Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 13
ALÞINGI „Ég óttast að það sé verið að tefja málið, fyrst í allsherjar- nefnd og síðar uppi í ráðuneyti,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson al- þingismaður um frumvarp sem hann hefur lagt fram um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Frumvarpið er nú í allsherjarnefnd. Formaður hennar, Bjarni Benediktsson, úti- lokar ekki að það verði afgreitt frá þessu þingi, en telur einnig koma til álita að vísa því til dómsmála- ráðuneytis, þar sem er að hefjast vinna við aðgerðaáætlun gegn kyn- bundnu ofbeldi. „Það er jákvætt að endurskoða hegningarlögin,“ sagði Ágúst Ólaf- ur. „En samþykki þessa frumvarps breytir engu í því efni. Hvað varð- ar afnám fyrningarfrestsins þá er óvíst hvað kemur út úr þeirri end- urskoðun í ráðuneytinu. Ég sé enga þörf á að vísa jafn einföldu frum- varpi, þar sem engar alvarlegar at- hugasemdir hafa borist, til ráðu- neytisins. Ég skil ekki af hverju meiri hluti allsherjarnefndar vill ekki leyfa öðrum þingmönnum að taka afstöðu til málsins með því að afgreiða það úr nefndinni“. -jss FÖSTUDAGUR 29. apríl 2005 13 Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður: Óttast töf á frumvarpi um kynferðisbrot ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Vill frumvarpið úr nefnd og í umfjöllun þingsins. ÁFANGI Á LANGRI LEIÐ Georgí Parvanov, forseti Búlgaríu, til vinstri, og forsætisráðherrann Simeon af Sachsen- Coburg-Gotha munda lindarpennana. Rúmenía og Búlgaría: Samningar undirritaðir LÚXEMBORG, AP Ríkisstjórnarleiðtog- ar Rúmeníu og Búlgaríu undirrit- uðu aðildarsamninga landa sinna að Evrópusambandinu við athöfn í Lúxemborg á mánudag. Gert er ráð fyrir að samningarnir gangi í gildi á árinu 2007, standi stjórnvöld við að koma í framkvæmd umsömdum umbótum fyrir þann tíma. Samningamenn ESB stóðu fast á því að í samningunum yrði ákvæði um að fresta mætti gildistöku hvors þeirra sem er um eitt ár ef mis- brestur yrði á umbótunum. Viðræður um aðildarsamninga Rúmena og Búlgara hófust árið 2000. Því var undirritun þeirra fagnað í löndunum tveimur sem miklum áfanga. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Maður í ársfangelsi: Byssa gerð upptæk DÓMSMÁL Maður frá Ólafsfirði hlaut í síðustu viku árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir aðild að innbrotum, fyrir að hafa átt óskráða loftskammbyssu og fyrir handrukkun á hálfri milljón fyrir þriðja aðila. Maðurinn hefur frá árinu 1996 hlotið fjölda dóma, þar á meðal fyrir fíkniefnabrot, ölv- unarakstur, auðgunarbrot og þjófn- að. Tveir voru ákærðir með mannin- um og var annar sýknaður af kröf- um ákæruvaldsins, en hinn dæmdur til að greiða 120 þúsund króna sekt. Loftskammbyssan var gerð upp- tæk. - óká Viðbygging við ME: Tilboð ná- lægt áætlun FRAMKVÆMDIR Fimm tilboð, frá fjór- um verktökum, bárust í viðbygg- ingu við Menntaskólann á Egilsstöð- um. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 157,5 milljónir króna og átti Viðhald fasteigna lægsta tilboðið, 164,5 milljónir króna. Framkvæmdin var boðin út í tvígang en í fyrra skiptið var öllum tilboðum hafnað þar sem þau þóttu of há. Ríkiskaup önnuðust útboðið, fyr- ir hönd Fljótsdalshéraðs, og verða tilboðin skoðuð og metin áður en ákveðið verður hverju þeirra verð- ur tekið. - kk NÝ ALPAGÖNG Verkamenn og verkfræðingar sem unnið hafa að gerð svonefndra Lötschberg-ganga í gegnum svissnesku Alpana fögnuðu í gær eftir að síðasta haftið var sprengt í hinum 34,6 kílómtera löngu göngum. Um þau munu bruna járnbrautarlestir hlaðnar vörubílum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.