni Heimir Karlsson, en ræðu- maður og gestur verður Gísli Einarsson, ritstjóri Skessuhorns. Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir og fleira til. „Ég er nátt- úrlega borinn og barnfæddur Vík- ingur og var í Víkingi bæði í hand- bolta og fótbolta,“ segir Heimir og kvaðst því ekki hafa getað færst undan því að stýra veislunni í gamla félaginu sínu þegar eftir því var leitað og bjóst við skemmtilegu kvöldi. „Maður tínir saman einhverjar skemmtilegar sögur úr boltanum og brandara einhverja. Svo er nú boðið upp á heilmikla skemmtidagskrá og maður reynir að passa að hún gangi snurðulaust fyrir sig.“ ■ Samkeppni um sjávarútvegsvef Ráðuneyti sjávarútvegs og menntamála hafa efnt til sam- keppni meðal grunnskóla lands- ins um verkefnið Sjávarútvegur í fortíð, nútíð og framtíð, en í því felst að nemendur búi til sérstak- an sjávarútvegsvef um efnið sem vistaður skal á vefsvæði skólans. Samkeppnin er haldin í tilefni af því að um þessar mundir eru 100 ár síðan Coot, fyrsti íslenski tog- arinn, kom til landsins. Á heimasíðunni Menntagátt (www.menntagatt.is/?pageid=449 ) má finna allar frekari upplýs- ingar um keppnina, en þar er einnig búið að safna saman upp- lýsingum um vefsíður og fleira sem nýst gætu nemendunum sem heimildir, auk þess sem vísað er á efni um vefsíðugerð og annað gagnlegt. Hver skóli getur sent eitt verkefni í keppnina og er skila- frestur verkefna til 25. maí næst- komandi. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú bestu verkefnin og koma þau í hlut viðkomandi skóla. Fulltrúum skólanna í þrem efstu sætunum verður síðan boðið á sjávarútvegssýninguna í septem- ber þar sem verðlaunin verða afhent. Fyrstu verðlaun eru skjávarpi, myndbandstökuvél og tölva, önnur verðlaun eru skjávarpi og myndbandstökuvél og þriðju verðlaun skjávarpi. ■ COOT, FYRSTI ÍSLENSKI TOGARINN Á sjávarútvegssýningunni í haust verða veitt verðlaun í samkeppni grunnskóla um gerð vefsvæðis með yfirskriftinni Sjávarút- vegur í fortíð, nútíð og framtíð. HEIMIR KARLSSON SIGURÐUR A. MAGNÚSSON Hátt á fjórða þúsund manns hafa fylgt Sigurði til Grikk- lands undanfarna fjóra áratugi. Skriftir eru einmanaleg iðja og Sigurður segist ferðast til að umgangast fólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.