Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 490,- Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Sápuóperan 290,- VIREN baðvörur 7 stk. Heilsuréttur salat og cous cous SPARREN baðskápur með spegli 60x16x52 sm VIREN klósettbursti 1.990,- TOFTBO baðmotta 65x100 sm 1.250,- SAXÅN baðmotta Ø60 sm 490,- KILÅN baðvigt 490,- LETTEN kollur 690,- FRYKEN körfur 3 stk. 990,- KNIPPLAN handklæði 50x100 sm 390,- FUSA spegill með stækkun Ø15 sm 390,- NÄCKTEN handklæði 60x130 sm 250,- MALOU VÅG sturtuhengi 180x180 sm 590,- FLORENCE handklæði 50x100 sm 690,- 95,- MOLGER hirsla/kollur 38x38 H50 sm 3.900,- IK E 27 73 9 0 3. 20 05 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 5 Stjórnandinn Ein athyglisverðasta bíómynd síðariára heitir Being John Malkovich. Myndin fjallar um það þegar venjulegt fólk fær tækifæri til þess að vera inni í hausnum á stórleikaranum í stundar- korn og upplifa það hvernig er að vera hann. Upp á síðkastið hef ég velt því fyrir mér, þó svo vissulega sé ólíkum einstaklingum saman að jafna, hvernig það yrði að vera inni í hausnum á Markúsi Erni Antonssyni útvarps- stjóra. Ég held að til dæmis Baltasar Kormákur gæti gert ágætis kvikmynd um þetta efni. Being Markús Örn. HÚN yrði skrýtin, sem er gott. Mjög súrrealísk. Hugsanlega yrði þetta blanda af Being John Malkovich og Office þáttunum bresku sem voru sýndir í sjónvarpinu fyrir skömmu. Ekki er nefnilega ofsögum sagt að út- varpsstjórinn knái hafi sýnt það í verki að hann er álíka heppinn stjórnandi og hinn breski David Brent og ber álíka mikið skynbragð á aðstæður sínar og hvernig megi snúa þeim fyrirtækinu í hag og skapa í leiðinni góðan og upp- byggilegan starfsanda. ÞAÐ hlýtur að vera gaman að vera svona náungi. Það þarf nefnilega ákveðna snilligáfu til þess að a) móðga alla sína bestu starfskrafta á virtustu og farsælustu deild stofnunarinnar á einu bretti í fréttaviðtali sem annars hefði verið upplagður vettvangur til þess að skýra málið og róa gagnrýnis- raddir, b) fá þrjár vantraustsyfirlýs- ingar á störf sín frá þremur starfs- mannafundum á innan við mánuði, c) ráða mann í starf sem síðar varð upp- vís að því strax á fyrsta degi að segja ósatt í viðtali við fréttastofuna sem hann var ráðinn til að stjórna og síðast en ekki síst d) láta sér fullkomlega í léttu rúmi liggja, að því er virðist, allt þetta ástand og láta bara eins og ekk- ert sé, skilja jafnvel ekkert í því. ÞAÐ kallast í mínum vinahópi að taka strútinn, samanber það hátterni strúts að stinga höfðinu í sandinn. Talað er um að taka strútinn á eitthvað þegar menn með allt niðrum sig ákveða að allt sé í sómanum. Þetta er reyndar orðið ansi útbreitt háttalag íslenskra stjórnmálamanna, að láta eins og þeir séu í fötum þótt þeir séu það alls ekki. Keisarinn á sínum tíma tók strútinn á nekt sína. INNI í höfðinu á útvarpsstjóra held ég að sé hugsanlega veröld þar sem önnur gildi ríkja en þau sem flestir þekkja. Ekki skiptir til dæmis máli í þessari ver- öld að vera sérstaklega farsæll í starfi, enda farsæld ofmetin. Vantraust er bara eitthvað merkingarlaust orð sem er ekki til í íslensku og því betri eru ákvarðan- irnar eftir því sem þær ná að gera fleiri reiða á sem skemmstum tíma. VIÐHORF þeirra sem halda um stjórnartaumana er reyndar orðið þannig almennt að full ástæða er til að gera kvikmyndir sem gerðust inni í höfðinu á fleirum. Þetta yrði á endan- um heil þáttaröð sem myndi hugsan- lega á endanum, ef vel tekst til, varpa einhverju ljósi á hugsunarhátt sem flestu venjulegu fólki, a.m.k. mér, er hulin ráðgáta. ■ BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.