Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR APÓTEKARINN Í ÓPERUNNI Þáttakendur í Óperustúdíói Íslensku óper- unnar og Listaháskóla Íslands frumsýna óperuna Apótekarann eftir Haydn í Ís- lensku óperunni í kvöld klukkan 20. DAGURINN Í DAG 29. apríl 2005 – 114. tölublað – 5. árgangur DÓMAR Í LANDSSÍMAMÁLINU MILDAÐIR Dómar Héraðsdóms yfir Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ra. Kristjáns- syni og Ragnari Orra Benediktssyni voru í Hæstarétti mildaðir. Allir kröfðust þeir sýknu í málinu. Sjá síðu 2 SEGJA SPURNINGUM EKKI SVARAÐ Fjárlaganefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í gær að ríkisendurskoðandi hefði ekki gefið fullnægjandi svör við spurningum um einkavæðingu á Búnaðar- banka og Landsbanka. Sjá síðu 2 FÓLSKULEG LÍKAMSÁRÁS Á AK- UREYRI Fimm menn gengu í skrokk á 17 ára pilti á Akureyri, rifu af honum fötin og drógu hann nánast nakinn eftir malarlögðu plani. Sjá síðu 4 KVEÐUR STJÓRNMÁLIN MEÐ SÖKNUÐUR Ásdís Halla Bragadóttir tekur við forstjórastarfi hjá BYKO eftir mán- uð. Gunnar Einarsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar tekur við bæjarstjórastafinu. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 46 Tónlist 40 Leikhús 40 Myndlist 40 Íþróttir 32 Sjónvarp 48 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 77% fólks í úthverfum lesa Fréttablaðið daglega.* Ekki missa af fólkinu í stærstu hverfunum. *Gallup febrúar 2005 VEÐRIÐ Í DAG BJARTVIÐRI SYÐRA Rigning eða slydda norðan og austan til. Vindurinn hvað hægastur á Suðurlandi. Hiti 2-10 stig, mildast syðst. Sjá síðu 4 RÍKISÚTVARPIÐ Frumvarp mennta- málaráðherra um Ríkisútvarpið brýtur gegn samkeppnislögum og reglum Evrópska efnahagssvæð- isins um ríkisstyrki. Þetta kemur fram í áliti Samtaka atvinnulífs- ins sem sent var menntamála- nefnd Alþingis í gær. „Við mælum gegn því að frum- varpið verði samþykkt í þeirri mynd sem það er nú. Í því er gert ráð fyrir áframhaldandi ríkis- styrkjum til dagskrárgerðar og þjónustu á markaði sem er í engu frábreytt því sem einkafyrirtæki eru að bjóða,“ segir Ari Edwald framkvæmdastjóri SA. „Við drögum í efa að það fái staðist reglur EES um ríkisstyrki. Sér- stök rök verða að vera fyrir því að veita ríkisstyrki fyrir slíka starfsemi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að halda áfram að reka ríkisfyritæki, sem nú er rekið með tapi, með styrkjum frá rík- inu sem hlýtur að eyðileggja skil- yrði fyrir heilbrigðri samkeppni á þessu sviði,“ segir Ari. Í umsögninni segir að útvarps- rekstur sé frjáls atvinnustarf- semi og því þurfi lög um hann að vera laus við mismunun sem á sér ekki eðlilegar forsendur. Ekki sé gætt nægjanlega að þessum þætti í frumvarpinu og verði einkaaðilum í útvarpsrekstri ekki tryggt eðlilegt jafnræði, segir í umsögninni. Þá segir að almannaþjónustu- hlutverk RÚV sé ekki nægilega vel skilgreint og engu betur en nú er gert í lögum. Einnig sé flestum þeirra atriða sem skilgreind eru sem útvarpsþjónusta í almanna- þágu nú einnig sinnt af einka- reknum útvarpsstöðvum. „Telja samtökin að með sam- þykkt frumvarpsins yrði fest í sessi óhófleg mismunun í skil- yrðum til útvarpsrekstrar sem engin sátt gæti orðið um og telj- ast verði andstæð markmiði sam- keppnislaga,“ segir í umsögn- inni. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra í gær og Gunnar I. Birgis- son, formaður menntamálanefnd- ar, vildi ekki tjá sig um umsögn- ina að svo stöddu. - sda Atvinnurekendur hafna frumvarpi Samtök atvinnulífsins telja að frumvarp menntamálaráðherra um Ríkis- útvarpið brjóti bæði gegn samkeppnislögum og reglum EES um ríkis- styrki. Það feli í sér óhóflega mismunun í skilyrðum til útvarpsrekstrar. PÓLVERJAR REISA ÁLVER Gríðarleg eftirspurn er eftir starfsmönnum hjá Fjarðaáli, aðalverktakanum Bechtel og tengdum verktökum á Reyðarfirði og nóga vinnu að fá. Erlendir starfsmenn eru nú aðeins 10-20 prósent af starfsmönnum við framkvæmdirnar en það breytist hratt á næstu vikum þegar Íslendingar og Pólverjar taka til starfa. Mennirnir á myndinni eru pólskir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ● Haukar unnu ÍBV 26-23 Kvennahandboltinn: ▲ SÍÐA 32 Haukar meistarar í sjöunda sinn ● strákarnir ekki alvaldir Þórkatla Aðalsteinsdóttir: ▲ SÍÐA 54 Foreldrar hafa lokaorðið ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Salatið bjargar mannorðinu ● matur ● tilboð stjörnur tíska heilsa persónuleikapróf matur tónlist bíó SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 29 . a pr íl – 6. ma í CHOPPER » Smíða hjólin sjálfir hnyklar vöðvana » Jóhanna Eivinsdóttir Christiansen Íslandsmeistari í kraftlyftingum CHE GUEVARA » Alltaf í tísku Sterkasta kona á Íslandi Jóhanna E. Christiansen ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag ● stjörnuspá ● tíska Gunnar Hansson: FRÁ LEIKSTJÓRA DIE ANOTHER DAY KOMIN Í BÍÓ Methagnaður KB banka: Grænt ljós á Singer VIÐSKIPTI Hagnaður KB banka nam rúmum ellefu milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Er það methagnaður fyrirtækis á einum ársfjórðungi. Samhliða birtingu uppgjörsins tilkynnti stjórn Singer & Fried- lander að hún hygðist mæla með tilboði KB banka við hluthafa breska bankans. Tilboðið hljóðar upp á ríflega 64 milljarða króna. Þar með eru yfirgnæfandi lýkur á að KB banki taki við stjórnar- taumum í breska bankanum að nokkrum mánuðum liðnum. Heild- areignir bankanna samanlagt munu nema yfir tvö þúsund millj- örðum króna. - hh / sjá síðu 30 REYÐARFJÖRÐUR Atvinnulífið í Fjarðabyggð iðar af lífi og bjart- sýni nú þegar framkvæmdir í tengslum við fyrirhugað álver eru komnar vel á veg og áhrifin eru farin að skila sér í þjóðfélaginu. Verið er að byggja nýja verslun á Neskaupstað og verða tvær versl- anir, Lyfja og ÁTVR, fljótlega opnaðar til viðbótar við þær þrjár sem þegar eru í Molanum á Reyð- arfirði. Viðbyggingar og skólabygging- ar rísa í öllum hverfunum þremur í Fjarðabyggð. Á Eskifirði er fyrir- hugað að byggja nýja útisundlaug í samstarfi við fasteignafélagið Fasteign og er verið að endur- byggja útisundlaugina á Norðfirði. Á Reyðarfirði er fyrirhugað að byggja fjölnota íþróttahús, hugs- anlega í samstarfi við Fjarðaál. Einnig er í bígerð að opna veit- ingastað og bíó í Félagslundi og vera þar með reglulegar sýningar. Í næstu viku verða haldnir kynningarfundir á vegum Fjarða- áls um allt land og er það liður í að fá innlenda starfsmenn. -ghs Landsímamálið: Dómar mildaðir HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur mildaði í gær dóma Héraðsdóms yfir þeim Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ragnari Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni í Landsíma- málinu. Árni Þór og Kristján Ra. höfðu báðir fengið tveggja ára dóm í héraði en fá nú 15 og 18 mánaða fangelsisdóm. Til frádráttar kemur 11 daga gæsluvarðhaldsvist þeirra. Ragnar Orri fékk átta mánaða dóm í héraði, en sá dómur var mildaður í þrjá mánuði og til frádráttar kem- ur sjö daga gæsluvarðhaldsvist. Í dómnum kemur fram að Kristján hafði á hendi fjárvörslur þeirra að meginstofni og segir að hann hafi þannig átt ríkari þátt í verknaðin- um. Því var gerður nokkur munur á refsingu þeirra Árni Þór og Kristján þurfa einnig að greiða hálfa milljón hvor í málsvarnarlaun og Ragnar Orri 350 þúsund. Einnig féll í gær dómur Hæsta- réttar í líkfundarmálinu þar sem dómur Héraðsréttar var staðfest- ur, auk þess sem dómur Annþórs Karlssonar var þyngdur í Hæsta- rétti í gær. Sjá síður 2 og 8 Álversframkvæmdirnar í Fjarðabyggð: Iðandi mannlíf og mikil uppbygging
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.