Fréttablaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 40
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
28 29 30 31 1 2 3
Fimmtudagur
MARS
■ ■ LEIKIR
19.00 Valur og ÍA mætast í
Egilshöll í 1. riðli A-deildar
deildarbikars karla í fótbolta.
19.15 FH og Valur mætast í
Kaplakrika í úrslitakeppni DHL-
deildar kvenna í handbolta.
19.15 ÍBV og Víkingur mætast í
Vestmannaeyjum í úrslitakeppni
DHL-deildar kvenna í handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
16.00 Formúla 1 á Sýn.
16.25 Skíðamót Íslands á RÚV.
16.45 Handboltakvöld á RÚV.
17.15 Olíssport á Sýn.
18.30 Fótbolti um víða veröld á
Sýn.
20.00 Íslandsmótið í handbolta á
RÚV. Bein útsending frá síðari
hálfleik í leik FH og Vals í
úrslitakeppni DHL-deildar kvenna í
handbolta.
21.00 Þú ert í beinni! á Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn.
23.05 Skíðamót Íslands á RÚV.
23.15 Þú ert í beinni! á Sýn.
00.15 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn.
Varnarsigur Íslands í Padova
20 31. mars 2005 FIMMTUDAGUR
> Við vorkennum ...
... Kára Árnasyni, sem hlýtur að hafa
liðið skelfilega í gær er
honum var vikið af
velli eftir aðeins þrjár
mínútur í sínum fyrsta
landsleik. Svo sannarlega
eftirminnileg byrjun á
landsliðsferlinum hjá
Kára, sem hlýtur að
hafa skráð sig í
einhverjar metabækur.
sport@frettabladid.is
> Við hrósum ...
... íslenska landsliðinu í knattspyrnu
sem tókst loksins að stöðva
lekann í vörninni og
halda hreinu gegn
Ítölum í Padova í gær.
Það var svo sannarlega
kominn tími til eftir
flengingar í
síðustu leikjum.
Aðal frétt dagsins
Betri úrslit hjá Möltu í Zagreb
Maltverjar stóðu sig betur gegn
Króötum í gær en Íslendingar gerðu
á laugardaginn í Zagreb. Malta tapaði
„aðeins“ 3–0 fyrir króatíska liðinu,
sem er betri árangur heldur en það
íslenska getur státað af, en Íslend-
ingar fóru til Ítalíu með fjögurra
marka tap á bakinu.
Eggert Maríuson, þjálfari ÍR í Intersport-
deildinni í körfuknattleik, tilkynnti á
dögunum að hann væri hættur að
þjálfa í bili. „Ég var búinn að ákveða
það fyrir töluverðum tíma að ég ætlaði
að taka mér hvíld eftir að samningstíma
mínum lyki hjá ÍR,“ sagði Eggert, sem
var ráðinn til þriggja ára. „Ég verð sjálf-
sagt eitthvað í kringum liðið en ekki
sem þjálfari.“
Aðspurður hvort hann myndi ráða sig til
annars liðs taldi Eggert afar litlar líkur á
því. „Maður getur náttúrlega aldrei sagt
aldrei en ef ég hefði haldið áfram að
þjálfa hefði ég verið áfram hjá ÍR. Ég er
búinn að þjálfa meistaraflokk í sex ár
og tími til kominn að hlaða batteríin,“
bætti Eggert við en hann var eitt ár hjá
Fjölni og tvö ár með Breiðablik áður en
hann hélt til ÍR.
Eggert fullyrti að ekkert hefði getað
breytt ákvörðun sinni og að hún hefði
legið lengi í loftinu. „Það hefði nátt-
úrlega verið skemmtilegra að hætta
sem Íslandsmeistari en það hefði
ekki breytt ákvörðun minni um
að draga mig í hlé. Þetta er
búið að vera mjög gaman í
vetur þrátt fyrir miklar sveiflur.“
ÍR-ingar geta vel við unað og
sýndu hvers megnugir þeir
eru með því að vinna Njarð-
vík, 2-0, í fyrstu umferð úr-
slitakeppninnar og lögðu Kefl-
víkinga á hinum firnasterka
heimavelli, Sláturhúsinu. „Ég
kveð sáttur í bili en það var samt
hundleiðinlegt að tapa þremur í
röð í undanúrslitunum. Eftir á að
hyggja voru Keflvíkingar bara með
mjög góðir og við
erum ekkert
minni menn
að vera
slegnir út
af sjálf-
um Ís-
lands-
meistur-
unum,“
segir
Eggert
Maríu-
son, frá-
farandi
þjálfari
ÍR.
Íslenska knattspyrnulandsliðið hélt hreinu gegn Ítölum í Padova. Leikurinn var líflegur og nýliðinn Kári
Árnason fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins þrjár mínútur á vellinum.
KÖRFUBOLTAÞJÁLFARINN EGGERT MARÍUSON: HÆTTUR MEÐ ÍR-INGA EFTIR ÞRJÚ ÁR Í BREIÐHOLTINU
Kominn tími til að hlaða batteríin
FÓTBOLTI „Við vorum ekkert farnir
að athuga okkar stöðu sem lands-
liðsþjálfarar neitt sérstaklega
fyrir leikinn. Við reynum alltaf að
gera okkar besta. Ef við einbeit-
um okkur ekki að því fara leikirn-
ir illa. En ef eitthvað slíkt kemur
upp, að við séum á útleið, þá lofa
ég því að þið fáið að frétta af því,“
sagði Logi Ólafsson landsliðs-
þjálfari við Fréttablaðið í Padova í
gærvöld eftir markalaust jafn-
tefli Ítalíu og Íslands í vináttu-
landsleik þjóðanna.
Ísland fékk fyrsta færi leiksins
strax á fjórðu mínútu. Hannes Þ.
Sigurðsson slapp einn í gegn og lét
skotið ríða af við markteigshornið
en Flavio Roma bjargaði með góðu
úthlaupi. Eftir þetta tóku Ítalir öll
völd á vellinum og dældu háum
boltum fram á hinn stóra og stæði-
lega framherja, Luca Toni. Eftir
hálftíma leik skoraði Toni með
skalla en markið var réttilega
dæmt af þar sem hann braut á
Ólafi Erni Bjarnasyni.
Tveimur mínútum síðar skor-
aði Daniele De Rossi aftur fyrir
Ítalíu með skoti frá vítateigslínu
eftir hornspyrnu en markið var
dæmt af vegna brots inni í teig.
„Við löguðum það sem aflaga
fór gegn Króatíu. Við stóðum
varnarleikinn mjög vel, menn
voru vakandi í vörninni. Eðli
málsins samkvæmt var lítið að
gerast fram á við. Hvorugt lið var
með sinn sterkasta mannskap og
við söknum auðvitað Eiðs Smára.
En ég er stoltur af strákunum,
þeir sýndu mikinn karakter,“
sagði Ásgeir Sigurvinsson lands-
liðsþjálfari.
Ítalir áttu 20 markskot í leikn-
um en Ísland tvö, eitt í hvorum
hálfleik.
Kári Árnason kom inn í sínum
fyrsta landsleik þegar 10 mínútur
voru eftir. Hann staldraði stutt
við, eða nákvæmlega þrjár mínút-
ur, því hann braut gróflega á
Barzagli og var réttilega rekinn af
velli.
„Mér fannst þetta ekki vera
rautt spjald, brotið var ekki það
gróft. Þetta er rosalega súrt, ætli
ég sé ekki kominn í flokk með
Vinnie Jones og félögum eftir
þetta,“ sagði Kári við Fréttablað-
ið. Þá fengu Emil Hallfreðsson og
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
einnig að spila lokamínútur leiks-
ins og eru því með skráðan lands-
leik.
Hermann Hreiðarsson átti frá-
bæran leik í hjarta varnarinnar
ásamt Ólafi Erni Bjarnason. Árni
Gautur var maður leiksins og ný-
liðinn Hannes stimplaði sinn í A-
landsliðið með glæsibrag. Grétar
Rafn og Gylfi börðust vel eins og
reyndar allt íslenska liðið sem
fékk svolitla uppreisn æru eftir
dapurt gengi að undanförnu.
thorsteinn.gunnarsson@365.is
!" # !
!
!
%
$&
! !
!
! !
"
!"''
!
!
!!
!
(
) !
$
!
!
"
! !*
!
+ ,
(
!" #$
+
"
! "!
$
+ -
!
!
" $
+ -
'
!$
!
"
#
$
%&
'
.//0121
!
3$
'
.//0244
(
)
5 &
' "6
!
7
8$
!"
!
!
$
*
99$)92$ ' 244.$9144:9;44$
(
<
2$
+
,
2;$444$)))))))))))))))))
Fyrirliði ÍR á förum?
Créteil vill fá
Bjarna
HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn og
ÍR-ingurinn Bjarni Fritzson kom
heim frá Frakklandi í gær þar
sem hann var í skoðun hjá franska
félaginu Créteil. Forráðamönnum
franska félagsins leist vel á
Bjarna og þeir munu freista þess
að ná samningum við hann á
næstu dögum.
„Mér leist verulega vel á þetta
félag og það á margt sameiginlegt
með ÍR. Það er góð fjölskyldu-
stemning þarna,“ sagði Bjarni við
Fréttablaðið nýlentur frá París í
gær en hann hyggst reyna að ná
samningum við félagið helst ekki
síðar en um helgina. „Það væri
gott að klára þetta fyrir úrslita-
keppnina og ég er nokkuð bjart-
sýnn á að það takist.“
Félagi Bjarna hjá ÍR, Ingi-
mundur Ingimundarson, gæti
einnig farið til franska félagsins
en það hefur spurst fyrir um Ingi-
mund. - hbg
BJARNI FRITZSON Væntanlega á leið til
Frakklands. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
STUTT GAMAN Kári
Árnason fékk að líta rauða
spjaldið eftir aðeins þrjár
mínútur í sínum fyrsta
landsleik. FRÉTTABLAÐIÐ/BÖDDI