Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 2
2 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Umdeildur dómur staðfestur: Skilorð fyrir að berja konu HÆSTIRÉTTUR Maður fékk þriggja mánaða fangelsisdóm skilorðs- bundinn í þrjú ár í Hæstarétti í gær. Dóminn fékk hann fyrir árás á eiginkonu sína. Dómurinn er nær samhljóða fyrri dómi Héraðsdóms Reykja- ness, en hann vakti mikið umtal því látið var að því liggja að kon- an hefði verið valdur að bræði mannsins, en hann sakaði hana um framhjáhald. „Við refsimat í málinu verður að líta til þess, að samkvæmt frásögn kæranda hef- ur sambúð hennar og ákærða ver- ið stormasöm allt frá því að þau giftust [...] í þessu tilviki leggur ákærður hendur á kæranda í mik- illi bræði og hníga gögnin frekar að því, að kærandi kunni að hafa valdið henni,“ sagði þá í dómi hér- aðsdóms. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sérá- liti, en hann vildi kveða upp 30 daga skilorðsbundinn fangelsis- dóm. Hann sagði að fallast mætti á að opinber umfjöllun um brot mannsins „þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða“ og vildi meta honum það til refsilækkunar. - óká Ríkisendurskoðandi á fundi fjárlaganefndar Alþingis Segja spurningum ekki svarað EINKAVÆÐING Fjárlaganefnd Al- þingis ákvað á fundi sínum í gær að Sigurður Þórðarson rík- isendurskoðandi hefði ekki gefið fullnægjandi svör við spurningum nefndarmanna um einkavæðingu á Búnaðarbanka og Landsbanka á árunum 2002 til 2003. Því var fallist á að kalla framkvæmdanefnd um einka- væðingu, og fyrrum nefndar- menn hennar, á fund nefndar- innar að tíu dögum liðnum. Lúðvík Bergvinsson, þing- maður Samfylkingarinnar sagði að ekki hefðu fengist svör við ýmsum veigamiklum spurning- um, svo sem þeirri, hvers vegna báðir bankarnir voru seldir í einu þrátt fyrir að talið væri að hærra verð fengist fyrir þá yrðu þeir seldir hvor í sínu lagi, hvers vegna Kaldbakshópnum hefði verið synjað á þeirri for- sendu að hann hefði ekki erlend- an fjárfesti á sínum vegum og hvers vegna hæsta verðið var ekki látið gilda þegar Landsbankinn var seldur Samson. „Einnig var spurt hvers vegna samsetning S-hópsins breyttist dag frá degi meðan viðræðurnar stóðu yfir [um sölu á Búnaðarbankanum] og hvenær þýski bankinn kom inn í myndina og hver aðkoma hans nákvæmlega var,“ segir Lúðvík. Ríkisendurskoðandi fundaði með Halldóri Ásgrímssyni for- sætisráðherra áður en hann mætti fyrir fjárlaganefnd. Sam- kvæmt upplýsingum frá forsæt- isráðuneytinu tengist sá fundur ekki einkavæðingu bankanna. - sda Dómar í Landssíma- málinu mildaðir Dómar Héraðsdóms yfir Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ra. Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni voru í Hæstarétti samtals mildaðir um 20 mánuði. Allir kröfðust þeir sýknu í málinu, en ákæruvaldið vildi staðfestingu héraðsdóms. HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur mildaði nokkuð dóma héraðsdóms yfir þeim Árna Þór Vigfússyni, Krist- jáni Ragnari Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni. Árni Þór og Kristján Ra. höfðu báðir fengið tveggja ára dóm í héraði en fá nú 15 og 18 mánaða fangelsis- dóm, en til frádráttar kemur 11 daga gæsluvarðhaldsvist þeirra. Ragnar Orri fékk átta mánaða dóm í héraði, en sá dómur var mildaður í þrjá mánuði og til frá- dráttar kemur sjö daga gæslu- varðhaldsvist. Árni Þór og Krist- ján þurfa einnig að greiða hálfa milljón hvor í málsvarnarlaun og Ragnar Orri 350 þúsund. Árni Þór og Kristján Ragnar voru sakfelldir fyrir hylmingu með því að hafa veitt viðtöku frá Sveinbirni Kristjánssyni, fyrrum aðalféhirði Landssímans, tæplega 163,6 milljónum króna á árunum 1999 til 2001 og ráðstafað í eigin þágu, auk Alvöru lífsins og Skjás eins. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur fyrir hylmingu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrr- um aðalféhirðir Landssímans, ákvað að una sínum dómi í héraði, en mál hans var skilið frá hinum. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir um 261 milljónar króna frádrátt í starfi sínu hjá Símanum. Árni, Kristján Ra. og Ragnar Orri kröfðust allir sýknu fyrir Hæstarétti, en til vara krafðist Árni Þór þess að héraðsdómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað og til þrautavara mildunar refsingar. Kristján Ra. Kristjánsson krafðist þess til vara að refsing hans yrði ákveðin sem fésekt og Ragnar Orri fór til vara fram á mildun refsingar. „Ákærði Árni Þór hefur ekki áður sætt refsingum svo að kunn- ugt sé og ákærði Kristján Ragnar ekki að því marki að máli skipti. Brot ákærðu varða hins vegar fjölmargar greiðslur, sem spanna yfir talsverðan tíma, og eru flest- ar að verulegri fjárhæð. Alls nema brot þeirra stórfelldri fjár- hæð, sem ekki á sér hliðstæðu í öðrum dómsmálum. Þegar litið er til þess að ákærði Kristján hafði á hendi fjárvörslur þeirra að megin stofni og átti þannig ríkari þátt í verknaðinum verður nokkur mun- ur gerður á refsingu þeirra,“ seg- ir í dómi Hæstaréttar. Dóminn kváðu upp Markús Sigurbjörns- son, Garðar Gíslason, Guðrún Er- lendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Ríkissak- sóknari skaut málinu til Hæsta- réttar í lok júlí í fyrra, bæði fyrir ákærðu sem vildu áfrýja og ákæruvaldið sem vildi staðfest- ingu á héraðsdómi. olikr@frettabladid.is Síminn: Tjáir sig ekki um dóminn LANDSSÍMAMÁLIÐ „Af hálfu Símans eru engin viðbrögð við dómi Hæstaréttar,“ sagði Eva Magnús- dóttir, upplýsingafulltrúi fyrir- tækisins. Hún sagði fyrirtækið frá upphafi hafa ákveðið að tjá sig ekki um dóma í Landssímamálinu svokallaða. „Málinu var lokað af hálfu Símans og svo tók dóms- kerfið við,“ sagði hún og kvað fyr- irtækið treysta dómstólum lands- ins til að komast að réttlátri niður- stöðu. Ekki náðist í Árna Þór Vigfús- son í gær til að fá viðbrögð hans við dómnum, sem er heldur mild- ari en sá sem kveðinn var upp í héraði. - óká Háskólinn á Akureyri: Fjölþjóðleg heimsókn SAMSTARF Tuttugu og þrír nemend- ur, frá sex löndum, sem leggja stund á umhverfisverkfræði við Háskólann í Tampere í Finnlandi, heimsóttu Háskólann á Akureyri í gær. Heimsóknin er hluti af sam- starfsverkefni Íslands, Finnlands, Kanada og Rússlands sem ætlað er að stuðla að auknum tengslum vísindamanna landanna. Verkefn- ið kallast „Northern Environment Student Forum“ og hefur verið í umsjón Finna. - kk Lögmaður Ragnars Orra: Vonsvikinn en virðir dóminn LANDSSÍMAMÁLIÐ „Ég er vonsvik- inn að því leyti að ég vonaði að hann yrði sýknaður,“ segir Sig- mundur Hannesson, lögmaður Ragnars Orra Benediktssonar, um úrskurð Hæstaréttar. „Aftur á móti er nokkur leiðrétting í þessu; dómurinn var lækkaður úr átta mánuðum niður í þrjá. En við virðum niðurstöðu æðsta dóm- stóls landsins.“ Að sögn Sigmundar vildi Ragn- ar Orri ekki tjá sig um málið opin- berlega. „Hann er rétt búinn að renna yfir dóminn og er að átta sig á þessu.“ Hvorki Ásgeir Þór Árnason, lögmaður Kristjáns Ra. Kristjáns- sonar, né Gestur Jónsson, lögmað- ur Árna Þórs Vigfússonar, vildu tjá sig um málið. - bs LÍKFUNDUR Í REYKJAVÍK Lokið er rannsókn lögreglunnar í Reykja- vík á láti manns sem fannst við listaverkið Sólfarið við Sæbraut á miðvikudagskvöldið. Að sögn lög- reglu var um að ræða einstakling sem lýst hafði verið eftir fyrr um daginn og ljóst að ekki var um glæpsamlegt athæfi að ræða. Málið telst upplýst. ÚTAFAKSTUR Í NORÐURÁRDAL Bíl var ekið út af þjóðveginum í Norðurárdal í gærkvöld. Að sögn lögreglu er bíllinn ónýtur en öku- manninn, sem er tvítugur, sakaði ekki. Hann var einn í bílnum. Alltaf í leiðinni www.ob.is 14 stöðvar! SPURNING DAGSINS Magnús, var Stoke bara djók? „Stoke er djók.“ Magnús Kristinsson, útgerðarmaður og hluthafi í Stoke City, segir að knattspyrnufélagið sé hans versta fjárfesting í áratug og ætlar að selja sinn hlut. ■ LÖGREGLA JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON HÆSTARÉTTARDÓMARI Jón Steinar vildi meta fjölmiðlaumfjöllun manninum til refsilækkunar. Nafn Hæstiréttur Héraðsdómur Mismunur Árni Þór Vigfússon 15 mánuðir 24 mánuðir 9 mánuðir Kristján Ragnar Kristjánsson 18 mánuðir 24 mánuðir 6 mánuðir Ragnar Orri Benediktsson 3 mánuðir 8 mánuðir 5 mánuðir KRISTJÁN RAGNAR OG ÁRNI ÞÓR Í HÆSTARÉTTI Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra. Kristjánsson mættu hvorugur við uppkvaðningu dóms- ins í gær, en myndin var tekin við flutning málsins í Hæstarétti í byrjun mánaðarins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SIGURÐUR ÞÓRÐARSON KEMUR AF FUNDI MEÐ FORSÆTISRÁÐHERRA Í GÆR. Ríkisendurskoðandi mætti fyrir fjárlaga- nefnd í gær og svaraði spurningum um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðar- bankans á árunum 2002 til 2003. GESTIRNIR Á AKUREYRI Næst heldur hópurinn til Murmansk og Lapplands í þeim tilgangi að rannsaka og greina framþróun ör- og jaðarsamfélaga. Fyrri dómur þyngdur: Annþór fær þrjú ár HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur þyngdi í gær fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni um hálft ár og er hann nú þriggja ára fangelsisdómur. Staðfestur var tveggja ára dómur yfir Ólafi Valtý Rögnvaldssyni. Annþór og Ólafur Valtýr réðust inn á heimili mjaðmagrindarbrot- ins manns og gengu í skrokk á hon- um. Fyrir dómi breytti maðurinn framburði sínum og vildi fría Ann- þór af því að hafa handleggsbrotið sig. Sögunni var ekki trúað og kvað Hæstiréttur brot Annþórs bæði „alvarleg og ófyrirleitin.“ - óká
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 114. tölublað (29.04.2005)
https://timarit.is/issue/265610

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

114. tölublað (29.04.2005)

Aðgerðir: