Fréttablaðið - 29.04.2005, Side 28

Fréttablaðið - 29.04.2005, Side 28
Sveppir Sveppir eru uppfullir af B-vítamíni, og þá sérstak- lega B12, ásamt járni og kalíum. Best er að kaupa þá ferska og geyma þá í kæli í bréfpoka.[ ] GNOÐARVOGI 44 Opið frá 10-18:15 Nýr stór humar Nýlagað sushi Glæsilegt úrval fiskrétta - tilbúnir á grillið Réttir kvöldsins Fordrykkur í boði hússins M/ þriggja rétta seðlinum Canasta Cream Forréttur verð f/ einrétta verð f/ þriggja rétta máltíð Humarsúpa kr. 850 m/ rjómatoppi og hvítlauksbrauði Aðalréttir Smjörsteiktur skötuselur kr. 2.950 kr. 3.890 m/ hvítvínssósu , grænmeti og bakaðri kartöflu Lambafillet kr. 2.980 kr. 3.890 m/ sherrybættri sveppasósu, grænmeti og bakaðri kartöflu Nautalundir kr. 3.150 kr. 3.990 m/chateaubriandsósu, grænmeti og bakaðri kartöflu Eftirréttur Súkkulaðifrauð kr. 690 Borðapantanir í síma 562 1988 Veitingahúsið Madonna Rauðarárstíg 27 www.madonna.is Tómatar eru ber Kirsuberjatómatar eru sætir og ljúffengir og henta bæði í salöt og matreiðslu. Kirsuberjatómatar eru smávaxnir tómatar, sérlega sætir og bragð- góðir og minna ef til vill fremur á ber en grænmeti. Það er ekkert skrítið þegar haft er í huga að tómatar eru í raun ber. Kirsu- berjatómatar henta vel í salöt en ekki síður í ýmiss konar rétti. Yfirleitt er þó best að elda þá ekki of lengi, eða ekki lengur en svo að þeir haldi lögun. Heitur kirsu- berjatómatur, til dæmis kryddað- ur með ferskum kryddjurtum, pipar og salti, getur verið eins og bragðsprengja og er frábært með- læti með margs konar mat. En svo er líka gott að tína þá bara beint upp í sig, rétt eins og hver önnur ber. Kirsuberjatómatasalat með bals- amediki 400 g kirsuberjatómatar 3 msk. ólífuolía 1 msk. balsamedik 1 tsk. sykur eða hunang 1 hvítlauksgeiri, pressaður nýmalaður pipar salt hnefafylli af salatblöðum 8-10 grænar ólífur, steinlausar 75 g fetaostur Hver tómatur um sig er skor- inn í tvennt. Olía, edik, sykur, hvítlaukur, pipar og salt sett í skál og hrært vel saman. Tómatarnir settir út í og blandað vel. Látið standa í hálftíma og hrært öðru hverju. Salatblöðin rifin eða söx- uð gróft og ólífurnar skornar í sneiðar. Öllu blandað saman í skál og borið fram. Kirsuberjatómatar með hvítlauk 250 g kirsuberjatómatar 2-3 hvítlauksgeirar 3 msk. ólífuolía nýmalaður pipar salt 8-12 basilíkublöð Ofninn hitaður í 200˚C. Djúp rauf skorin í hliðina á hverjum tómat, næstum inn að miðju. Hvít- lauksgeirarnir skornir í þunnar sneiðar og einni sneið stungið inn í hvern tómat (best er að þrýsta ögn á þá svo að raufin opnist). Þeir eru svo settir í eldfast mót, hæfilega stórt til að rúma þá í einföldu lagi, ólífuolíu ýrt yfir og kryddað með pipar og salti. Bakað í um 15 mínút- ur, eða þar til tómatarnir eru vel mjúkir en halda enn lögun. Basilík- an söxuð og stráð yfir tómatana um leið og þeir eru teknir úr ofninum. Borið fram t.d. sem meðlæti með mat eða sem sósa út á pasta. Kirsuberjatómatabrauð 300 ml vatn, ylvolgt 1 msk. þurrger 1 tsk. hunang eða sykur 450 g hveiti, eða eftir þörfum 1 tsk. salt 3 msk. ólífuolía 500 g kirsuberjatómatar svolítið gróft salt (má sleppa) Vatn, ger og hunang eða sykur sett í skál og látið standa í nokkrar mínútur. Þá er hveiti, salti og 2 msk. af olíu bætt út í og hrært vel. Deigið á að vera fremur þykkt en þó ekki svo að hægt sé að hnoða það með höndunum. Látið lyfta sér við stofuhita í um 2 klst. Þá er því hvolft úr skálinni á pappírsklædda bökunarplötu og það mótað með hveitistráðum höndum í fremur þunnt brauð, ferhyrnt eða kringlótt. Tómötunum þrýst vel ofan í brauðið og það síðan látið lyfta sér aftur í um 25 mínútur. Á meðan er ofninn hitaður í 220˚C. Tómötunum þrýst aftur ofan í brauðið, það penslað með 1 msk af ólífuolíu, dálitlu grófu salti e.t.v. stráð yfir, og það síðan bakað í 18- 20 mínútur, eða þar til það hefur lyft sér vel og er fallega gullin- brúnt. ■ LINDEMANS BIN: Risarnir frá Ástralíu Enski læknirinn Henry Lindeman hóf víngerð í Hunter-dalnum í Nýja Suður-Wales í Ástralíu snemma á 19. öld. Lindemans er stærsta vínhús Ástralíu, framleiðir einnig Rosemount, Penfolds og fleiri gæðavín. Lindemans Cabernet Sauvignon Bin 45 fékk nýlega afbragðsein- kunn í tímaritinu Wine Spectator, 85 stig, og talin „bestu kaup“ í vín- um. Vínið er nútímalegt, ávaxtaríkt og auðdrekkanlegt. Það ræður við flestan mat og er ákaflega ljúft eitt og sér. Lindemans Chardonnay Bin 65 er mest selda ástralska vínið í ver- öldinni. Rétt eins og cabernet sauvignon vínið hefur það verið útnefnt „bestu kaup“ í Wine Spectator. Þetta vín flokkast sem þurrt vín, ákaf- lega ferskt vín og ávaxtaríkt, einnig finnst hér kemur af hnetu og eik. Kynningarverð á áströlskum dögum 1.300 kr. JACOB'S CREEK: Ofursopi Ástralíu „Ofursopi Ástralíu“, eða „Australia's Top Drop“, er vínið Jacob’s Creek nefnt af andfætlingum okkar. Philip Laf- fer, víngerðarmaðurinn á bak við Jacob’s Creek, hefur m.a. verið valinn víngerðar- maður Ástralíu en hann þykir í hópi helstu víngerðarmanna heims. „Við búum við ákaf- lega góðar aðstæður frá náttúrunnar hendi og höfum því getað nýtt landið mjög vel og komið gæðunum í flöskurnar án mikilla til- færinga. Við höfum líka alltaf haft þá stefnu að setja peningana í framleiðsluna frekar en auglýsingar og þess vegna erum við að bjóða svona gott verð,“ segir Philip Laffer. Þrátt fyrir hógværð Laffers er ljóst að það eru engir aukvisar sem hugsa um markaðsmálin hjá Orlando Wyndham en Jacob's Creek er langsöluhæsta vínið í Ástralíu og jafnframt það ástralska vín sem mest er flutt út af. Fyrirtækið ætlar að eyða 100 miljónum dollara í að byggja upp framleiðslu sína næstu þrjú árin til að anna þeirri miklu eftirspurn sem er eftir vínunum á alþjóðamarkaði. Patrick Ricard, forstjóri risasam- steypunnar Pernod Ricard, sem á Or- lando Wyndham, segir að Jacob's Creek sé „stjarnan í perlufesti sam- steypunnar“ og markmiðið sé að gera vínið að söluhæsta víni veraldar. Kynningarverð á áströlskum dögum: Jacob's Creek Shiraz- Cabernet 1.090 kr. og Jacob's Creek Chardonnay 990 kr. - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.