Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 43
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 30 31 1 2 3 4 5 Laugardagur APRÍL ■ ■ LEIKIR  13.00 FH og Keflavík mætast á Stjörnuvelli í 2. riðli A-deildar deildarbikars karla í fótbolta.  13.00 Víkingur og ÍBV mætast í Víkinni í úrslitakeppni DHL-deildar kvenna í handbolta.  16.15 Stjarnan og Grótta/KR mætast í Ásgarði í úrslitakeppni DHL-deildar kvenna í handbolta.  16.15 Valur og FH mætast í Valsheimilinu í úrslitakeppni DHL- deildar kvenna í handbolta.  16.15 Haukar og Fram mætast á Ásvöllum í úrslitakeppni DHL-deildar kvenna í handbolta.  16.15 Grindavík og Keflavík mætast í Grindavík í lokaúrslitum 1. deildar kvenna í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  10.45 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn. Sýnt frá Players- meistaramótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi.  10.55 Formúla 1 á RÚV. Bein útsending frá fyrri tímatökunni fyrir kappaksturinn í Barein.  11.10 Upphitun á Skjá einum. Hitað upp fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  11.40 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Charlton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  12.30 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  12.55 Motorworld á Sýn.  13.00 Íþróttir á RÚV.  13.25 Sterkasti maður heims á Sýn.  13.40 Á vellinum með Snorra Má á Skjá einum.  14.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Liverpool og Bolton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  14.15 NBA – bestu leikirnir á Sýn. Sýnt frá leik Los Angeles Lakers og Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta frá árinu 1985.  14.20 Skíðamót Íslands á RÚV.  14.40 Skíðamót Íslands á RÚV.  15.00 Skíðamót Íslands á RÚV.  15.20 Skíðamót Íslands á RÚV.  15.45 Handboltakvöld á RÚV.  15.45 Íslenskur körfubolti á Sýn. Útsending frá leik Keflavíkur og Snæfells +i lokaúrlsitum Intersportdeildar karla í körfubolta.  16.10 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Víkings og ÍBV í úrslitakeppni DHL-deildar kvenna í handbolta.  16.10 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Southampton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  17.45 Fótbolti um víða veröld á Sýn.  18.20 Ítalski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik AC Milan og Brescia í ítölsku A-deildinni í fótbolta.  20.25 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Villarreal og A. Bilbao í spænsku 1.deildinni í fótbolta.  22.10 Hnefaleikar á Sýn. Bein útsending frá bardaga Fernando Vargas og Raymond Joval. LAUGARDAGUR 2. apríl 2005 31 ...skemmtir þér ; ) Skífan Laugavegi 26 opið til 22 öll kvöld • Skífan Smáralind • Skifan Kringlunni • www.skifan.is KOMNIR Í VERSLANIR SKÍFUNNAR!DVD 4.699 kr. Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, spáir í leiki 8 liða úrslita: Vonandi fáum við tvo oddaleiki HANDBOLTI Fréttablaðið heyrði í Stefáni Arnarsyni, landsliðs- þjálfara kvenna í handbolta, og fékk hann til þess að spá í leiki dagsins en fjórir leikir fara fram í átta liða úrslitum úrslitakeppni DHL-deildar kvenna í dag. Tvö einvígi eru að hefjast í dag en hjá hinum er komið fram í aðra viðureign en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í undanúrslitum. „Þetta verður mjög erfitt hjá bæði liðum Fram og Gróttu/KR og ég sé ekkert annað í stöðunni en að Haukar og Stjarnan klári þetta 2-0. Stjarnan er búin að vinna tíu marka sigra í öllum leikjunum við Gróttu/KR í vetur og það virðist henta Gróttu/KR-liðinu mjög illa að spila á móti Stjörnunni. Gróttu/KR-liðið hefur samt staðið sig mjög vel í vetur og á að sjálfsögðu möguleika en hann er ekki mikill. Fram-liðið hefur líka bætt sig mikið í vetur en Haukaliðið er hinsvegar gríðarlega sterkt og klárar það einvígi örugglega 2-0,“ segir Stefán um leiki Stjörnunnar og Gróttu/KR í Ásgarði og Hauka og Fram sem fram fer á Ásvöllum en þetta eru fyrstu leikir í báðum þessum einvígum. Stefán spáir hinsvegar jafnari leikjum í hinum tveimur einvígjunum sem hófust á fimmtudagskvöldið. „Ég held að Víkingsliðið vinni ÍBV og tryggi sér oddaleik. Víkingur var að spila mjög vel í Eyjum og það munaði litlu að þær lönduðu sigri en ég spái því að við fáum úrslitaleik í Eyjum. Ég vona líka handboltans vegna að FH-liðið vinni á Hlíðarenda og að við fáum að minnsta kosti tvo oddaleiki í átta liða úrslitunum. Það er samt ómögulegt að spá fyrir um úrslit þessa leiks enda eru þetta tvö jöfn lið og því eru jafnmiklar líkur í mínum huga að FH tryggi sér annan leik og að Valur klári þetta 2-0,“ segir Stefán að lokum. ■ GÓÐ Í MARKINU Berglind Íris Hansdóttir og félagar hennar í Val geta tryggt sér sæti í undanúrslitunum á Hlíðarenda í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.