Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 62
50 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
Sendiherrum er uppálagt að veraekki með puttana í pólitík en nú
hafa tveir slíkir blandað sér í for-
mannsslaginn í Samfylkingunni. Sig-
hvatur Björg-
vinsson reið á
vaðið og lýsti yfir
stuðningi við
Össur Skarp-
héðinsson á
heimasíðu þess
síðarnefnda.
Þetta ýtti við Jóni
Baldvin Hanni-
balssyni sem
svarar Sighvati á
heimasíðu Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur. „Þar með þykir það
ekki tiltökumál, þótt sendiherra fjalli
opinberlega um formannskjör í
flokki sínum – ef þeir styðja Össur.
Þá hlýtur það að gilda jafnt um aðra
formannsframbjóðendur. Jafnræðis-
reglan blífur, ekki satt?“, spyr Jón
Baldvin og hafnar varnaðarorðum
Sighvats um að formannskjörið
kunni að skaða
flokkinn og nefn-
ir meðal annars
sjálfan sig sem
dæmi um hið
gagnstæða.
„1984 bauð ég
mig fram gegn
sitjandi formanni
og lagði valið í dóm trúnaðarmanna
flokksins á flokksþingi. Ég hafði bet-
ur og sat sem formaður í tólf ár. Ég
leiddi flokkinn inn í ríkisstjórn og til
áhrifa á landstjórnina á umbrotatím-
um.“
Jón Baldvin segir að framboð sitthafi síður en svo skaðað flokkinn
vegna þess að þeir sem tókust á
„höfðu manndóm til að slíðra sverð-
in og að starfa saman, eftir að
flokksmenn höfðu kveðið upp sinn
dóm“. Jón segir forvera sinn, Kjart-
an Jóhannsson, hafa starfað með
sér af fullum heilindum og sama
megi segja um Sighvat. „Hann var
andstæðingur minn í formannskjör-
inu, en varð síðar einn af mínum
nánustu og bestu samstarfsmönn-
um.“ Eina spurningin sem Ingibjörg
Sólrún og Össur þurfa því að svara,
að mati Jóns Baldvins, er hvort þau
hafi „manndóm til að hlíta dómi
kjósenda án eftirmála og að starfa
saman af fullum heilindum fyrir
málefnunum sjálfum, eins og ekkert
hafi í skorist“.
Lárétt: 1 máttur, 5 stafur, 6 tvíhljóði, 7
tónn, 8 beygju, 9 vindleysa, 10 gangþófi,
12 flana, 13 óþrif, 15 til, 16 heljarmenni,
18 skrökvar.
Lóðrétt: 1 góðsemi, 2 fæða, 3 tveir
eins, 4 kraftur, 6 skynfæra, 8 slönguteg-
und, 11 þreytu, 14 á himni, 17 keyr.
Lausn.
1
5 6
87
9
12
15
10
13
16 17
11
14
18
2 3 4
Sönkonan Hafdís Huld Þrastar-
dóttir, sem var áður í hljóm-
sveitinni Gusgus, syngur lag
sem hljómar í glæpamyndinni
Layer Cake, sem er gerð af þeim
sömu og framleiddu hinar vin-
sælu Snatch og Lock, Stock and
Two Smoking Barrels.
Lagið nefnist Hayling og er
samið af Hafdísi og félögum í
hljómsveitinni FC/Kahuna.
Hayling, sem er hugljúft popp-
lag með danstónlistaráhrifum,
er fyrsta lag nýútkominnar
plötu sem hefur að geyma lög úr
myndinni. Þar eru einnig lög
eftir listamenn á borð við Kylie
Minogue, Joe Cocker, Duran
Duran, Starsailor og The Cult.
Leikstjóri Layer Cake er
Matthew Vaughn sem lék á sín-
um tíma í Lock Stock and Two
Smoking Barrels. Vaughn virð-
ist vera upprennandi leikstjóri í
Hollywood því að hann hefur
þegar tekið að sér að leikstýra
framhaldsmyndinni X-Men 3 en
tvær fyrstu myndirnar í serí-
unni hafa notið gífurlegra vin-
sælda.
Layer Cake hefur fengið
mjög góða dóma, þar á meðal á
kvikmyndasíðunum imdb.com
og rottentomatoes.com, og því
virðist Hafdís Huld og hljóm-
sveit hennar hafa dotttið í
lukkupottinn með því að eiga
þar lag. Myndin verður frum-
sýnd hérlendis seint í sumar og
þá geta íslenskir kvikmynda-
húsagestir fengið að hlýða á óm-
þýða rödd Hafdísar mitt í öllum
hasarnum. ■
Hafdís syngur í glæpamynd
HAFDÍS HULD Söngkonan knáa syngur
lagið Hayling í kvikmyndinni Layer Cake.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
Reva.
Sumar á Sýrlandi með Stuð-
mönnum og Bubbaplöturnar
Ísbjarnarblús og Kona.
Magnús Kristinsson.
„Við foreldrar erum aldrei stikkfrí
frá því að útskýra og leiðbeina
börnunum okkar,“ segir Þórkatla
Aðalsteinsdóttir sálfræðingur en
heitar umræður hafa sprottið upp
vegna þáttarins Strákarnir sem
sýndur er á Stöð 2 klukkan átta,
fjögur kvöld í viku. Hafa foreldra-
félög og umboðsmaður barna farið
þess á leit að þættinum verði seink-
að eða efni hans endurskoðað.
Þórkatla segir að foreldrar eigi
að gæta þess að láta börnin ekki
horfa á hvað sem er alein. „For-
eldrar eiga að horfa á sjónvarpið
með börnunum og láta þau vita af
skoðunum sínum, hvað þeim finnst
fyndið og hvað ekki, hvað er í lagi
og hvað ekki.“ Hún segir enn frem-
ur að ekki sé eingöngu hægt að
draga Strákana til ábyrgðar því
það eru ekki fyrirmyndirnar sem
hafa lokaorðið. „Það eru foreldr-
arnir sem eru aðalleiðbeinendurnir
og þeir þurfa að koma með mót-
vægi gagnvart því sem börnin sjá á
skjánum,“ segir hún. „Foreldrar
finna stundum til vanmáttar gagn-
vart fyrirmyndunum og halda að
þau hafi ekkert yfir þeim að segja.
Það er ekki rétt, foreldrar hafa
lokaorðið,“ segir hún og telur jafn-
framt að í stað þess að eyða öllu
púðri í að kvarta yfir efninu eigi
foreldrar að nota kraftinn til þess
að útskýra fyrir börnunum hvað
það er sem þau sjá á skjánum.
Enn fremur segir Þórkatla að
það sé ekki í hlutverki Strákanna
eða Stöðvar 2 að slökkva á sjón-
varpinu fyrir foreldra. „Þó að mér
finnist sjálfri efnið ekki vera við
hæfi barna yngri en tólf ára þá er
það hlutverk foreldranna að
slökkva á sjónvarpinu ef þau telja
efnið ekki við hæfi barna sinna.“
Strákarnir sjálfir vildu ekki tjá
sig um málið en þeir hafa að undan-
förnu gert hálfpartinn grín að öllu
þessu fári í þáttunum sínum.
freyrgigja@frettabladid.is
FRÉTTIR AF FÓLKI
...fær Bubbi Morthens fyrir að
gefa út tvær nýjar plötur í sumar
og endurútgefa tvær aðrar.
HRÓSIÐ
Nú er sumarið framundan sem þýðir mik-
ið djamm og partístand fyrir marga Ís-
lendinga. Þegar þessi tími hefst eru allir
staðráðnir í að njóta frídaganna til hins
ýtrasta og skemmta sér vel. Það slæma
við sumardjammið er hins vegar það að
við erum of mörg sem ætlum að koma
okkur fyrir inni á skemmtistöðum borgar-
innar. Því miður verður það iðulega til
þess að staðirnir verða of fullir og maður
getur ómögulega fylgst með gangi mála,
það verður ansi erfitt að dansa eðlilega
og kvöldið fer að stórum hluta í að troð-
ast og sjá til þess að verða ekki undir
fjöldanum. Maður er nú samt fljótur að
sætta sig við það þegar komið er inn, því
það erfiðasta er klárlega að komast inn á
staðinn. Hver þekkir ekki að standa í röð
og þurfa að berjast með kjafti og klóm til
að komast inn úr rigningunni og rokinu,
því þannig er nú víst íslenska sumarið.
Biðraðahangs gæti jafnvel kallast menn-
ing á þessu landi því það er röð fyrir utan
alla staði allar helgar. Mikill tími fer í að
reyna að komast inn og ef maður reynir
ekki að gera sem best úr því og skemmta
sér líka í röðinni verður þolinmæðin fljót-
lega að engu og rúmið næsta stopp. Þess
vegna er um að gera að láta sér lynda
traðk á spariskónum, brennandi sígarettur
í andlitinu og eins og fimm manneskjur
liggjandi á bakinu á sér. En við erum
greinilega víkingar að uppruna og látum
slag standa hverja einustu helgi.
Þar sem við teljum okkur vera einstaklega
vel gefin má undra sig á því að enginn
hafi komið með lausn á þessu vandamáli
til að létta okkur lífið. Það verður líka að
líta á björtu hliðarnar og skoða það góða
sem hefur komið út úr biðröðum. Fólki
virðist takast vel að kynnast þar því það
stendur svo nálægt hvert öðru að því
tekst að mæla út hvernig viðkomandi
hentar í maka. Þá er bara að máta hann
við sig og sjá hvort ilmvatnið sé rétt.
Margir hafa einmitt eignast góða vini í
röðum en reyndar einnig óvini.
Svona við nánari skoðun er þetta senni-
legast ágætis leið til að kynnast fólki og
skemmta sér úti í rigningunni. Nú svo er
það bara að brosa blítt til dyravarðarins
og blikka hann svo á leiðinni inn í von
um að þurfa ekki að bíða eins lengi
næstu helgi. Sjáumst í röðinni!
REYKJAVÍKURNÆTUR
HARPA PÉTURSDÓTTIR SKRIFAR UM BIÐRAÐAHANGS
Gleðilega biðröð!
Lárétt: 1vald,5ell,6au,7la,8bug,9
logn,10il,12ana,13lús,15að,16jaka,
18ýkir.
Lóðrétt: 1velvilji,2ala,3ll,4dugnaður,
6augna,8boa,11lúa,14ský,17ak.
Þórkatla Aðalsteinsdóttir
Segir foreldra aldrei vera stikkfrí
frá því að útskýra og leiðbeina
börnum sínum.
ÞÓRKATLA AÐALSTEINSDÓTTIR: STRÁKARNIR EKKI ALVALDIR
Foreldrar hafa lokaorðið
– hefur þú séð DV í dag?
Hrottalegasti handrukkari Íslands fékk
makleg málagjöld í Hæstarétti í gær
BRAVÓ!
BÖÐULLINN
BAK VIÐ
LÁS OG SLÁ