Fréttablaðið - 29.04.2005, Page 49

Fréttablaðið - 29.04.2005, Page 49
FÖSTUDAGUR 29. apríl 2005 ■ FÓLK ■ TÖLVULEIKIR Connery í tölvuleik Leikarinn Sir Sean Connery ljáir James Bond rödd sína í nýjum tölvuleik, From Russia with Love, sem er byggður á samnefndri kvikmynd frá árinu 1963 með Connery í aðalhlutverki. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi virti leikari kemur fram í tölvuleik. Leikurinn verður gefinn út í haust fyrir PlayStation 2, Xbox og Nintendo GameCube. Mun hann byggja á hinni sígildu Bond-mynd en þó mun hann taka einhverjar nýjar stefnur. „Fyrir leikara er þetta ný og spennandi leið til að fá útrás fyrir sköpunargleðina,“ sagði Connery. „Leikir eru gríðarlega vinsælt af- þreyingarefni og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni.“ ■ Það þóttu óneitanlega mikil tíð- indi þegar sögur bárust af því að David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins og leikmaður Real Madrid, hefði haldið framhjá konu sinni Victoriu Beckham með barnfóstrunni Rebeccu Loos. Hafði hjónabandið þangað til ver- ið álitið eitt það traustasta meðal fræga fólksins og engum duldist að þar var sönn ást. Lægðust öld- urnar töluvert og Rebecca Loos hvarf af sjónarsviðinu. Adam var þó ekki lengi í paradís því slúður- blöðin héldu áfram að grafa ofan í kvennamál fyrirliðans og birtu fljótlega fréttir af því að Beck- ham ætti í tygjum við aðra unga snót, Söruh Marbeck. Ekki bætir úr skák að nýja fóstran, Abbie Gibson, hefur nú tjáð fjölmiðlum að hjónabandið hangi á bláþræði. Þessi ummæli hennar hafa orðið til þess að Beckham lýsti því yfir í viðtali að frásögn Gibson væri lygi. „Þetta er ótrúlegt, alveg ótrúlegt,“ lét Beckham hafa eftir sér. „Þú býður einhverjum inn á heimili til þín til þess að líta eftir börnunum og það eina sem þú getur gert er að treysta manneskjunni,“ sagði hann vonsvikinn og bætti því við að hann og Victoria væru í mjög eðlilegu hjónabandi þar sem upp kæmu ósættir en þá væru vanda- málin leyst, rétt eins og í öðrum hjónaböndum. Í viðtalinu sagðist Beckham enn fremur vera alinn upp við að koma fram við konur af virðingu og vera góður við þær. „Ef ég gerði eitthvað rangt myndi mamma hringja í mig og hund- skamma mig,“ sagði hann. Beck- ham-hjónin reyndu að fá lögbann á birtingu frásagnar Gibson í blaðinu News of the World en því var hafnað. Dómarinn sagði frá- sögnina vera í þágu almennings. Beckham er hamingju- samlega giftur DAVID OG VICTORIA JAMES BOND Leikarinn vinsæli ljáir James Bond rödd sína í nýjum tölvuleik.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.