Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 52
Síðdegis í dag leggja meira en fjögur hundruð konur leið sína til Hafnarfjarðar þar sem þær taka þátt í sjötta landsmóti íslenskra kvennakóra núna um helgina. „Þetta mót er haldið á þriggja ára fresti. Síðast var það Kvenna- kór Suðurnesja sem hélt þetta mót, en það hefur aldrei verið fjöl- mennara en núna,“ segir Sigrún Óskarsdóttir, sem hefur unnið baki brotnu undanfarið við að und- irbúa þetta glæsilega mót ásamt nokkrum kórfélögum sínum í Kvennakór Hafnarfjarðar. „Það er Kvennakór Hafnar- fjarðar sem heldur mótið í ár. Það eru til kvennakórar úti um allt land, á stöðum eins og Bolungar- vík, Hólmavík, Siglufirði, Horna- firði og Selfossi. Alls staðar. Svo kemur Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn líka á mótið og verður með okkur.“ Sérstakir gestir mótsins verða Björgvin Þ. Valdimarsson tón- skáld, Edit Molnár, kórstjórnandi og organisti, Elín Ósk Óskarsdótt- ir, söngkona og kórstjóri, Gabriella Thész kórstjórnandi frá Ungverjalandi og Óskar Einars- son, tónlistarmaður og kórstjórn- andi. „Þetta byrjar allt saman með skráningu og afhendingu móts- gagna, en svo verður farið í óvissuferð á átta rútum og í fram- haldi af því verður mótið formlega sett. Á laugardagskvöldinu verður hátíðarkvöldverður, með skemmtiatriðum og balli. Svo verða tvennir tónleikar.“ Fyrri tónleikarnir verða á morgun klukkan 16 í Víðistaða- kirkju þar sem kórarnir syngja hver fyrir sig. Seinni tónleikarnir verða haldnir á sunnudaginn í Íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem kórarnir syngja allir saman fjögur lög auk þess sem fyrrnefnd- ir fjórir hópar láta ljós sitt skína. Báðir tónleikarnir standa öllum opnir og er aðgangur ókeypis. „Á tónleikunum í Víðistaða- kirkju ætlar Kvennakór Hafnar- fjarðar að frumflytja afmælislag sem Hildigunnur Rúnarsdóttir samdi fyrir okkur í tilefni þess að kórinn varð tíu ára á þriðjudag- inn.“ ■ 40 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR 29. apríl kl. 20 - Frumsýning 1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn 8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 Ath. Aðgangur ókeypis Apótekarinn eftir Haydn Óperustúdíó Íslensku óperunnar og Listaháskóla Íslands Laugardaginn 30. apríl kl.14.00-17.30. Sýningin er á hliðarsvölum Íslensku óperunnar (gengið er inn um aðalinngang). Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis DVD sýning Vinafélags Íslensku óperunnar Otello eftir Verdi STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Fö 6/5 kl 20 Fö 20/5 kl 20 Fö 27/5 kl 20 Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Lau 30/4 kl 20, Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20 Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - Síðustu sýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 29/4 kl 20, Lau 7/5 kl 20, Lau 21/5 kl 20 - Síðustu sýningar KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 1/5 kl 14 - UPPSELT Su 1/5 kl 17 - UPPSELT, Fi 5/5 kl 14, Lau 7/5 kl 14, Su 8/5 kl 14, Lau 14/5 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fi 5/5 kl 20, Fi 12/5 kl 20. ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20 - UPPS., Lau 30/4 kl 20 Su 1/5 kl 20 - UPPS., Mi 4/5 kl 20 - UPPS., Fi 5/5 kl 20 - UPPS., Fö 6/5 kl 20 - UPPS., Lau 7/6 kl 20 - UPPS., Su 8/5 kl 20 - UPPS., Fi 12/5 kl 20 - UPPS., Fö 13/5 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Fi 12/5 kl 20 - Aukasýning RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds. Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS. Lau 30/4 kl 20, Fö 6/5 kl 20, Lau 7/5 kl 20 DANSLEIKHÚSIÐ AUGNABLIKIÐ FANGAÐ fjögur tímabundin dansverk Su 1/5 kl 19:09 Síðasta sýning Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Þrestir á vortónleikum með Erni Árnasyni Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði heldur vortónleika laugardaginn 30. apríl kl. 16.00 í Neskirkju. Einsöngvari með kórnum er Örn Árnason Söngstjóri Jón Kristinn Cortez og undirleikari Jónas Þórir. Á efnisskrá er fjölbreytt úrval laga eftir innlenda og erlenda höfunda. Konur streyma til Hafnarfjarðar FRÉTTAB LAÐ IÐ /E.Ó L. ■ KVENNAKÓRAR FJÓRAR AF FJÖGUR HUNDRUÐ Þær Ragna J. Helgadóttir, Margrét Þórðardóttir, Anna B. Brandsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir hafa undanfarið verið að skipuleggja fjögur hundruð kvenna kóramót sem haldið verður í Hafnarfirði nú um helgina. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ UM HELGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.