Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 10
10 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
Impregilo:
20 prósenta bónus 1. maí
KÁRAHNJÚKAR Starfsmenn
Impregilo, sem starfa við að
reisa stífluna á Kárahnjúkum,
fá 19,46 prósenta bónusgreiðsl-
ur ofan á öll laun um næstu
mánaðamót. Þetta er í samræmi
við aukin afköst við stíflugerð-
ina. Starfsmennirnir fengu 8
prósenta bónus um síðustu mán-
aðamót.
Skúli Thoroddsen, fram-
kvæmdastjóri Starfsgreinasam-
bandsins, segir að rúmur helm-
ingur starfsmanna Impregilo fái
bónusgreiðslurnar, um 600-700.
Hinir starfi í göngunum. Þar
hafi verið mikill vatnselgur og
verkið gengið hægt. Nú sjái
hinsvegar fyrir endann á því og
verður þá samið um bónus til
handa þessu fólki.
Sett var á laggirnar nefnd
verkalýðsfélaganna og Impreg-
ilo í vetur og hefur hún tekið á
aðstöðu starfsmanna og bónus-
greiðslum. Skúli segir að starfs-
menn á Kárahnjúkum hafi
kvartað yfir því að bónuskerfið
hafi ekki virkað og því hafi ver-
ið gerðar breytingar sem nú séu
að skila sér.
Þá eru komnir 500 Kínverjar
að Kárahnjúkum sem Skúli seg-
ir að séu greinilega mjög vanir.
Það hafi kannski líka áhrif.
-ghs
Ólga í Tógó:
Mannskæð átök í Lomé
LOMÉ, AP Ófremdarástand hefur
ríkt í Afríkuríkinu Tógó í kjölfar
vafasamra kosninga um síðustu
helgi þar sem Faure Gnassinbe,
sonur fyrrum einræðisherra
landsins, bar sigur úr býtum. Sex
manns, þar af þrír borgarar, hafa
látist í átökum í höfuðborginni
Lomé undanfarna daga.
Leiðtogar stjórnarandstöðunn-
ar hafa hvatt til frekara andófs
enda segjast þeir hafa sannanir
fyrir víðtæku kosningasvindli. Ní-
geríumenn hafa haft forgöngu um
að stilla til friðar í Tógó en erind-
reki þeirra þar sagði hins vegar
að ekkert hefði verið athugavert
við framkvæmd kjörfundarins. ■
Atlantshafsbandalagið:
Mun hjálpa
til í Darfur
NATO Atlantshafsbandalagið hefur
ákveðið að hefja viðræður við
bandalag Afríkuríkja um mögu-
lega aðstoð við hjálparstarf í hinu
stríðshrjáða Darfur-héraði í Súd-
an eftir að beiðni þess efnis hafði
borist NATO. Það var Alpha
Oumar Konare, forseti bandalags
Afríkuríkja sem óskaði eftir
aðstoðinni á þriðjudag.
Ekki er þó talið líklegt að her-
menn aðildarríkja NATO verði
sendir á vettvang heldur verður
einungis um aðstoð við skipulag á
liðsflutningum og aðdráttum.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
NATO tekur þátt í aðgerðum í
Afríku.
2.300 friðargæsluliðar frá 53
Afríkuríkjum eru í Darfur en sá
fjöldi verður í það minnsta tvö-
faldaður á næstu misserum. ■
TIL Í SLAGINN
Mótmælendur köstuðu grjóti og bensín-
sprengjum á lögreglu.
M
YN
D
/A
P
BRUNAMÁL Nýja Jórvík ehf. sem á
húsið að Mýrargötu 26 í Reykjavík
hefur fengið Securitas til að annast
þar sérstaka öryggisgæslu. „Óvið-
komandi umferð um húsið – gömlu
Hraðfrystistöðina – verður kærð til
lögreglu,“ segir fyrirtækið í til-
kynningu, en gripið er til þessara
ráðstafana vegna síendurtekinna
bruna og íkveikjutilrauna í húsinu.
Fram kemur að hreinsun húss-
ins sé hafin og tilheyrandi öryggis-
ráðstafanir hafi þegar verið gerð-
ar. „Áætlanir félagsins um endur-
byggingu hússins eru óbreyttar,“
segir í tilkynningunni sem Magnús
Ingi Erlingsson framkvæmdastjóri
skrifar undir. - óká
Mýrargata 26 í Reykjavík:
Óviðkomandi
bönnuð umferð
KÍNVERJI AÐ STÖRFUM
Á KÁRAHNJÚKUM
Starfsmenn við stíflugerðina á Kárahnjúk-
um fá tæplega 20 prósenta bónus um
næstu mánaðamót.
UNGVERSKUR JAGÚARUNGI
Maya, doppóttur jagúarungi sem fæddist í
Nyiregyhaza-dýragarðinum í Ungverjalandi,
horfir forvitinn út í heiminn í gær. Foreldr-
ar Mayu eru með svartan feld en talið er
að afkvæmið haldi doppótta feldinum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
Þjófur á Kleppsvegi:
Braust inn
um glugga
LÖGREGLA Brotist var inn í
blokkaríbúð á Kleppsvegi aðfara-
nótt fimmtudags og þaðan stolið
farsíma, skartgripum og lítilræði
af peningum. Þjófurinn braust
inn um glugga en hvarf á brott
þegar húsráðendur urðu hans
varir. Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík sást til dökkklædds
manns á hlaupum frá húsinu. Til-
kynnt var um innbrotið um klukk-
an fjögur um nóttina.
Þjófurinn er enn ófundinn en
lögregla segir ekki ólíklegt að
haft verði uppi á honum og þýf-
inu, jafnvel þótt síðar verði.
- óká
Stjórnarkreppan
í Írak á enda
Stjórnarkreppunni í Írak lauk í gær þegar þingið lagði
blessun sína yfir ráðherralista al-Jaafari forsætisráðherra.
Enn á þó eftir að skipa í nokkur veigamikil embætti.
ÍRAK, AP Stjórnlagaþing Íraka sam-
þykkti í gær ráðherralista al-Jaaf-
ari forsætisráðherra. Þar með hafa
Írakar eignast sína fyrstu lýðræðis-
lega kjörnu ríkisstjórn í hartnær
hálfa öld.
Frá því að Írakar gengu að kjör-
borðinu í janúarlok hefur gengið af-
leitlega að mynda nýja ríkisstjórn.
Atburðarásin hefur hins vegar ver-
ið hröð síðustu daga eftir að Ibra-
him al-Jaafari tilkynnti á þriðjudag-
inn að honum hefði tekist að setja
saman ráðherralista. Jalal Talabani
forseti lagði blessun sína yfir til-
lögu al-Jaafari í gær og síðan
greiddi þingið atkvæði um listann.
180 af þeim 185 þingmönnum sem
voru viðstaddir studdu listann en
níutíu þingmenn voru fjarverandi.
„Þetta er fyrsta skrefið í átt að nýju
Írak,“ sagði al-Jaafari eftir at-
kvæðagreiðsluna í gær, glaður í
bragði.
Sautján sjíar sitja í stjórninni,
átta Kúrdar, sex súnníar og einn
kristinn maður. Sex ráðherranna
eru konur. Stjórnin mun taka við
völdum af bráðabirgðastjórn Allawi
eftir nokkra daga.
Ekki er þó kálið sopið þótt í aus-
una sé komið. Enn á eftir að manna
tvö embætti og sum ráðuneytin eru
í höndum settra ráðherra. Þannig
hefur al-Jaafari sjálfur tekið að sér
embætti varnarmálaráðherra, stöðu
sem hafði verið eyrnamerkt súnn-
íum, og Ahmed Chalabi, einn vara-
forsætisráðherranna, gegnir jafn-
framt embætti olíumálaráðherra.
Ekki verður séð að súnníum hafi
verið tryggð völd í samræmi við
fjölda þeirra og sú staðreynd mun
eflaust verða olía á eld uppreisnar-
manna. Ghazi al-Yawher, varafor-
seti og súnníi, gat ekki leynt gremju
sinni yfir því hversu fáa trúbræður
hans var að finna í stjórninni.
Hvað sem stjórnarmynduninni
líður þá heldur vargöldin í landinu
áfram. Ráðist var inn á heimili ír-
askrar þingkonu í Bagdad á þriðju-
dagskvöldið og hún skotin til bana. Í
bænum Musayyib reyndu uppreisn-
armenn að varpa sprengjum að
bandarískri herstöð en ekki vildi
betur til en svo að þær lentu á
strætisvagnabiðstöð. Fjórir Írakar
dóu og 21 særðist. ■
NÝI FORSÆTISRÁÐHERRANN
Ibrahim al-Jaafari var greinilega létt þegar hann ræddi við fréttamenn að lokinni atkvæða-
greiðslunni í þinginu.
M
YN
D
A
P
HELSTU RÁÐHERRAR:
Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra og
starfandi varnarmálaráðherra
Ahmed Chalabi varaforsætisráðherra
og starfandi olíumálaráðherra
Hoshyar Zibari utanríkisráðherra
Bayan Jabr innanríkisráðherra
Ali Abdel-Amir Allawi fjármálaráðherra