Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 6
6 29. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Verðbólguspá efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins: Greiðslubyrði hækkar EFNAHAGSMÁL „Greiðslubyrði af húsnæðislánum ætti að hækka miðað við spárnar og húseigendur munu finna fyrir því,“ segir Ing- unn S. Þorsteinsdóttir, hagfræð- ingur Alþýðusambands Íslands, vegna spár efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins um horfur í efnahagsmálum. Spárnar eru að hennar mati bjartsýnar en í þeim er meðal annars gert ráð fyrir örum hag- vexti í ár og því næsta. Hagvöxt- urinn mun myndast að töluverðu leyti vegna minnkandi halla á ut- anríkisviðskiptum. Áætlað er að vísitala neysluverðs hækki um 3,9 prósent milli ára en lækkun á gengi krónunnar er forsenda þess að að verðbólguspá upp á 3,8 pró- sent gangi eftir á næsta ári. Ingunn segir erfitt að meta áhrif þessa á einstaka liði enda séu óvissuþættir margir en verið er að vinna að þjóðhagsspá Al- þýðusambandsins og ætti hún að liggja fyrir í næstu viku. „Það sem mun hafa mikil áhrif næstu misseri er hvernig gengið mun haga sér og um það eru skiptar skoðanir.“ - aöe Kveður með söknuði „Ögrandi verkefni og varla pláss fyrir annað í svo krefjandi starfi“, segir Ásdís Halla Bragadóttir sem tekur við forstjórastarfi hjá BYKO eftir mánuð. Gunnar Einarsson forstöðumaður fræðslu- og menn- ingarsviðs Garðabæjar tekur við bæjarstjórastafinu. SVEITARSTJÓRNARMÁL Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri Garða- bæjar hefur verið ráðin forstjóri BYKO hf. „Mér fannst þetta ein- stakt tækifæri og ögrandi að takast á við verkefni hjá traustu fyrirtæki. BYKO hefur verið að gera góða hluti og það er mér mikill heiður að stjórn félagsins skuli bjóða mér starfið og sýna mér slíkt traust,“ segir Ásdís Halla. „Ég er búin að vera 12 ár í stjórnmálum. Það hefur verið mjög gefandi og ég hafði svo sem ekki hugsað mér að hætta. Ég kveð stjórnmálin með sökn- uði. En þetta var ögrandi tæki- færi. Þegar maður tekur svo krefjandi starfi er varla mikið pláss fyrir önnur verkefni. Ég einbeiti mér að því að vinna vel með þessu hæfa fólki.“ Á aukafundi bæjarstjórnar Garðabæjar á miðvikudag í næstu viku verður borin upp til- laga meirihluta Sjálfstæðis- manna um að Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu-og menningarsviðs, verði ráðinn bæjarstjóri í Garðabæ. Ráðgert er að hann taki við embætti 24. maí næstkomandi. Gunnar er 49 ára, kvæntur Sigríði Dís Gunn- arsdóttur. Þau eiga þrjú börn. Gunnar er með meistaragráðu í stjórnun og stundar nú doktors- nám í stjórnun menntamála. „Ég hlakka til að að vinna með bæjarbúum og starfsmönnum bæjarins. Ákvörðun bæjar- stjórnar kom á óvart og ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt,“ segir Gunnar. „Þetta kemur vissulega flatt upp á okkur, en við sýnum þessu fullan skilning,“ segir Erling Ás- geirsson, formaður bæjarráðs Garðabæjar. Hann segist hafa unnið með Gunnari í 20 ár og þegar hugmynd hafi kviknað um að fela honum bæjarstjórastarf- ið hafi meirihlutinn verið fljótur að komast að einhuga niður- stöðu. Bjarni Benediktsson þing- maður Sjálfstæðisflokksinn er samstarfsmaður Ásdísar Höllu og situr í skipulagsnefnd Garða- bæjar. „Ákvörðun Ásdísar Höllu kemur á óvart og það er mikil eftirsjá af henni úr stjórnmálun- um. Hún hefur sinnt starfi sínu af miklum myndarbrag og eftir störfum hennar hefur verið tek- ið. Ég óska henni til hamingju með nýja starfið. Jafnframt óska ég Gunnari Einarssyni velfarn- aðar í bæjarstjórastarfinu, en hann hefur tekið það að sér út kjörtímabilið. Gunnar er mjög hæfur maður“, segir Bjarni. johannh@frettabladid.is Á að afnema fyrningu kynferð- isbrota gegn börnum? SPURNING DAGSINS Í DAG: Er ástæða til að herða eftirlit með fólki á örorkubótum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 15,41% 84,59% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N HÆRRI GREIÐSLUBYRÐI Miðað við verðbólguspár hækkar greiðslu- byrði íbúðakaupenda næstu mánuði. Vorfagnaður Í Hveragerði 4. maí á Hótel Örk Vorfagnaður Lionsklúbbs Hveragerðis er í sérstökum hippabúning í ár. Fulltrúar fyrirtækja og stofnanna úr bænum flytja söngatriði frá hippatímabilinu. 3 rétta Hippamatseðill Friðarsúpa Ástarsteik Regnbogaísterta “Flowerpower” tilboð Hátíðarkvöldverður, skemmtun, dansleikur og gisting 6000,- krónur (á mann í tvíbýli) Mætum eldhress í hippagallanum! Upplýsingar og pantanir 483 4700 info@hotel-ork.is www.hotel-ork.is ÍSRAEL, AP Vladimír Pútín Rúss- landsforseti, sem er í fyrstu op- inberu heimsókn valdhafa í Moskvu til Ísraels, vann sér inn prik hjá gestgjöfum sínum í gær með því að fordæma tilburði ráðamanna í Íran til að koma sér upp kjarnorkuvopnum. En hann deildi við ísraelskan starfsbróð- ur sinn, Moshe Katsav, um vopnasölusamning sem Rússar hafa gert við Sýrland, en þennan samning skynja Ísraelar sem ógnun við öryggi Ísraels. Í þessari tímamótaheimsókn, sem miðuð er að því að bæta tengsl landanna eftir áratuga fjandskap á dögum sovétstjórn- arinnar, sagði Pútín að Helför nasista gegn gyðingum skapaði sérstök tengsl milli Rússlands og Ísraels, bæði vegna þess mikla fjölda sovéskra borgara sem féllu í Síðari heimsstyrjöld en einnig vegna fjölda rúss- neskumælandi innflytjenda í Ísrael. Rússar eru að smíða kjarn- orkuver í Íran og því þóttu varn- aðarorð Pútíns í garð ráða- manna þar í landi þeim mun eft- irtektarverðari. Í samræðum sínum við ísra- elska ráðamenn varði Pútín samning sem rússneskir vopna- framleiðendur hafa gert um sölu á loftvarnaflaugum til Sýr- lands, óvinaríkis Ísraels. Pútín hélt því fram að umræddum flaugum væri ekki hægt að breyta þannig að hryðjuverka- menn ættu auðvelt með að beita þeim, en það er það sem Ísrael- ar óttast sérstaklega. Hann ítr- ekaði fyrri yfirlýsingar um að flaugarnar væru engin ógn við ísraelskt yfirráðasvæði. ■ Í YAD VASHEM Forsetar Rússlands og Ísraels, Vladimír Pútín og Moshe Katsav, í Helfararsafninu Yad Vashem í Jerúsalem í gær. Pútín í Ísrael: Tengslin bætt í tímamótaheimsókn TEKUR VIÐ BÆJARSTJÓRASTÓLNUM Gunnar Einarsson mun taka við sem bæjarstjóri í Garðabæ þegar Ásdís Halla Bragadóttir lætur af störfum í lok maí. Fimm menn sektaðir: Börðu mann við Gesthús DÓMAR Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað fimm menn um tví- tugt um 75 þúsund krónur hvern fyrir að ráðast á og berja mann við Gesthús á Selfossi haustið 2003. Mennirnir eru frá Selfossi og Árborg. Hjörtur Aðalsteinsson hér- aðsdómari kvað sektina hæfi- lega þar sem afleiðingar árásar- innar hefðu ekki verið alvarleg- ar. Þeir höfðu þó barið og spark- að ítrekað í manninn. Greiði ungu mennirnir ekki sektina bíður þeirra 16 daga fangelsi. - óká Íslenskt gjaldþrot í Norður-Noregi: Milljónir úr sjóðum GJALDÞROT Íslensku fyrirtækin GLM og Balis í Norður-Noregi sem úrskurðuð hafa verið gjald- þrota og Fréttablaðið sagði frá í gær, fengu tugi milljóna króna í styrki og lán frá norskum þró- unarsjóðum á síðustu árum. Eigendur fyrirtækjanna eru nú gufaðir upp og eftirlýstir af skattayfirvöldum í Norður-Nor- egi auk þess sem fjöldi kröfu- hafa í þrotbú þeirra vill hafa hendur í hári þeirra. GLM stendur fyrir Green Line Machines og er móðurfyr- irtækið skráð á Íslandi en dótt- urfyrirtækið GLM Norway er skráð í Narvik í Norður-Noregi. Ætlun eigenda GLM var að framleiða fiskiker úr plasti eftir nýjum aðferðum sem þróaðar hafa verið í Frakklandi og áttu tæki og form til framleiðslunnar að koma þaðan. Balis, sem var staðsett í bæn- um Ballangen skammt sunnan við Narvik og sömuleiðis í eigu Íslendinga, var í samstarfi við GLM en eitt rannsóknaratriði skattayfirvalda í Norður-Noregi eru flókin fjárhagsleg tengsl fyrirtækjanna. Meðal annars vantar öll gögn í bókhald GLM um útgjöld upp á nærri 15 millj- ónir króna. - ssal Lögmannafélagið: Gjöf frá Baugi þegin LÖGMANNAFÉLAGIÐ Á almennum fé- lagsfundi í Lögmannafélagi Íslands í gær var tillaga um að skila skyldi tveggja milljóna króna gjöf frá Baugi í Námssjóð lögmanna felld. Samþykkt var að skipa nefnd sem falið yrði að fara yfir og semja reglur um gjafir til félagsins. Stjórn félagsins hafði þegið um- rædda gjöf enda taldi hún það í samræmi við stofnskrá námssjóðs- ins, sem gerir ráð fyrir að gjafir frá fyrirtækjum séu ein tekjulinda hans. Við þessa ákvörðun var hóp- ur félagsmanna ekki sáttur, þar sem gjafir af þessu tagi væru til þess fallnar að skapa efasemdir um hlutleysi og sjálfstæði lög- manna gagnvart gefendum. Því var boðað til félagsfundarins. Að sögn Helga Jóhannssonar, formanns félagsins, var fundurinn málefnalegur og umræður hrein- skiptnar. Ánægjulegt væri að af- gerandi niðurstaða lægi fyrir. ■ VILLY SØVNDAL FORMAÐUR Villy Søvndal var í gær kjörinn for- maður Sósíalíska þjóðarflokksins. Hann fékk tæp sextíu prósent at- kvæða en næst kom Pia Olsen með rétt rúm þrjátíu prósent. Søvndal tekur við embætti af Hol- ger Nielsen en hann sagði af sér eftir að flokkurinn beið afhroð í þingkosningunum í febrúar. ■ DANMÖRK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.