Fréttablaðið - 02.04.2005, Page 43
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
30 31 1 2 3 4 5
Laugardagur
APRÍL
■ ■ LEIKIR
13.00 FH og Keflavík mætast á
Stjörnuvelli í 2. riðli A-deildar
deildarbikars karla í fótbolta.
13.00 Víkingur og ÍBV mætast í
Víkinni í úrslitakeppni DHL-deildar
kvenna í handbolta.
16.15 Stjarnan og Grótta/KR
mætast í Ásgarði í úrslitakeppni
DHL-deildar kvenna í handbolta.
16.15 Valur og FH mætast í
Valsheimilinu í úrslitakeppni DHL-
deildar kvenna í handbolta.
16.15 Haukar og Fram mætast á
Ásvöllum í úrslitakeppni DHL-deildar
kvenna í handbolta.
16.15 Grindavík og Keflavík mætast
í Grindavík í lokaúrslitum 1. deildar
kvenna í körfubolta.
■ ■ SJÓNVARP
10.45 Bandaríska mótaröðin í golfi
á Sýn. Sýnt frá Players-
meistaramótinu á bandarísku
mótaröðinni í golfi.
10.55 Formúla 1 á RÚV. Bein
útsending frá fyrri tímatökunni fyrir
kappaksturinn í Barein.
11.10 Upphitun á Skjá einum. Hitað
upp fyrir leiki helgarinnar í ensku
úrvalsdeildinni í fótbolta.
11.40 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik Charlton og
Manchester City í ensku
úrvalsdeildinni í fótbolta.
12.30 Bandaríska mótaröðin í golfi
á Sýn.
12.55 Motorworld á Sýn.
13.00 Íþróttir á RÚV.
13.25 Sterkasti maður heims á Sýn.
13.40 Á vellinum með Snorra Má á
Skjá einum.
14.00 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik Liverpool og
Bolton í ensku úrvalsdeildinni í
fótbolta.
14.15 NBA – bestu leikirnir á Sýn.
Sýnt frá leik Los Angeles Lakers og
Boston Celtics í NBA-deildinni í
körfubolta frá árinu 1985.
14.20 Skíðamót Íslands á RÚV.
14.40 Skíðamót Íslands á RÚV.
15.00 Skíðamót Íslands á RÚV.
15.20 Skíðamót Íslands á RÚV.
15.45 Handboltakvöld á RÚV.
15.45 Íslenskur körfubolti á Sýn.
Útsending frá leik Keflavíkur og
Snæfells +i lokaúrlsitum
Intersportdeildar karla í körfubolta.
16.10 Íslandsmótið í handbolta á
RÚV. Bein útsending frá leik Víkings
og ÍBV í úrslitakeppni DHL-deildar
kvenna í handbolta.
16.10 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik
Southampton og Chelsea í ensku
úrvalsdeildinni í fótbolta.
17.45 Fótbolti um víða veröld á
Sýn.
18.20 Ítalski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik AC Milan og
Brescia í ítölsku A-deildinni í
fótbolta.
20.25 Spænski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Villarreal og A.
Bilbao í spænsku 1.deildinni í
fótbolta.
22.10 Hnefaleikar á Sýn. Bein
útsending frá bardaga Fernando
Vargas og Raymond Joval.
LAUGARDAGUR 2. apríl 2005 31
...skemmtir þér ; )
Skífan Laugavegi 26 opið til 22 öll kvöld • Skífan Smáralind • Skifan Kringlunni • www.skifan.is
KOMNIR Í VERSLANIR SKÍFUNNAR!DVD
4.699 kr.
Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, spáir í leiki 8 liða úrslita:
Vonandi fáum við tvo oddaleiki
HANDBOLTI Fréttablaðið heyrði í
Stefáni Arnarsyni, landsliðs-
þjálfara kvenna í handbolta, og
fékk hann til þess að spá í leiki
dagsins en fjórir leikir fara fram í
átta liða úrslitum úrslitakeppni
DHL-deildar kvenna í dag. Tvö
einvígi eru að hefjast í dag en hjá
hinum er komið fram í aðra
viðureign en það lið sem fyrr
vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í
undanúrslitum.
„Þetta verður mjög erfitt hjá
bæði liðum Fram og Gróttu/KR og
ég sé ekkert annað í stöðunni en
að Haukar og Stjarnan klári þetta
2-0. Stjarnan er búin að vinna tíu
marka sigra í öllum leikjunum við
Gróttu/KR í vetur og það virðist
henta Gróttu/KR-liðinu mjög illa
að spila á móti Stjörnunni.
Gróttu/KR-liðið hefur samt staðið
sig mjög vel í vetur og á að
sjálfsögðu möguleika en hann er
ekki mikill. Fram-liðið hefur líka
bætt sig mikið í vetur en
Haukaliðið er hinsvegar
gríðarlega sterkt og klárar það
einvígi örugglega 2-0,“ segir
Stefán um leiki Stjörnunnar og
Gróttu/KR í Ásgarði og Hauka og
Fram sem fram fer á Ásvöllum en
þetta eru fyrstu leikir í báðum
þessum einvígum.
Stefán spáir hinsvegar jafnari
leikjum í hinum tveimur
einvígjunum sem hófust á
fimmtudagskvöldið. „Ég held að
Víkingsliðið vinni ÍBV og tryggi
sér oddaleik. Víkingur var að
spila mjög vel í Eyjum og það
munaði litlu að þær lönduðu sigri
en ég spái því að við fáum
úrslitaleik í Eyjum. Ég vona líka
handboltans vegna að FH-liðið
vinni á Hlíðarenda og að við fáum
að minnsta kosti tvo oddaleiki í
átta liða úrslitunum. Það er samt
ómögulegt að spá fyrir um úrslit
þessa leiks enda eru þetta tvö jöfn
lið og því eru jafnmiklar líkur í
mínum huga að FH tryggi sér
annan leik og að Valur klári þetta
2-0,“ segir Stefán að lokum. ■
GÓÐ Í MARKINU Berglind Íris Hansdóttir
og félagar hennar í Val geta tryggt sér sæti
í undanúrslitunum á Hlíðarenda í dag.