Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 39
Ingibjörg, Össur, flokkur, þjóð
En eina ferðina stefnir í bræðra-
víg í flokki alþýðunnar og hags-
munum heildarinnar er vikið
fyrir sínum eigin. Þar sem víðar,
fær eigingirnin allt besta pláss-
ið? Ætla menn aldrei að þroskast
og læra af reynslunni? Um er að
ræða tvo sæmilega hæfa for-
ingja, sem eru þó langt í frá
gallalausir.
Ef þau sömu halda að Sam-
fylkingin þoli eigingjarnt frama-
pot og augljósa sýndarmennsku,
fara þau villur vega. Sagt er að
sá vægi, sem vitið hefur meira.
Svo þarf þó ekki að vera í öllum
málum. Snjallir herforingjar
hætta ekki öllu í eina orustu. Þeir
vilja vinna stríðið og geyma
trompið. Ef hallar á og óvinurinn
ætlar að láta kné fylgja kviði,
tekur óþreytt úrvalslið á móti
þeim. Þannig á Samfylkingin að
gera. Tefla Össuri fram í fyrstu
lotu og þar á eftir Ingibjörgu.
Með því móti gæti flokkurinn átt
mörg ár í ríkisstjórn.
Samstaðan og sjónarmiðin
skipta mestu um farsæld.
Óvinafagnaður sá, er forustu-
fólkið kyndir nú undir sem ákaf-
ast, á eftir að koma flokknum illa
og þeim sjálfum þar af leiðandi.
Ég efast lítið um að þau tvö, sem
nú kjósa að gera hverja vitleys-
una á fætur annarri, hafi til síns
ágætis nokkuð. En glámskyggnin
er ekki bara einfeldninganna.
Þótt Ingibjörg Sólrún hafi vænt
mig um kvenfyrirlitningu í skrif-
um mínum og Össur, þáverandi
ritstjóri DV, lokað á greinar frá
mér, tók ég það ekki inn á mig.
Sólrúnu líkaði ekki afstaða mín
til fyrirhugaðrar úthlutunar lóð-
ar í Laugardalnum og fleira. En
inngrip Össurar helguðust af því
að ég og þeir bræðurnir vorum
ekki sammála um friðun dýra og
annað í umhverfismálum. Það
varð til þess að sú saga komst á
kreik, eftir að viðvörunarkerfi
fór af stað á umhverfisráðstefnu
í Háskólabíó, að ég hefði hafnað
aðstoð Össurar úr mögulegum
eldsvoða. Hann kom að vísu til
mín, en gárungarnir sögðu að ég
vildi heldur brenna inni en
þiggja aðstoð frá honum. Meðan
svona húmor lifir, er okkur
óhætt.
Engin flokkur getur þóknast
öllum en Samfylkingin hefur
mesta breidd. En hún hefur, því
miður, sérlega fráhrindandi
áhugamál. Þar ber hæst áætlun
um inngöngu í ESB, þar sem
glundroðinn er í algleymingi.
Fyrir okkur þýddi það ófrelsi,
niðurlægingu og verri kjör. Við-
skipti við önnur lönd færðust úr
okkar höndum sem og allar auð-
lindirnar. Vegna þessa máls Sam-
fylkingarinnar og kæruleysis í
umhverfismálum eiga Vinstri
grænir sér líf utan hennar. Ég
hef aldrei verið svo heillum horf-
inn að kjósa Framsókn en kaus
Sjálfstæðisflokkinn í borgar-
stjórn, vegna gagnkvæmra lof-
orða. Björn Bjarnason hét að
rétta hlut ferðaþjónustu fatlaðra
og annað í þeim dúr. Nokkuð sem
R-listinn hafði látið drabbast nið-
ur, auk þess að mergsjúga fatlað
fólk með þjónustugjöldum. Ef
fylkingin og Vinstri viðhalda
R-listanum neyðast margir til að
skila auðu. ■
27FÖSTUDAGUR 29. apríl 2005
Endurgreiðsl-
ur Trygginga-
stofnunar
Hvaða þjónusta á rétt á að fá
endurgreiðslu frá Tryggingja-
stofnun? Eiga gigtar-, lömunar-
og hreyfihamlaðir sjúklingar
rétt á að fá stuðning frá Trygg-
ingastofnun fyrir fótaaðgerð?
Hér á landi sem og víða annars
staðar flokkast fótaaðgerð undir
heilbrigðisþjónustu.
Vil ég
leggja fyrir-
spurn til
félagasam-
taka þessara
hópa og ann-
arra hópa
sem eru í
svipaðri að-
s t ö ð u .
H v e r n i g
stendur á
því að þessi
þjónusta er
ekki niður-
greidd líkt
og sjúkra-
þjálfun að
undangeng-
inni skoðun
og eftir mati
lækna? Hafa þessi félagasamtök
ekki reynt að leita eftir því?
Hefur þeim verið hafnað af
Tryggingastofnun?
Margir einstaklingar sem eru
fatlaðir og þjást af gigtarsjúk-
dómum, sykursýki, psoriasis o.fl.
þurfa nauðsynlega á þessari
þjónustu að halda og geta ekki án
hennar verið. Vekur það undrun
mína að stuðningur gegnum
Tryggingastofnun sé ekki fyrir
löngu komin á eins og gerist í ná-
grannalöndum okkar samkvæmt
mati læknis hverju sinni. Ýmsir
húðsjúkdómar mynda ákveðin
húðútbrot á fótum þar sem fóta-
aðgerð er besti kosturinn, ásamt
hjálp með sýrukremi sem er
ávísað á fólk.
Liðagigtasjúkdómar þar sem
álagssvæði fótsins fer úr skorð-
um leiða oft til sársaukafullrar
myndunar á siggi sem þarf að
fjarlægja reglulega.
Stuðningsmeðferðir með síli-
koni á tær fyrir fólk sem m.a.
lamast af ýmsum orsökum. Það
er meðferð sem mikilvægt er að
framkvæma strax þegar varan-
leg lömun hefur átt sér stað, áður
en sinarnar byrja að styttast og
tærnar byrja að kreppast.
Aðgerðir sem hafa verið gerð-
ar á tábeinum mistakast því mið-
ur mjög oft og fólk verður að
leita til okkar eftir þær aðgerðir
þar sem líkþornamyndun m.a.
hefur aukist og þörf er fyrir
stuðning með sílikoni. Margir
sjúkraþjálfarar eru meðvitaðir
um hvað sílikon getur hjálpað og
senda fólk til okkar í meðferð.
Niðurgrónar neglur eru mikið
vandamál sem hægt er að laga
með spangarmeðferð, samanber
réttingu á tönnum, og óþarft að
gera dýrar aðgerðir fram-
kvæmdar af læknum í mörgum
tilvikum. Sú þjónusta sem hér
býðst sjúklingum getur aukið
vellíðan þeirra sem og sparað al-
mannafé í formi vinnutaps og
kostnaðar á vegum sjúkrastofn-
anna. ■
ALBERT JENSEN
UMRÆÐAN
SAMFYLKINGIN
EYGLÓ ÞORGEIRS-
DÓTTIR Fótaaðgerða-
fræðingur og sjúkra-
nuddari.