Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
FÖSTUDAGUR
APÓTEKARINN Í ÓPERUNNI
Þáttakendur í Óperustúdíói Íslensku óper-
unnar og Listaháskóla Íslands frumsýna
óperuna Apótekarann eftir Haydn í Ís-
lensku óperunni í kvöld klukkan 20.
DAGURINN Í DAG
29. apríl 2005 – 114. tölublað – 5. árgangur
DÓMAR Í LANDSSÍMAMÁLINU
MILDAÐIR Dómar Héraðsdóms yfir
Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ra. Kristjáns-
syni og Ragnari Orra Benediktssyni voru í
Hæstarétti mildaðir. Allir kröfðust þeir
sýknu í málinu. Sjá síðu 2
SEGJA SPURNINGUM EKKI
SVARAÐ Fjárlaganefnd Alþingis ákvað á
fundi sínum í gær að ríkisendurskoðandi
hefði ekki gefið fullnægjandi svör við
spurningum um einkavæðingu á Búnaðar-
banka og Landsbanka. Sjá síðu 2
FÓLSKULEG LÍKAMSÁRÁS Á AK-
UREYRI Fimm menn gengu í skrokk á 17
ára pilti á Akureyri, rifu af honum fötin og
drógu hann nánast nakinn eftir malarlögðu
plani. Sjá síðu 4
KVEÐUR STJÓRNMÁLIN MEÐ
SÖKNUÐUR Ásdís Halla Bragadóttir
tekur við forstjórastarfi hjá BYKO eftir mán-
uð. Gunnar Einarsson forstöðumaður
fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar
tekur við bæjarstjórastafinu. Sjá síðu 6
Kvikmyndir 46
Tónlist 40
Leikhús 40
Myndlist 40
Íþróttir 32
Sjónvarp 48
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
77%
fólks í úthverfum lesa
Fréttablaðið daglega.*
Ekki missa af fólkinu
í stærstu hverfunum.
*Gallup febrúar 2005
VEÐRIÐ Í DAG
BJARTVIÐRI SYÐRA Rigning eða
slydda norðan og austan til. Vindurinn hvað
hægastur á Suðurlandi. Hiti 2-10 stig,
mildast syðst. Sjá síðu 4
RÍKISÚTVARPIÐ Frumvarp mennta-
málaráðherra um Ríkisútvarpið
brýtur gegn samkeppnislögum og
reglum Evrópska efnahagssvæð-
isins um ríkisstyrki. Þetta kemur
fram í áliti Samtaka atvinnulífs-
ins sem sent var menntamála-
nefnd Alþingis í gær.
„Við mælum gegn því að frum-
varpið verði samþykkt í þeirri
mynd sem það er nú. Í því er gert
ráð fyrir áframhaldandi ríkis-
styrkjum til dagskrárgerðar og
þjónustu á markaði sem er í engu
frábreytt því sem einkafyrirtæki
eru að bjóða,“ segir Ari Edwald
framkvæmdastjóri SA. „Við
drögum í efa að það fái staðist
reglur EES um ríkisstyrki. Sér-
stök rök verða að vera fyrir því
að veita ríkisstyrki fyrir slíka
starfsemi. Í frumvarpinu er gert
ráð fyrir að halda áfram að reka
ríkisfyritæki, sem nú er rekið
með tapi, með styrkjum frá rík-
inu sem hlýtur að eyðileggja skil-
yrði fyrir heilbrigðri samkeppni
á þessu sviði,“ segir Ari.
Í umsögninni segir að útvarps-
rekstur sé frjáls atvinnustarf-
semi og því þurfi lög um hann að
vera laus við mismunun sem á
sér ekki eðlilegar forsendur. Ekki
sé gætt nægjanlega að þessum
þætti í frumvarpinu og verði
einkaaðilum í útvarpsrekstri ekki
tryggt eðlilegt jafnræði, segir í
umsögninni.
Þá segir að almannaþjónustu-
hlutverk RÚV sé ekki nægilega
vel skilgreint og engu betur en nú
er gert í lögum. Einnig sé flestum
þeirra atriða sem skilgreind eru
sem útvarpsþjónusta í almanna-
þágu nú einnig sinnt af einka-
reknum útvarpsstöðvum.
„Telja samtökin að með sam-
þykkt frumvarpsins yrði fest í
sessi óhófleg mismunun í skil-
yrðum til útvarpsrekstrar sem
engin sátt gæti orðið um og telj-
ast verði andstæð markmiði sam-
keppnislaga,“ segir í umsögn-
inni.
Ekki náðist í Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur menntamálaráð-
herra í gær og Gunnar I. Birgis-
son, formaður menntamálanefnd-
ar, vildi ekki tjá sig um umsögn-
ina að svo stöddu. - sda
Atvinnurekendur
hafna frumvarpi
Samtök atvinnulífsins telja að frumvarp menntamálaráðherra um Ríkis-
útvarpið brjóti bæði gegn samkeppnislögum og reglum EES um ríkis-
styrki. Það feli í sér óhóflega mismunun í skilyrðum til útvarpsrekstrar.
PÓLVERJAR REISA ÁLVER Gríðarleg eftirspurn er eftir starfsmönnum hjá Fjarðaáli, aðalverktakanum Bechtel og tengdum verktökum á
Reyðarfirði og nóga vinnu að fá. Erlendir starfsmenn eru nú aðeins 10-20 prósent af starfsmönnum við framkvæmdirnar en það breytist
hratt á næstu vikum þegar Íslendingar og Pólverjar taka til starfa. Mennirnir á myndinni eru pólskir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
● Haukar unnu ÍBV 26-23
Kvennahandboltinn:
▲
SÍÐA 32
Haukar meistarar
í sjöunda sinn
● strákarnir ekki alvaldir
Þórkatla Aðalsteinsdóttir:
▲
SÍÐA 54
Foreldrar hafa
lokaorðið
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Salatið bjargar
mannorðinu
● matur ● tilboð
stjörnur tíska heilsa persónuleikapróf matur tónlist bíó
SJÓ
NV
AR
PS
DA
GS
KR
ÁI
N
29
. a
pr
íl –
6.
ma
í
CHOPPER
» Smíða hjólin sjálfir
hnyklar vöðvana
» Jóhanna Eivinsdóttir Christiansen
Íslandsmeistari
í kraftlyftingum
CHE GUEVARA
» Alltaf í tísku
Sterkasta kona
á Íslandi
Jóhanna E. Christiansen
▲
Fylgir Fréttablaðinu í dag
● stjörnuspá ● tíska
Gunnar Hansson:
FRÁ LEIKSTJÓRA
DIE ANOTHER DAY
KOMIN Í BÍÓ
Methagnaður KB banka:
Grænt ljós
á Singer
VIÐSKIPTI Hagnaður KB banka nam
rúmum ellefu milljörðum króna á
fyrsta ársfjórðungi ársins. Er það
methagnaður fyrirtækis á einum
ársfjórðungi.
Samhliða birtingu uppgjörsins
tilkynnti stjórn Singer & Fried-
lander að hún hygðist mæla með
tilboði KB banka við hluthafa
breska bankans. Tilboðið hljóðar
upp á ríflega 64 milljarða króna.
Þar með eru yfirgnæfandi lýkur á
að KB banki taki við stjórnar-
taumum í breska bankanum að
nokkrum mánuðum liðnum. Heild-
areignir bankanna samanlagt
munu nema yfir tvö þúsund millj-
örðum króna. - hh / sjá síðu 30
REYÐARFJÖRÐUR Atvinnulífið í
Fjarðabyggð iðar af lífi og bjart-
sýni nú þegar framkvæmdir í
tengslum við fyrirhugað álver eru
komnar vel á veg og áhrifin eru
farin að skila sér í þjóðfélaginu.
Verið er að byggja nýja verslun á
Neskaupstað og verða tvær versl-
anir, Lyfja og ÁTVR, fljótlega
opnaðar til viðbótar við þær þrjár
sem þegar eru í Molanum á Reyð-
arfirði.
Viðbyggingar og skólabygging-
ar rísa í öllum hverfunum þremur
í Fjarðabyggð. Á Eskifirði er fyrir-
hugað að byggja nýja útisundlaug í
samstarfi við fasteignafélagið
Fasteign og er verið að endur-
byggja útisundlaugina á Norðfirði.
Á Reyðarfirði er fyrirhugað að
byggja fjölnota íþróttahús, hugs-
anlega í samstarfi við Fjarðaál.
Einnig er í bígerð að opna veit-
ingastað og bíó í Félagslundi og
vera þar með reglulegar sýningar.
Í næstu viku verða haldnir
kynningarfundir á vegum Fjarða-
áls um allt land og er það liður í að
fá innlenda starfsmenn.
-ghs
Landsímamálið:
Dómar
mildaðir
HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur mildaði í
gær dóma Héraðsdóms yfir þeim
Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni
Ragnari Kristjánssyni og Ragnari
Orra Benediktssyni í Landsíma-
málinu. Árni Þór og Kristján Ra.
höfðu báðir fengið tveggja ára dóm
í héraði en fá nú 15 og 18 mánaða
fangelsisdóm. Til frádráttar kemur
11 daga gæsluvarðhaldsvist þeirra.
Ragnar Orri fékk átta mánaða dóm
í héraði, en sá dómur var mildaður
í þrjá mánuði og til frádráttar kem-
ur sjö daga gæsluvarðhaldsvist. Í
dómnum kemur fram að Kristján
hafði á hendi fjárvörslur þeirra að
meginstofni og segir að hann hafi
þannig átt ríkari þátt í verknaðin-
um. Því var gerður nokkur munur
á refsingu þeirra
Árni Þór og Kristján þurfa
einnig að greiða hálfa milljón hvor
í málsvarnarlaun og Ragnar Orri
350 þúsund.
Einnig féll í gær dómur Hæsta-
réttar í líkfundarmálinu þar sem
dómur Héraðsréttar var staðfest-
ur, auk þess sem dómur Annþórs
Karlssonar var þyngdur í Hæsta-
rétti í gær. Sjá síður 2 og 8
Álversframkvæmdirnar í Fjarðabyggð:
Iðandi mannlíf og mikil uppbygging