Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 45
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 28 29 30 1 2 Föstudagur APRÍL ■ ■ LEIKIR  19.00 Fylkir og Víðir/Höttur mætast í Egilshöll í C-deild deildarbikars kvenna.  20.15 Fjölnir og Fjarðarbyggð mætast í Boganum í úrslitum B- deildar deildarbikars karla í fótbolta.  21.00 ÍR og Haukar mætast í Egilshöll í C-deild deildarbikars kvenna í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Þú ert í beinni! á Sýn.  17.45 Olíssport á Sýn.  18.00 Upphitun á Skjá einum. Hitað upp fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.  19.00 Motorworld á Sýn.  19.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Fréttaþáttur um meistara- deildina í fótbolta.  20.00 World Supercross á Sýn.  21.00 World Series of Poker á Sýn.  00.15 K-1 á Sýn. FÖSTUDAGUR 29. apríl 2005 33 Áskriftarsími: 515-5558 Fljótlegt og fyrirhafnarlítið matur og vín 5.tbl.2005,verð 899 kr.m.vsk. fl jótlegt 5 690691 1600 05 uppskriftir – fl jótlegt og fl ott 86 matur og menning á Norðurlandi – eyfirskir sælkera r hvað á að hafa í kvöldmatinn? snarl í Evróvisjónpa rtíið lundaball í Eyjum kryddjurta- ræktun hversdagskræsing ar Gestgjafinn er kominn út! HELOSAN RAKAKREM fyrir alla fjölskylduna Mýkjandi og rakagefandi Jón Arnór Evrópumeistari Rússeska liðið Dynamo St. Petersburg vann alla 20 leiki sína í Evrópudeildinni og vann úrslitaleikinn gegn BC Kyiv með 11 stigum í Istanbul í gær, 85-74. KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson varð í gær fyrstur íslenskra körfuknattleiksmanna til að verða Evrópumeistari þegar hann ásamt félögum sínum í rússneska liðinu Dynamo St. Petersburg vann úkraínska liðið BC Kyiv í úrslita- leik Evrópudeildar FIBA, 85-74. Jón Arnór lék í 29 mínútur í leikn- um og skoraði 9 stig, þar af komu sjö þeirra í fyrri hálfleik. Jón Arn- ór og liðsmenn Dynamo töpuðu ekki leik í allri keppninni en sig- urinn í Istanbul í gær var númer tuttugu á tímabilinu. Leikmenn Dynamo byrjuðu leikinn ekki vel og voru tíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta, 18-28, en tóku sig heldur betur á, unnu annan leikhlutann 23-5 og náðu átta stiga forskoti, 41-33, fyrir hlé. Dynamo hélt síðan velli í seinni hálfleik, leikmenn Kiev náðu að minnka muninn í sjö stig en nær komust þeir ekki og Dynamo vann að lokum með 11 stiga mun. Jón Arnór hefur oft leikið bet- ur í sókninni í vetur en í gær en hann var þó margoft að taka af skarið og þrátt fyrir að aðeins 3 af 12 skotum hans hafi farið rétta leið þá voru félagar hans í liðinu hvað eftir annað að fylgja þeim eftir og skora ódýrar körfur eftir sóknarfráköst. Jón Arnór lék alls í 29 mínútur í leiknum. Jón Arnóri hefur átt frábært tímabil með Dynamo St. Peters- burg þótt að hann hafi ekki verið mikið í sviðsljósinu í leiknum í gær. Bandaríkjamaðurinn Kelly McCarthy var bestur í liði Dyna- mo en hann skoraði 24 stig og tók 7 fráköst. Ed Cota sýndi líka styrk sinn í lokin og skoraði fimm af 15 stigum sínum á lokamínútum leiksins, en þessi snjalli leik- stjórnandi tók einnig 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 5 bolt- um. ooj@frettabladid.is JÓN ARNÓR FAGNAR Jón Arnór Stefánsson fagnar ásamt félögum sínum þegar Ed Cota lyftir bikarnum ásamt félögum sínum í Dynamo St. Petersburg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.