Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 18
18 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Gremju gætir meðal sumra launþega vegna þess að verkalýðsdaginn – fyrsta maí – ber upp á sunnudegi að þessu sinni. Fyrsti maí er á sunnudaginn og verða hátíðarhöld verkalýðsfé- laga haldin um land allt. Sem fyrr er bættra kjara og réttinda krafist og viðbúið að nokkurt fjölmenni verði í kröfugöngum og á baráttufundum. Fyrsti maí er lögbundinn frí- dagur launþega en segja má að fríið detti dautt niður þar sem daginn ber upp á sunnudag. Greina má gremju vegna þess meðal verkafólks sem gjarnan vildi fá frí á virkum degi. Hinir sömu segja að þegar svona hátti til ættu launþegar í staðinn að fá frí á föstudegi eða mánudegi. „Ég hef oft verið spurður að því að undanförnu hvort ekki sé sanngjarnt að frí sé gefið á virk- um degi í staðinn,“ segir Aðal- steinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, og bætir við að sér finnist krafan sanngjörn. „Það hefur samt aldrei verið farið fram með hana í samningaviðræðum.“ Aðalsteinn bendir á að fyrsti maí sé alþjóðlegur baráttudagur verkafólks og því erfitt að hrófla við því. „Menn verða bara að standa og falla með því að oft er hann á virkum dögum og svo lendir hann á helgi. Við verð- um bara að bíta í það súra epli – sem reyndar er mjög súrt.“ Signý Jóhannes- dóttir, formaður verkalýðsfélags- ins Vöku á Siglu- firði, segir um- ræðuefnið sígilt. „Sumir eru þeirr- ar skoðunar að þetta eigi að vera eins og verslunar- mannafrídagurinn og bera upp á fyrsta mánudag í maí. Ann- ars var ég að skoða a l m - a n - a k - ið fram í tímann og sé að eftir tvö ár falla saman fyrsti maí og uppstigningardagur. Það verður nú ekki gæfulegt.“ Signý segist ekki sjá fram á að frídegi v e r s l u n a r m a n n a verði hnikað þó að það sé freistandi að lengja helgina. „Atvinnurekend- ur vilja nú færa s u m a r d a g i n n fyrsta fram á haust og upp- s t i g n i n g a r d a g líka vegna þessa hökts í atvinnu- lífinu á vorin þannig að ég held að þeir séu ekki til í viðræðu um það.“ bjorn@frettabladid.is PARATABS-VERKJATÖFLUR KOSTA FRÁ 195 UPP Í 334 KRÓNUR Heimild: ASÍ HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? „Það er heilmikið að gera við að undir- búa keppni í íslenskri knattspyrnu fyrir sumarið,“ segir Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusambands Ís- lands. „Það þarf gríðarlegan undirbún- ing til að allt gangi snurðulaust fyrir sig því þetta eru þúsundir leikja.“ Þótt álag- ið sé mikið segir Geir það vera innan hóflegra marka. „Það hefur þó aukist eftir því sem umfangið verður meira. Við erum alltaf að skapa betri umgjörð fyrir toppfótbolta og fjölga leikjum fyrir yngri iðkendur þannig að allir geta fengið að leika.“ Sumarið helgar Geir fótboltanum og hann man ekki hvenær hann fór síðast í skipulagt sumarfrí. „Konan kvartar mikið yfir því að ég taki aldrei sumarfrí. Ef það gerist er það yfirleitt tengt knatt- spyrnuviðburðum. En ég er búinn að lofa úrbótum og er að leita mér að öðru áhugamáli; það er hreinn sannleikur.“ Geir spilar fótbolta nokkrum sinnum í viku með vinnufélögunum. „Það er ekki nóg með að þurfa að stjórna þeim í vinnunni, heldur þarf ég að reyna að stjórna þeim í boltanum líka. Það getur reynst erfitt. Þeir hafa heldur ekki fengið kennslu í fínni grunntækni knattspyrnunnar,“ segir hann og hlær. Íslandsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í næsta mánuði og Geir telur Ís- landsmeistara FH sigur- stranglegasta. Hann gefur ekki upp hvort hann kysi að sjá einhverja aðra hampa titilinum. „Það er alltaf ánægjulegt að afhenda Íslandsmeisturum sig- urlaunin, hverjir sem þeir eru, því maður veit að það er verðskuld- að.“ Leitar sér að öðru áhugamáli HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GEIR ÞORSTEINSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI KSÍ SIGNÝ SÆMUNDSDÓTTIR Vill koma upp um svikahrappa EFTIRLIT MEÐ ÖRORKUSVIKURUM SJÓNARHÓLL Þrekmeistarinn haldinn á Akureyri um helgina: Reykjavíkurmaraþon framtíðarinnar Dágóður hópur af hraustasta fólki landsins verður á Akureyri um helgina og reynir með sér í keppn- inni um Þrekmeistarann 2005. Yfir 150 manns hafa skráð sig til leiks og telst forsvarsmönnum mótsins til að keppendur komi frá 16 bæjarfélögum. Einar Guðmann, umsjónar- maður Þrekmeistarans, segir mótið stefna í að komast á stall með hinu fjölmenna Reykjavíkur- maraþoni. „Ég hef sterkan grun um að með þessu framhaldi verði þetta Reykjavíkurmaraþon fram- tíðarinnar. Ég leyfi mér alveg að fara langleiðina með að fullyrða það,“ segir hann og hlær. Til marks um þá fjölgun sem orðið hefur í hópi keppenda nefn- ir Einar að árið 2001, þegar mótið var fyrst haldið, voru keppendur rúmlega 30. Nú stefni þeir í að verða hátt í 160. Meðal keppnisgreina á Þrek- meistaranum eru þrekvél, arm- beygjur og axlapressa og segir Einar að ein helsta ástæðan fyrir mikilli þátttöku sé sú að þetta séu sömu æfingar og fólk gerir í lík- amsræktarsölunum. „Þetta eru kunnuglegar æfingar og koma engum á óvart og því hefur fólk gaman af að spreyta sig.“ Einar Guðmann veit hvað hann syngur þegar þegar kemur að lík- amsrækt enda sjálfur rammur að afli. Hann tók þátt í fyrsta Ís- landsmótinu í vaxtarrækt sem haldið var 1982 og hefur hugsað vel um skrokkinn á sér síðan. „Þessi bóla sem talað var um eftir fyrstu vaxtarræktarmótin – lík- amsræktarbólan – er orðin ansi langdregin og ég hef ekki enn séð merki þess að hún fari að sprynga.“ - bþs                                                      !     "#$"%"%    &       ' ( ))      '            FITTÝ BOLLURNAR FRÁ SPORTHÚSINU Þær tóku þátt síðast og stóðu sig vel. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR G U Ð M AN N „Mér finnst allt í lagi að herða eftirlit, en það verður að gera það með rétt- um formerkjum þannig að það komi ekki niður á neinum sem á það ekki skilið,“ segir Signý Sæmundsdóttir söngkona. Í nýlegri skýrslu kom í ljós að bótaþegum hefur fjölgað um 82 prósent á 13 árum og útgjöld hins op- inbera hafa aukist um tæpa níu millj- arða króna á þeim tíma. Trygginga- stofnun hyggst nú herða mjög eftirlit sitt til að ná þeim sem svíkja út ör- orkulífeyri með því að vinna „svart“ en eru samt á bótum. Einnig með þeim sem eiga börn og eru fráskildir á papp- írum til að fá hærri barnalífeyri. Signý telur þó að langflestir séu mjög samviskusamir og fái það sem þeir eigi skilið og sé það sjálfsagt. Hins vegar séu alltaf til einhverjir svartir sauðir sem svíki undan og sé það mjög slæmt þar sem þeir rýri sannleiksgildi þeirra sem eru að gera rétt. „Ég vona bara að öryrkjar fái sitt og komið verði upp um svikahrappana,“ segir Signý. SIGNÝ JÓHANNESDÓTTIR AÐALSTEINN BALDURSSON Bitið í súrt epli SÚRA EPLIÐ Í þetta epli mega þeir bíta sem eru súrir yfir að fyrsta maí beri upp á sunnudegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.